Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 109

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 109
ANDVARI VANGAVELTUR UM FULLVELDI ÍSLANDS 1918 107 árs 1918, í blöðunum frá því seint í júlí, á þingi ekki fyrr en í nóvember. Hann tengir þetta við gang heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stórsókn Þjóðverja rann ekki út í sandinn fyrr en um miðjan júlí - í þann mund sem sambands- sáttmálinn var undirritaður í Reykjavík. Þegar texti hans var birtur í Dan- mörku, undir lok mánaðarins, höfðu Bandamenn snúið vörn í sókn, og þá fyrst fóru dönsk blöð að ýja varlega að tengslum íslandsmálsins og hinnar nývöknuðu vonar um endurheimt Suður-Jótlands. Hið skjóta hrun Þýskalands á næstu mánuðum kom Dönum þægilega á óvart, og í nóvember gátu þeir óhræddir sagt hug sinn um þessi mál. í niðurstöðukafla segir Sund- b0l að engar heimildir séu „fyrir því að afstaða ráðherranna í júlí 1918 hafi ráðist vegna hugmynda þeirra um Suður-Jótland.“32 Afstaða Dana í sambandsmálinu var í raun ráðin í síðasta lagi 9.-10. júlí, þegar samningamenn þeirra í Reykjavík ákváðu, væntanlega að höfðu skeytasambandi við æðstu menn í Kaupmannahöfn, að ganga mun lengra til móts við íslendinga en þeim hafði áður verið veitt umboð til. Þar með var Ijóst að Danir kusu fremur stórfelldar tilslakanir en að samningar færu út um þúfur. Síðan tók viku í viðbót að miðla málum um einstök ágreiningsatriði, en í því fólst lítil breyting á meginstefnu. Raunar hlýtur það að hafa verið Dönum ofarlega í huga strax í maí-júní, þegar þeir völdu samninganefnd sína og mótuðu samningsumboð hennar, að mikið væri til vinnandi að samn- ingar næðust. Þess vegna samþykktu þeir líka að samningar færu fram í Reykjavík, við hlið Alþingis. Þeir ætluðu ekki að gera sömu mistök og 1908, þegar samningamönnum íslendinga var þrýst lengra til málamiðlunar en samstaða gat náðst um á Alþingi. Og tímans vegna virðist Sundböl það sem sagt ekki standast að þjóðernis- mál á Suður-Jótlandi hafi framkallað þennan samningsvilja við íslendinga. Þeirrar niðurstöðu sér nokkurn stað í íslenskri sagnaritun þar sem vikið er að henni í útbreiddri kennslubók, Uppruna nútímans eftir Braga Guðmundsson og Gunnar Karlsson.33 í ritdómi var reynt að hrekja þessa niðurstöðu, en án þess að gæta þess hvaða rök Sundból hefur fyrir henni.34 Þau verða að teljast traust, þó að eftirsjá sé að þessari ágætu tengingu íslandssögunnar við deil- una um Slésvík, það mál sem á 19. öld hafði einmitt svo oft sett strik í reikn- inginn milli íslendinga og Dana. Dönsku heimildirnar sýna aðeins hvaða rökum var beitt til að réttlæta Sambandssáttmálann eftir að samningum lauk. íhaldsflokkurinn var honum andvígur á þingi Dana, og Suður-Jót- landsmálið var sú röksemd hinna flokkanna sem íhaldsmenn voru viðkvæm- astir fyrir. Þessi tenging hefur sjálfsagt gert afgreiðslu Sambandslaganna í Danmörku auðveldari en ella, en naumast ráðið úrslitum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.