Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 6
Framhaldssaga með myndum Oliver Twisí korea Endursögð eftir skáldsögu Charles Dickens 4. Hann fór fyrst á fátækrahælið. þar var ekki nokkra manneskju að sjá fyrir utan, en í garðinum bak við liúsið hitti liann félaga sinn, Dick litla,’ sem hafði verið rekinn á fætur til að reyta arfa. Olivér kvaddi hann innilega og héít svo á burt. Brauðskorpan, sem Iiann liafði haft i nesti var búin og nú varð hann að fara að betla sér bita. Hann hljóp á eftir póstvagninum því að farþeg- arnir lofuðu að hann skyldi fá aura ef hann gæti hlaupið jafn hratt vagninum. En hann var soltinn og þreyttur og vagninn ók frá honum. Þetta var merkileg'asti drengur- inn sem Oliver hafði nokkurntíma séð. Hann var lítill krangi en í fötum af fullorðnum manni og þess- vegna liafði hann brett upp bæði skálmunum og ermunum. Hendurn- ar voru á kafi í buxnavösunum upp að olnboga, og þó að strákurinn væri „Guð blessi þig!“ kallaði Dick á eft- ir honum, og Oliver mundi þá kveðju lengi. Hann var hræddur um að sér yrði gerð eftirför og þessvegna hljóp hann lengstum og nam ekki staðar fyrr en við vegarstólpa, þar sem Á bæjunum sem hann fór hjá var fólkið hrætt við umrenninga og sig- aði á liann hundunum, og á nóttinni reyndi hann að skríða inn í hálm- bingi og sofa þar. Hann vaknaði oft krókloppinn og skjálfandi á morgnana, og ef einstaka fólk hefði ekki gefið honum brauðbita eða varla eldri en Oliver hagaði hann sér eins og fullorðinn. Hann kynnti sig og sagðist heita Hrekkjalómurinn og bauð Oliver með sér inn í búð og gaf honum brauð og flesk ofaná, og lofaði hon- um að sjá honum fyrir gistingu næstu nótt. Þegar þeir komu í ná- hann las að þaðan væru 70 kíló- metrar til London. Hann hafði heyrt um þessa borg, sem væri svo stór að jafnvel Bumble gæti ekki fund- ið drenginn ])ar. volgan sopa mundi hann hafa króknað. •— Einn morgun var hann svo staddur í ])orpi einu og beið eftir að birti. Kom hann þá auga á náunga, sem var alltaf að líta til hans þangað til hann kallaði: „Sæll kunningi!“ munda við London þótti Oliver skrýtið að „Lómurinn“ fór eintóm- ar leynigötur og þröng sund, og eig'i varð hann hrifinn af nætur- staðnum. Þetta var eldgamall kofi, og brakaði í hverri fjöl þegar þeir komu inn. Korea er á stærð við Stóra-Bret- land og hefir um 25 milljónir ibúa. Koreubúar eru frábrugðnir bæði Kín- verjum og Japönum, en liklega skyld- ari þeim síðarnefndu. Koreanska er sjálfstæð tunga, en hefir fengið kin- versk ritteikn að láni, enda hefir land ið orðið fyrir miklum menningará- hrifum frá Kina. Fyrrum var Korea keisaradæmi, en viðurkenndi yfirráð Iíína. í stríðinu við Kína 1895 og við Rússa 1905 urðu Japanar inestu ráðandi í Koreu. Keis- araættin var rekin frá og 1910 var Korea innlimuð og gerð að japönsku fylki undir nafninu Chosen. Japanar tóku framkvæmdastjórnina að heita mátti algerlega í sínar hendur, og japanska eina málið, sem kennt var í skólum. Mörg hundruð þúsund Jap- anar settust að í Koreu og slógu eign sinni á flestar jarðeignirnar, og líka tóku þeir námurnar og iðnfyrirtæk- in að mestu leyti, svo að Koreubúar höfðu ekki eftir nema 20% af land- inu og 15% af iðnaðinum. Yfirstéttin í Koreu hafði samvinnu við Japana og fékk nokkurn liluta af arðinum. En alþýðan lifSi við eymdarkjör og varð að komast af með hálft viður- væri á móti Japönum. í Suður-Koreu er mikið ræktað land með rísekrum og fyrir stríð var mest af rísgrjónun- um flutt til Japan. En í norðúrhluta landsins eru miklar námur, kol og vatnsafl. Þessar auölindir notuðu Jap- anar til hernaöarþarfa. Einkanlega juku þeir kemiskan iðnað mjög og virkjuðu fjölda fossa á landamærun- um að Mandsjúríu. Frá 1929 til 1938 sjöfaldaðist afrakstur iðnaðarins, og Korea varð áríðandi bækistöS fyrir liernaðarlega og efnalega útþenslu Japana. Bæði 1919 og undir 1930 gerðu Iíoreubúar byltingar, en þær voru bældar niSur af Japönum með mikilli grimmd og fjöldi Koreubúa varð að flýja land. Flestir þeirra settust að í Mandsjúríu og á rússnesku landi ná- lægt Vladivostok, en nokkrir fóru til Kína og Bandaríkjanna. Á stríðsár- unum tóku Koreubúar þátt í skæru- hernaSi meS Kínverjum í Mandsjúríu. SkæruliSar börðust líka í Koreu, sér- staklega undir stríðslokin. Á Cairo- ráðstefnunni 1943 ákváðu þeir Churc- hill, Roosevelt og Chiang Kai-shek að Korea skyldi endurreist sem sjálf- stætt riki, og féllst Stalin á það síð- ar. Þegar Japanar gáfust upp í ágúst 1945 var Koreu skipt í tvö hernáms- svæði. Rússar tóku landið fyrir norð- an 36. breiddarstig en Bandaríkin fyr- ir sunnan. Þessi skipting veldur ýms- úm vanda, því að iðnaðurinn er all- ur í norðurbeltinu en jarðræklin i því syðra. í rússneska beltinu liafa vinstri flokkarnir tekið yið fram- kvæmdastjórninni að miklu leyti og þjóSnýtt námurnar og skipt landinu í smábýli. En Bandarikjamenn hafa einkum haft samvinnu við hægri flokkana. Á Moskvaráðstefnunni um jólin 1945 var skipuð rússnesk-ameríkönsk nefnd til þess að ræða við flokkana um stofnun'koreanskrar miðstjórnar, svo að hægt væri að hefja viðskipti milli beltanna. Samningarnir strönduðu á því, að ekki varS samkomulag um hvaða flokkar í Koreu skyldu verða Frh. á bls. Í4,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.