Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 við föður hennar. Eg sagðist tilbiðja hana og vilja gera allt sem i mínu valdi stæði til að gera liana ham- ingjusama. Þetta kom á hann eins og reiðarslag. Hann hefir víst ekki grunað hvað var að gerast og sam- viskan farið að híta liann fyrir að þetta skyldi komast svona langt. En hann var ótrúlega alúðleg'ur. Hann sagðist að vísu liafa vonað að stúlkan ætti aðra framtíð fyrir liöndum, en vitanlega óskaði liann þess fyrst og fremst að hún yrði hamingjusöm. Ifann vildi ekki verða Þrándur í Götu fyrir þessu, ef hún væri örugg um að lienni væri al- vara. Loks sagði hann að hann mundi gefa samþykki sitt til ráða- iiagsins, ef við biðum með gifting- una í þrjú ár. Þá væri geng'ið úr skugg'a um hvort hugur fylgdi máli •— á báðar hliðar. Daginn eftir fórum við sitt í hvora áttina og töldum. okkur trú- lofuð. Þegar ég kom til London lágu þar orð fyrir jnér um að æfingarn- ar byrjuðu eftir nokkra daga. Eg var eins og lamaður! Síðustu dag- ana liafði ég alveg gleymt hlutverk- inu, og nú sá ég allt í einu að hlutverkið mitt gekk út á það að gera föður stúlkunnar, sem ég elsk- aði, hlægilegan. Eg gat ekki gert það. Vildi það ekki. Það náði ekki nokkurri átt! Ekki svo að skilja að ég væri hrædd ur um að það kæmist upp. Þau fóru aldrei í leikhús og svo áttu þau hcima langt frá London. En sam- viska mín sagði mér að þetta væri níðingslegt. Að herma eftir föður hennar! Segja allar þessar heimsku- legu setningar með hans rödd! Sýna fjöldanum alla klækina, sem gerðu hann broslegan. Nei, það gat ég ekki. Hinsvegar var erfitt aö komast hjá því. Eg hafði æft þetta svo itar- lega — lært það. En á fyrstu æf- ingunni reyndi ég að leika hlut- vrkið eins og ég hafði hugsað mér það áður en ég sá prestinn. Árang- urinn var býsna lélegur. Eg sá það þeg'ar fram í sótli að leikstjórinn var lítið hrifinn af frammistöðunni. Eg fékk ekki eitt viðurkenningar- orð! En það er nú alltaf svo, þegar liöfundarnir skrifa léleg leik- rit. Það lendir á leikaranum. í fyrstu sagði leikstjórinn ekki neitt, en svo einn daginn spurði liann hvort ég gæti ekki hugsað mér að leggja meiri persónumótun í leikinn. Eg reyndi það lika, en það mistókst. Það var ein persónulýsing sem ég gat notað, cn ég vildi það ekki. Einn dag þegar ég sat niðri í áhorfendasalnum og liorfði á hina, kom leikstjórinn og Poulteney nið- ur og settust hjá mér. Það var dimmt í salnum, svo að þeir sáu ekki hver ég var, en ég heyrði að þeir voru ergilegir yfir að hafa ekki betri mann í prestshlutverkið. Mér sárnaði þetta, ]jví að ég' vissi að ég gat látið leikinn standa og falla með prestinum ef ég vildi. Og þegar að mér kom hugsaði ég mér að sýna þeim hvað ég gæti. Þeir skyldu svei mér fá að sjá að ég væri ekki neinn vandræðaleikari. Eg gleymi aldrei hve forviða þeir urðu. Þeir ætluðu ekki að trúa sín- um eigin augum. Jvórstúlkurnar stóðu að tjaldbaki o g biðu eftir markorðinu, en gleymdu alveg að tala um kjólana sína, því að þær horfðu svo mikið á mig. Sá sem lék aðalhlutverkið ætlaði að rifna af gremju. Hann kunni ekki við að óþekktur sveitaleikari eins og ég skyldi draga alla athyglina frá lion- um. Þetta var sælasta augnablik- ið sem ég hefi lifað. — Hún kemst aldrei að því. Hún kemst aldrei að því, tautaði ég i sífellu. Eg ákvað sjálfur hvernig hárkollan mín ætti að vera, og undir eins og ég liafði sett liana upp sá ég að sigurinn var vís. Eg og lilutverkið voru eitt. Eg lék ekki litla prestinn lieldur var ég hann. Liltu bolukinnarnar, hárið, röddin, göngulagið ...... Frumsýningin kom. Loks kom að því að ég átti að leika í London i fyrsta sinn. Það var troðfullt hús. Allir leik- dómarar og frumsýningafólk, sem vettlingi gat valdið, liafði komið. Mér var mjög órótt og fór snemma að liafa fataskipti. Eg var tilbúinn löngu áður en byrjað var. Eg fór niður til að híða þar. Það tók svo á taugarnar að biða í fata- herberginu. Dyravörðurinn kom til mín með bréf, sem komið hafði i þeim svifum. — Það var frá Marion! Hún sagðist fara í leikhúsið ásaint vinstúku sinni, til þess að sjá mig leika! Æ, hvað átti ég að taka til bragðs? Þið skiljið að mér var ó- mögulegt að breyta hlutverkinu á síðustu stundu. Iig var viss um að ég gal það ekki, en ég varð að gera það. Varð að gera það vegna Marion, þvi að annars var úti um mig. Ann- ars hafði ég ekki langan umliugsun- artíma, þvi að nú kom að mark- orðinu mínu. Fyrstu setningarnar voru alveg dauðar. Áheyrendurnir tóku mér með iskuida og meðleikendurnir horfðu forviða á mig. Allt í einu heyrði ég einhvern hlæja. Án þess að vita af því hafði ég lagt hjákát- lega áherslu á eitthvað eða hreyft mig þannig, að það féll í góða jörð. Eg hafði æft mig of vel. Hláturinn steig mér til liöfuðs. Eg varð að gera lukku, varð að láta fólkið lilæja betur. Eg sagði við sjálfan mig, að ég skyldi útskýra þetta fyrir Marion á eftir. Ilún mundi eflaust skilja það og fyrirgefa mér. En þó fannst mér einhvernveginn að ég væri að missa liana. Eg gat ekki staðist freistinguna. Eg varð ör af lilátrinum og gekk nú allur upp í hlutverkinu. Áhorf- endurnir ætluðu að tryllast af hlátri, en samtímis engdist hjartað í mér út af skaprauninni, sem ég hlaut að gera lienni. Eg þjáðist með henni, en leikurinn í mér liafði yfirhönd- ina. Leikstjórinn stóð að tjaldabaki og livíslaði: — Þér eruð Ijómandi. Alveg af- bragð! Allt leikliúsið var á suðupunkt- inum. Uppi á svölunum hafði fólk- ið fcngið að vita nafnið mitt, og eftir hvern þátt heyrðist hrópað i kór: •— Bagot — Bagot — .Bagot! TIZKOIY^DIR Fögur sem málverk. Skrautbún- ingarnir, sem við þekkjum frá gömlum málverkum, eru nú að koma fram aftur. Þessi fagra Elísabeth Henry fyrirmynd er úr hvítu silkidamask og er ynd- isleg svona mikið rykkt. Gló- andi rósirnar, sem prýða aðra öxlina og gægjast út frá fell- ingum á mjöðminni, auk mjög 1 á fegurð kjólsins. I skíðafríinu. Mislitur kjótl. — Eftir skíðaferðina er gaman að fara í þenna fallega klæðnað, græna jerseytreyju, rautt jersey- pits og kanílitaða handprjónaða sokka. Þá er maður öruggur um að líta vel út. Þegar tjaldið féll eftir síðasta þátt kom höfundurinn hlaupandi og faðmaði mig. Fólkið hrópaði og lamdi stólsetunum. Kvöldið var mitt! En bak við þennan stóra skara af fagnandi fólki var eins og ég sæi veru, sem ég hafði misst. Eg sá í huganum skelfinguna og angist- ina i augum hennar. — — •— — Bagot hafði misst pípuna úr munninum. Aug'un voru fidl af tárum. Á þessu augnabliki var hann ekki í neinum vafa um, að hann hafði aldrei borið þess bætur sem hann missti. — Daginn eftir skrifaði hún mér bréf og sagði að allt væri búið á milli okkar, sagði hann með klökkva í röddinni. — Hún vildi alls ekki lilusta á skýringar mínar. Ef til vill var þetta list, sagði hún. En ást var það að minnsta kosti ekki. — Hefirðu aldrei séð hana siðan? — Jú, einu sinni, svaraði liann. — Mörgum árum síðar. Hún giftist einhverjum stórbónda. Eg sá hana aka hjá með son sinn. Hún virtist vera mjög ánægð. Kvenfólkið gleym- ir svo fljótt. Svo bætti hann við: — Ef einhvern lang'ar til að skrifa ])essa sönnu liarmasögu af spilltri mannsævi, þá er það velkomið. Eg held að það væri best að kalla hana: „Það sem sigurinn kostaði.“ En við vorum öll sammála um, að fyrirsögnin hér að framan væri miklu hetri. S AMKV ÆMISKLÆÐN AÐUR. — Þessi hárfína, svarta siltcidragt er spengileg, fálleg og hentug, — er hægt að heimta meira? Stokk- felldi kanturinn neðan á pilsinu er nokkuð sem vert er að skrifa bak við eyrað til að nota vilji maður sikka samkvæmiskjólinn eins og nú er tíska.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.