Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 5

Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 5
FÁLKINN fisk. Og er látiö skeika aö sköpuöu — jafnvel þó að það gangi út yfir heilsuna. Henningsver er alltaf að stækka. Ný íbúðarhús, fiskverkunarskúrar og geymsluhús rísa upp á liverju ári og þau gömlu eru stækkuð. Gamla umgerðin springur utan af vextin- um, eins og flík af krakka. Þarna eru gerð stór stakkstæði. Höfnin er stækkuð og liafnargarðarnir lengd- ir, og byggð rís upp á hólmum, sem áður voru óbyggðir. Það má ekki gera bátana afturreka vegna plássleysis. Allt iðar af starfi, framtakssemi og athafnaþrá. Hér rísa upp lýsis- bræðslur, frystihús, niðursuður, á- burðar-, síldarméls- og fiskiméls- verksmiðjur, slippar, verkstæði, bök- unarhús og verslanir. En að undan- tekinni einni húsgagnaverksmiðju byggist hér allt á fiski. Manni verð- ur á að spyrja: Ef fiskurinn tæki upp á því að hverfa einn góðan veður- dag, hvað þá? En maður lokar aug- unum og segir: Fiskurinn kemur! Þetta minnir á bát, sem einu sinni var að berjast áfram í ofviðri fyrir utan brimgarðinn. Skipstjórinn var spurður: ,,Ef vélin hættir nú að ganga, hvað þá?“ — „Vélin hættir ekki að ganga, því að hún má ekki hætta.“ En stundum kemur það nú fyrir samt að hún stoppar. Siinnudagui' á höfninni í Henningsveri. Þaöan eru um 2000 bálar gerðir úl á vetrarvertíðinni frá janúar- lokum til aprilmánaðar. Fjallið bak við heitir Vogakallinn. laus. Harðfiskurinn er oftast afhent- ur ófláttur. Fisktöku- og útflutnings- skipin lilaða, saltfisklilaðarnir iiækka bifreiðar og sleðar eru á ferðinni allan daginn út til fiskhjallanna, með fisk eða þorskhausa. Matsmenn irnir eru allsstaðar til að líta eftir, útfhitninsvaran verður að standast þær kröfur, sem gerðar eru til hennar. VESTFJÖRÐURINN er duttlunga- fullur, maður veit aldrei hvað koma skal. Fiskveiðarnar eru hættulitlar, allt gæti verið öruggt — ef sjómenn- irnir treystu ekki stundum á frcmsta. En þeir fara út þó að út- litið sé slæmt ■ til þess að bjarga dýrum vciðarfærum — og af sömu ástæðu eru þeir stundum þaulsætn- ir á miðunum þó að útlitið versni. Og ef til vil eru þeir djarfari af því að þeir vita að björgunárskút- an er nærri. Eitt er víst og það er það að hún bjargar mörgum manns- lífum á hverri vertíð-, og gerir allt öruggara. Aliir sem kynna sér vertíðina i Lófót taka fljótt eftir „eftirlitinu". Þarna eru kynstur af bátum á iil- tölulega litlum bletti, fjöldi af net- um og' línum og því liætt við að hver verði fyrir öðrum. Þessvegna verður að setja ákveðnar réglur íil þess að ekki iendi allt í öngþveiti. Bátarnir mega ekki ieggja úr höfn mínútu fyrr en merkið er gefið á morgnana, þeir mega ekki leggja net og lóðir of seint og ekki leggja á for- boðnu svæði. Miðunum er skipt mili neta, lóða og færafiskis og verður hver að halda sig á sírium stað. Það líðqr varla svo dagur, að fiskimenn greiði ekki mörg hundr- uð krónur í sektir fyrir brot á reglunum. Á síðustu vertíð var óvenjulega mikil útgerð i Lófót, og stafaði það af því að fiskverðið var liátt. Og fiskveiðarnar eru ekki óverulegur Frh. á bls. íí. FÆRAFISKIÐ er jafngamalt Lófót- fiskinu og tíðleast enn, þó að það virðist ekki samrýmast kröfum nú- tímans. Þeir róa enn á tveggja manna fari í Lófót og láta duga að hafa færið. Það getur líka verið gott að hafa ífæru stundum, það fannst honum að minnsta kosti manninum, sem fyrir nokkrum árum dró 45 kílóa þorsk. Veiðimaðurinn situr i kænunni og keipar, með alveg sama laginu og fyrir þúsund árum, þegar Eysteinn konungur var þarna á fcrð inni og lét reisa verbúðir. Aðal- munurinn er sá að þá var bátnum róið á miðin, en nú iáta þeir vél- bátana draga sig. Þetta er kallað „júksufiskirí“. Það þarf lítið íil þeirrar útgerðar, en vinnudagurinn er langur, og færamaðurinn er miklu háðari veðráttunni en neta- og þó einkum línubáturinn. Veiðarfærin í Lófótin eru net, lóð og færi. Klukkan C á morgnana leggur flotinn úr höfn. Fyrstu lóða- bátarnir hafa dregið lóðina, lagt nýja og byrja að koma að um liá- degið, afhenda fiskinn og byrja að beita lóðina undir næsta dag. Næst- ir koma netabátarnir. Þeir róa oft aftur síðdegis og leggja netin á ný, helst svo seint sem hægt er, svo að aðrir leggi ekki ofan á þá. En klukk an 5 verður að vera búið að leggja öll net. Síðastir koma færabátarnir að landi. Það er oft komið mið- nætti þegar þeir eru búnir að koma af sér aflanum. Sjómennirnir verða að skila afl- anum slægðum. Svo taka landmenn- irnir við. Fiskurinn er flokkaður eftir gæðum ■— og eftir eftirspurn- inni — til liarðfrystingar, ísunar, söltunar eða þurrkunar. Hann er afhentur óflattur, flattur eða bein- Vélbátarnir á miðunum i Vestfirði. Það er ])röngt nm þá og ekki fátitt að hver „troði annan um tœr“ og kæri fgrir eftirlitinu, sem sektar ]>á sökudólginn um nokkrar krónnr.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.