Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 11

Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Eg* kan§ frelsid Niðurlag. VIÐ höfðum miklar áhyggjur af því að útveg'a kefli undir her- sima, því að lélegt simasamband á vígstöðvunum kostaði okkur mikið af mannslífum. Loks var þetta mál tekið til meðferðar á næturfundi í Kreml, þar sem Samburov, einn af trúnaðarmönnum Stalins, var fund- arstjóri. Þegar það reyndist ómögu- legt að útvega járn var eftir langar umræður ákveðið að gera keflin úr tré, þrátt fyrir öflug mótmæli frá liernaðarsérfræðingunum. Stalin undirritaði sjálfur ítarlegar leið- beiningar um þetta. En um það bil mánuði siðar hitt- ust allir fulltrúarnir, sem um mál þetta höfðu fjallað, hjá mér til að gefa skýrslu. Verksmiðjurnar voru langt á eftir tímanum með afhend- ingu þessara trékefla, sem Kreml hafði heimtað. Eg heimsótti þá sálfur trésmiðju eina i útjaðri Moskva til þess að komast að hversvegna keflin hefðu ekki komið. Yfirsmiðurinn sagðist ekki hafa faglærða menn. Það væru aðeins tveir menn seni ynnu að þessari pöntun, sagði hann. „En hvað er þá verið að gera þarna inni?“ spurði ég og fór inn í aðra smíðastofu, þar sein vinna var í fullum gangi. Eg livitnaði af gremju þegar ég sá það. Þarna var um Iiálft annað lnindrað önnum kafnir við að smíða húsgögn: dívana, skrifborð, snyrti- borð með speglum, góða hæginda- stóla, flest úr ágætu mahogni. „Og þér segið að yður vanti fag- lærða menn? Hér er fullt af smið- um og þér látið þá drepa tímann með því að smíða lúxushúsgögn! Þetta er glæpur og þér megið vera við því búinn að ég gefi skýrslu um þetta á hæstu stöðum.“ En verksiniðjustjórinn virtist hvergi hræddur. Hann yppti bara öxlum og sýndi mér skjöl sem sönn- uðu, að húsgögnin voru pöntuð af ýmsum æðstu mönnum flokksins og liáttsettum foringjum i rauða hern- um. Mér rann ekki reiðin við þetta og fór beint til Sovnarkom og inn til Utkins. Þegar ég fór að segja hon- um hvað ég hcfði séð, vildi hann ekki trúa sínum eigin eyrum og lét gremju sína í Ijós. En þegar ég minntist á hverjir ættu að fá þessi húsgögn varð andlitið undir eins öðruvísi. „Jæja — er það þannig lagað . . . .“ tautaði hann. „Já, hmm •— það er vandamál. Eg geri ráð fyrir að þægindi foringja okkar vcrði líka að teljast nauðsynleg fyrir styrjöldina .... ég verð að hugsa þetta mál.“ Hann lnigsaði það mjög lengi, og smiðjan hélt áfram að framleiða liúsgögn og rauði herinn hélt áfram að biðja um símakefli, rifflaskefti og þessliáttar. ■pN svo mikil hörgull, sem var á ■“hersimum, varalilutum i skrið- dreka, fallbyssur og flugvélar, var þó nóg til af einu. Eg sat eitt kvöld- ið yfir einhverjum skýrslum og bað Utkin mig þá að líta inn til sín. Fyrst liélt ég að það væri eitt- hvert spil, sem hann var að eiga við. Á slcrifborðinu, stólunum og á á víð og dreif kringum hann voru pappírsrenningar með taui, sem var flúrað með gulli og silfri. „Axlaskúfar!“ sagði liann hrifinn. „Eru þeir ekki skrautlegir?“ Axlaskúfarnir, sem við höfðum forðum hatað og fyrirlitið sem tákn hernaðarstefnu zarsins, áttu að inn- leiðast í herinn á ný. Enn var ekki komin opinber tilkynning um þetta, en Politburo hafði samþykkt það, og framleiðslan var í fullum gangi. Utkin var á leiðinni inn til Stalins með sýnishornin, hann vildi sjá þau sjálfur og samþykkja þau. Utkin hló þegar ég spurði hvort ýmsir mundu ekki telja þetta aftur- hvarf til zarismans og rússneskrar heimsveldisstefnu. „Þvaður og bull. Undir þessum gullnu einkennum munu hin sönnu sovjethjörtu halda áfram að slá.“ Eftir dálitla þögn bætti hann við, liann talaði liægt og lagði áherslu á livert o'rð: „Auk þess gæti það sums staðar reynst hagkvæmt i póli- tískum skilningi, ef þetta væri túlk- að sem afturlivarf til imperialism- ans. Það getur vakið samúð með okkur á ákveðnum þýðingarmiklum stöðum erendis.“ Þeir útlendingar sem reyna að skilja stefnu Stalins eða „lundarfar Sovjets" af þvi sem þeir lesa í rúss- nesku blöðunum eða í hinum opin- beru tilkynninguiu frá Kreml, lenda að jafnaði á villugötum. Ekki einn af þúsundi af þeim hefir séð að ein af berandi hugsjónum bolsje- vismans er „tvennur sannleikur“: annar fyrir fjöldann og umheim- inn, hin fyrir tryggustu stoðir flokks ins, hina innvígðu. Um leið og á yfirborðinu er unnið að ákveðinni áróðursáætlun og ákveðinni diplo- matiskri aðferð, er flokksmönnun- um ef til vill skipað að taka ekki mark á því, eða jafnvel að gera það gagnstæða. Á stríðsárunum töldu menn „afturhvarf frá Leninismanum“ nauðsynlegt •— en aðeins formlega, ekki raunverulega. Það varð að friða „íhaldskurfa“ í lieimalandinu og Austur-Evrópu með þvi að breytt liefði vcrið um afstöðu til trúmál- anna. Það sem eftir var af gamal- dags ættjarðarást varð að hagnýta til hins ítrasta. Og til þess að þekkj- ast bandamenn var afráðið að af- nema Komintern. Umheimurinn og mikill meiri hluti okkar eigin þjóðar tók þetta gott og gilt, sem vott um að leiðtogar Sovjet hefðu tekið sinnaskiptum. Það voru meira að segja „sérfræð- ingar“ sem gerðu kunnugt, að Sovjet væri að gliðna frá einræðinu og nálgast kapítalismann. Þeir sögðu að nú væri auðséð hvernig' hin demokratiska og totalitera lífshyggja færðust livor frá sínum bás að einum sameiginlegum, gullnuin með- alvegi. Ef nokkur þessara „sérfræðinga“ liefði fengið tækifæri til að vera viðstaddur á hinum vikulegu, lok- uðu flokksfundum fyrir æðri starfs- menn, mundu þeir liklega hafa orð- ið talsvert hissa. Fyrir okkar sjón- um var þetta afturhvarf frá Lenin- ismanum aðeins bráðabirgðabrella. Undanhaldið gagnvart trúnni var auðmýkjandi en nauðsynleg íviln- un. Og einmitt af því að stjórnin neyddist til að fara i hrossakaup á þessum erfiðleikatímum, var okk- ur flokksmönnunum lagt á minnið að standa þéttar saman en nokkru sinni fyrr í trúnni á kommúnismann og endanlegan sigur hans. Enginn sanntrúaður hefir það á tilfinningunni að flokkurinn „ljúgi“ þegar liann játar sig opinberlega fylgjandi einni stefnunni en fylgir „privat þeirri gagnstæðu. Trúr kommúnisti fær ekki samviskubit af þeirri ástæðu fremur en her- stjóri, sem gabbar andstæðinginn með trójuhesti. Allt fram að þeim degi, sem heimurinn verður eitt einasta sovjet-samband mun herfor- ingjaráð byltingarinnar — með öðr- um orðum foringjar okkar í Kreml — verða að nota brellur, liggja i leyni eða hafa aftur á, eftir þvi sem við á, en nota sér jafnan innbyrð- is sundurlyndi hinna kapitalistisku ríkja. Og borgaralegir siðprédikar- ar, sem tala um tvöfeldni og flátt- skap eru í augum bolsjevistiskra „realista" ekki annað en skoplegav, úreltar leifar frá liorfinni tið. Starfsemin innan flokksins bar engin merki hinnar „gagngerðu breytingar", sem átti að hafa orðið innan stjórnar Sovjet-samveldisins. Að því fráskildu að við ræddum vitanlega um hin sérstöku stríðsvið- fangsefni, voru flokksfundirnir al- veg' eins og fyrir stríðið: Klukkan 22 komum við sainan á vikulegan fund. Félagi Judin er fyr- irlesari þetta kvöld. Hann var forseti blaðaútgáfu rikisins, en mætir þarna sem fulltrúi fyrir áróðursdeild mið- stjórnar flokksins. Hann á að tala um stjórnmálahorfurnar i heimin- um. En það sem hann segir verða ekki persónulegar skóðanir í vest- rænni merkingu, heldur greinar- gerð um fyrirskipaðar meiningar og ókveðin stefna, sem ekki má víkja frá í neinu — það mundi sanntrú- uðuiii kommúnista aldrei detta í hug. Judin talar með tungu Stalins. Félagi Judin stendur upp. Við erum eintóm eyru. Judin segir okk- ur að í Englandi og Ameríku fari trúin á sovjet vaxandi, eins og flóð- alda, hjá öllum almenningi. Hann vitnar i J. B. Priestlye, Harold Laski og fleiri. Ilvorki Churcliill né Roosevelt eða ,,vinnuþjónar“ þeirra í alþýðuflokkum geta stöðvað þessa öldu. Samkvæmt frásögn Jud- ins er baráttan milli Churcliills og anstöðuflokksins ekkert annað cn látalæti. „Báðir aðilar elska Rúss- land álíka mikið og við elskum Hitler!“ segir Judin. Þessi fyndni fær lófaklapp. Sneið- ar til „alþýðuvinveittra” og annarra falskra „demokrata“ cru alltaf vin- sælar á flokksfundunum. „Félag'ar!“ Judin er kominn að ályktunarorðunum. „Við megum ekki láta blekkjast þó að við séum vopnabræður kapitalistaþjóðanna. Við verðum að halda trútt við grund vallarsannindi vor. Kapitalismi og kommúnismi eru tveir ólikir heim- ar, sem ekki geta haldist lilið við hlið. Kto Kovo? ■— hvor sigrar hvorn? — Það er spurningin nú eins og alltaf. Meðan við erum umkringdir af kapítalistaríkjum erum við í hættu félagar. Gleymið því aldrei. Dragið engar aðrar ályktanir af láns- og leigulögunum. Þau eru aðeins versl- un, og við borgum dýrt verð, fyrir að taka þátt í þeim, við borgum með blóði og mold Sovjetsamveldis- ins. Þið skuluð ekki gera of mikið úr þýðingu þessarar nýju og óeðli- legu „vináttu“. Munið alltaf, að við flokksmennirnir erum hermenn Len- ins og Stalins og þekkjum hið rétta gildi kapitalismans“. Svo lýkur Judin máli sínu og við syngjum Internalionale. Og eft- ir þessa liugvekju fer liver inn i sína skrifstofu. En „þeir stóru“ —- Judin, Pamfilov og nokkrir aðrir •— fara að framleiðsluborðinu til að njóta ofurlegrar líkamlegrar hress- ingar lika og gæða sér á amerik- önsku lostæti, sem fengist hefir í landið samkvæmt láns- og leigu- lögunum. Þegar Komintern var opinberlega afnumin í mai 1943 var ég farinn úr Sovnarkom. En þær skýringar, sem ég fékk á fundum með komm- únistum á háum stöðum, voru í al- geru samræmi við það, sem Judin og félagar hans höfðu sagt okkur áður. Við vorum látnir skilja, að þessi alheimsstofnun hefði aðeins verið afnumin að nafninu til. í raun réttri varð að auka við starfs- lið og styrkja sambönd Koininterns eftir að stofnunin fór að vinna i leyni. „Félagar, um allan heim búa framverðir hylting'arinnar sig undir baráttu — og sigur!“ Um þær mundir sem Komintern var leyst upp og gleðin yfir þessu var mikil lijá barnalegum sálum meðal samherjanna í auðvaldsríkj- unum, rakst ég af tilviljun ofan í kjallara lijá International Book, for- lagi, sem gcfur út kommúnistaáróð- ur á útlendum málum. Þar sá ég stóra hlaða af nýprentuðum flokks- bókmenntum. Átti að dreifa þeim í löndurn þeim, sein rauði herinn bjóst við að ráðast inn í þá á næstunni. Að nafninu til var Kom- intern dauð — i raun réttri var miðstjórn flokksins önnum kafin við að halda ófram áróðri fyrir stefnu sinni i Evrópu. Starfslið hinnar ,,uppleystu“ Komintern var endurskipulagt með tilliti til hinna miklu hlutverka, sem biðu þess i Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Póllandi, Ungverjalandi, Ítalíu og fleiri löndum. ENDIR. „Enginn kann tveiniur herrum að þjóna.“ Þetta er ástæðan til þess að ekki er hollt að leyfa tvíkvæni. Vinnumaðurinn (í vist hjá Skota): „Eg hefi verið hér i tiu ár og unn- ið þriggja manna verk fyrir ein- falt kaup, og nú vil ég fá kaup- hækkun! Húsbóndinn: „Eg get ekki hækk að kaupið, en ef þú segir mér hvað þeir lieita, þessir tveir liinir, þá ætla ég að segja þeim upp.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.