Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 34

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 34
32 HALLDÓR ÞORMAR ANDVARI IX. Efling raunvísinda á íslandi Eins og áður er sagt hafði Björn Sigurðsson þegar á háskólaárum sín- um mikinn áhuga á eflingu vísindarannsókna og kennslu í vísinda- greinum við Háskóla íslands. Töldu hann og félagar hans að hér þyrfti að skapa alþjóðleg skilyrði fyrir vísindastarfsemi og brugðust hart við þegar kunnur íslenskur vísindamaður úr læknastétt varð að hverfa úr landi vegna skorts á starfsskilyrðum og skilningsleysis yfirvalda. Eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum árið 1943 tók Björn upp þráðinn að nýju og var sama ár skipaður í Rannsóknaráð ríkisins sem var stofnað árið 1940. Á þessum vettvangi barðist hann fyrir bættri að- stöðu rannsóknastarfsemi í landinu, einkum á sviði atvinnulífsins. Eft- ir að Tilraunastöðin á Keldum var tekin til starfa lét hann ekki heldur sitt eftir liggja við úrlausnir ýmissa hagnýtra vandamála landbúnaðar- ins, ekki einungis hinna stóru vandamála svo sem garnaveiki og mæði, heldur fjölmargra annarra. í greinum sem Björn ritaði árið 1944 bendir hann á nauðsyn þess að íslendingar annist sjálfir vísindalegar rannsóknir á viðfangsefnum at- vinnuveganna og færir rök að því að ekki dugi að hagnýta reynslu ann- arra þjóða óbreytta. Það þurfi til dæmis þekkingu á íslenskri mold til þess að vita hvers megi vænta af henni um vöxt nytjajurta. Með rann- sóknum verðum við að læra hvernig best megi breyta fiskafurðum okk- ar í verðmæta vöru. Keppinautarnir kenni okkur það ekki. Óhugsandi sé að atvinnulífið nái nauðsynlegum þroska án þess að í landinu sé unn- ið vísindalega að vandamálum þess. Hann nefnir nokkur brýn verk- efni, svo sem rannsóknir á vinnslu og geymslu fiskafurða, búfjársjúk- dómum, jarðvegsefnafræði, plöntuerfðafræði og jarðhita. Telur Björn að hér á landi hafi ríkið eitt bolmagn til að standa undir rannsókna- starfsemi af þessu tagi, en bendir á áhugaverða leið til fjármögnunar á rannsóknum í fiskiðnaði: Virðist ekki ótrúlegt, að hentugasta fyrirkomulagið á rekstri þessháttar starf- semi væri, að stofnaður yrði myndarlegur sjóður til að standa undir henni og honum sett fjárhagsstjórn skipuð af nokkrum þeirra aðilja, sem við málið yrðu riðnir. Mætti síðan hugsa sér að eitthvert smávegis gjald af hverju tonni út- fluttra fiskafurða (lýsis, fisks o.s.frv.) rynni árlega í þennan sjóð og að framtíð starfseminnar yrði þannig fjárhagslega tryggð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.