Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Skíðamót Islandi Ágúst Sigurðsson. Árni Óiafsson. Sviplegt slys Þessi uröu helstu úrslit á Skíða- móti íslands á Akureyri núna í páskavikunni: Brun kvenna: Meistari Ingibjörg Árnadóttir, Í.B.R., 2. Jónina Niel- jóníusdóttir, Í.B.R. fírun karla: Meistári Magnús Brynjólfsson, Í..B.A., 2. Haraldur Páls son, Í.B.S.- Svig kvenna: Meistari Ingibjörg Árnadóttir, Í.B.R., 2. Aðalheiður Rögnvaldsdóttir, Í.B.S. Svig karla: Meistari Haraldur Páls- son, Í.B.S., 2. Guðni Sigfússon, Í.B.R. Skíðastökk: Meistari Sigurður Þórðarson, Í.B.A., 2. Helgi Óskars- son, Í.B.S. Skíðaganga: Meistari Guðmundur Guðmundsson, Í.B.A., 2. Haraldur Pálsson, Í.B.S. Tvíkeppni i göngu og stökki. Þar sigraði Guðmundur Guðmundsson, Í.B.A., ög hlaut titilinn „skíðakappi ísands 1948“. Annar varð Haraldur Guðmundur Guðmnndson (I.B.A.), skíðakappi íslands 19)8. Tveir ungir menn bíða bana, er sviffluga hrapar Það sorglega slys varð laugardag- inn fyrir páska, að tveir ungir menn biðu bana við svifflugsæfingar suð- ur í Skerjafirði. Það voru þeir Árni Ólafsson, svifflugskennari og Ágúst Sigurðsson, nemandi í (i. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Slysið vildi til með þeim hætti, að taugin, sem sviffiugan var dregin á loft með, slitnaði, og rakst svifflugan á þak liússins nr. 9. við Hörpugötu. Skeði þetta laust fyrir kl. 7 að kvöldi. Árni Ólafsson var 31 árs. Hann lætur eftir sig unnustu. Árni átti heima að Laug'avegi 17 og var bólstrari að iðn. Ágúst Sigurðsson var 19 ára gam- all, til heimilis að Hávallagötu 29. Hann stundaði, sem fyrr greinir, nám í G. bekk Menntaskólans i Reykjavík. Pálsson, l.B.S. Skíðaráð Akureyrar sá um mótið, og mótstjóri var Hermann Stefáns- son. Veður var hið ákjósanlegasta, og heldur undan liita að kvarta cn kulda, ef nokkuð var. Hitinn varð sem sé allt upp í 14—1G stig'. Keppn Til vinstri: Biggest In The World! — Vitan- lega er þessi mynd frá Amer- íku, því að ,.milcið er allt hjá mér“ segir Kaninn ekki síður en stelpan. Myndin er úr verk- smiðju í Pliiladelphia, sem býr til stærstu hjólsagarblöð í heimi. Hér sést maður vera að skerpa tennur í hjólsög, sem er nær þrír metrar í þvermál. Ingibjörg Árnadóttir (Í.B.R.), íslands meistari i bruni og svigi kvenna. * Allt með íslenskum skipum! í in fór fram- í brekkunum ofan Glerárdals að skíðagöngunni undan- skilinni. Hún fór fram uppi á Vaðla- heiði. Margt var um manninn á skíðamótinu, þar á meðal fjöldi Reykvíkfnga, sem fór norður á veg- um Ferðaskrifstofu ríkisins. Magnús Brynjólfsson (Í.B.A.), ís.landsmeistari í bruni. KOREA, framhald af bls. 6. í stjórninni. Moskvaráðstefnan ákvað líka, að Korea skyldi verða undir for- ræði (trustee-ship) Bandarílcjanna, Rússlands, Bretlands og Kina i 5 ár. Þetta komst ekki í framlcvæmd enda mætti það mikilli mótspyrnu í Kóreu. Vegna hernaðarlegu sinnar hefir Korea orðið þrætuepli stórveldanna. Suður-Korea er aðeins 200 km. frá Japan og norðausturhlutinn liggur að Rússlandi. Þessvegna líða Rússar ekki „hægristjórn“ í Koreu. En Amer- ikumenn vilja ekki fá kommúnista- stjórn þar, því að þá eru áhrif þeirra í Japan í hættu, en þar er MacArtlnir einskonar keisari nú sem stendur. LÓFÓT, framhald af bls. 5. þáttur i baráttunni fyrir þvi að afla sér gjaldeyris. Aldrei hefir krafan um gjaldeyri verið háværari i heim- oinum en nú, og það mun hún verða um sinn enn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.