Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Heppilegt fyrir stelpuna! ★ ★★★★★★ Eftir Leonard Merrick ★ ★ ★ ★ Bagot sag'ði þessa sögu eitt kvöld- ið þegar niörg af okkur voru samankomin í leikaraklúbbnum. Við sátum við arininn og vorum að tala um ást, og svo var það einhver í hópnum, sem spurði hann hvort hann hefði aldrei látið sér detta i luig að gifta sig. — Jú, svei mér ef ég var ekki að hugsa um það einu sinni, sagði hann og brosti. — Fannst þér þú ekki liafa efni á því? Þá græddi Bagot meira en fimm- tíu pund á viku, en hann hafði séð verri daga. — Það var ekki af því að ég liefði ekki efni á því, sagði hann og hló. — Leikararnir bíða aldrei eftir því að þeir hafi efni á því, sem þeir gera. Eg komst hjá því með kyniegum hætti — eiginlega vegna þess, að ég var orðinn all- góður leikari þá. Eg' var nefnilega bálskotinn. Þið vitið öll að það sem ég „sló í gegn í“ var hlutverkið „Hans æru- verðugheit Simon Tibbits“ í sam- nefndu leikriti Poulteneys. Það atvikaðist svona: Fyrri hluta dags eins í júlímánuði gekk ég upp á skrifstofuna, og þar sat þá ung- ur maður. Hann var að fikta við nokkra pappírssnepla og virtist vera í öngum sínum. Eg þóttist vita að ])etta mundi vera herra Poulteney. — Leyfist mér að spyrja hvort það er herra Poulteney, sem ég hefi þann heiður að tala við? 1 þá daga var ég alltaf kurteis við rithöf- unda. Hann leit vandræðalega upp og brosti. — Já, það er ég. •— Eg kem liingað viðvíkjandi presthlutverkinu í gamanleiknum yð- ar, sagði ég. Hann var einstaklega alúðlegur, spurði livor ég vildi ekki setjast hjá sér, og svo fórum við að tala saman. Hann sat og reykti vindil og ég var að vona að hann byði mér að reykja líka. En hann var auðsjáanlega ekki þeirrar skoðunar að leikari eigi að reykja í skrifstofu leikhússtjórans, því að innan skamms lagði hann frá sér vindilinn Þetta var gentlemaður í húð og liár, það var hann, en sem leikritahöf- undur var hann ekki ncma svona og svona. Jæja, það leið ekki á löngu þang- að til ég hafði fengið loforð um hlutverk. Og ég tók stigann í fá- einum skrefum þegar ég fór — var í sjöunda himni. Kaupið var að visu ekki hátt, en tilhugsunin um að gera lukku á West-End-Ieikhúsi belgdi út á mér hjartað. Eg var ekki sérlega uppburða- mikill þegar ég tók við hlutverkinu. Það var hræðilegt! Þetta átti að vera skopleikur, en það var ger- samlega ómögulegt að finna það skoplega í honum. Eg hefði getað grátið þegar ég las það, sem átti að heita fyndni. Það er ekkert gort, en ég segi það í mestu einlægni — það var ekki höfundinum að þakka, að leikurinn gekk svona vel, heldur þessari fígúru, sem ég bjó til úr prestinum. Jæja, það voru þrjár vikur þang- að til æfingarnar áttu að byrja, og ég var alltaf að vona, að mér dytti eitthvað gott í hug viðvíkjandi hlut- verkinu. Eg lék það fyrir sjálfan mig með öllu hugsanlegu móti, en þvi meira sem ég glímdi við það þvi afleitara fannst mér það verða. Þegar ég át á veitingastöðum reyndi ég alltaf að ná mér i borð nálægt einhverjum presti í von um að geta lært af honum taktana og raddbrigð- in. En ég rakst aldrei á neina fyr- irmynd, sem ég gæti notað. Eg fór í kirkju þrisvar á hverjum sunnu- degi — það var hræðilegt. En svo var það einn dag þegar ég var með hugann í órafjarlægð frá leikhúsi, skopleikjum og hlut- um, að ég heyrði allt í einu rödd- Nei, ekki ' rödd, heldur röddina. Röddina, sem ég gat notað í lilut- verkinu mínu. Hjartað hoppaði í mér. Þarna — rétt lijá mér stóð svolítill prest- ur og spurði með sælubrosi risa— vaxinn lögregluþjón um leiðina til Baker Street. Hann var líkur gam- ahlags engli, með litlar, rauðar bollu-kinnar og sakleysislegt spyrj- andi augnaráð. Þegar liann hafði fengið svar við spurningunum sín- um þakkaði hann fyrir og trítlaði áfram. Eg hefi aldrei séð mann trítla eins og hann gerði, og nú elti ég hann til þess að læra þetta merki lega göngulag. Þegar hann kom til Charing Cross hoppaði hann upp í strætisvagn, og ég gerði það saraa. Eg ætlaði að reyna að komast á tal við hann með einhverju móti. og kynnast röddinni hetur. — Ekkert rúm nema uppi, sagði vagnstjórin og rétti skitugan hnef- ann í veginn fyrir mig þegar ég ætlaði að troðast inn á eftir litla prestinum. Eg hefði getað harið hann. Eg hafði sífellt auga á þeim sem stigu af, og við Baker Street fór hann út úr vagninum. Hann liljóp þvert yfir götuna, að brautarstöð- inni. — .Bíðum við, liugsaði ég, — skyldi ég nú ekki fá tækifæri til að tala við hann. Eg verð að reyna að komast í sama klefa. Eg' stóð bak við hann þegar hann keypti farmiðann og heyrði að hann sagði: Einn miða, III. rými •— til Rick- mansworth. — Eg get ekki sagt að ég hafi orðið stórhrifinn af þessu, því að ég hafði ekki hugmynd um livar Rickmansworth var, en ég neyddist nú til að elta hann. Hann vatt sér inn í klefa um leið og lestin var að fara af stað — og ég á eftir. Og liugsið ykkur — við sáturn á sama bekk — með digra kerlingu og lier- mann á milli okkar. Skrambans óheppni! Ekki aðeins að mér væri ómögulegt að tala við liann heldur gat ég ekki einu sinni séð hann. Eg var að vona að þau færu út á einliverri millistöðinni, en þau högguðust ekki. Við komum til Rickmansworth án þess að ég svo mikið sem sæi prest- inn á leiðinni. Eg var í öng'um mín- um! En hann hafði ekki gengið mörg skref inn götuna áður en ég var kominn á lilið við hann. Með blíðustu röddinni sem ég átti til spurði ég hann hvort hann gæti vísað mér á matsöluhús eða ein- hvern dvalarstað. Mér datt þetta svona í hug, en það sýndi sig að vera það slyngasta sem ég gat gert. — Eg er nú bara í leyfi hérna í bænum, sagði hann og hrosti til mín mð englaandlitinu sínu, — en ég hugsa að það séu laus herbergi til í Cornstalk Tcrrace. Mig minnir að það væri auglýst í morgun. Eg hlustaði á röddina eins og hún væri af himnum ofan. Er erfitt að rata þnngað? spurði ég- •— Nei alls ekki. Og ég ætla sömu leiðina, svo að ef þér viljið verða mér samferða ........ — Það er einstaklega vel gert af yður, sagði ég. Eg hefði getað fað.m- að hann að mér. Þegar við skildum og liann var kominn i hvarf hljóp ég eins og fæt- ur toguðu á stöðina. En lestin mín var farin. Þarna stóð ég. Eftir að hafa fengið mér að borða fór ég að skoða bæinn. Þetta var litill bær en laglegur. Og í útjaðri stóð ég aft- ur augliti til auglitis við prestinn minn. Hann stóð þar í garðshliði og gáði út á götuna. Hann hélt víst að ég hefði ver- ið að leita mér að lhisnæði síðan við skildum, og ég lofaði honum að lifa í þeirri trú — Það var hægast. Hann kenndi skelfing í brjósi um mig og hljóp inn til húsmóður sinn- ar til að spyrja Iivort hún vissi af nokkrum stað. Eftir augnablik kom hann út og sagði, að konan hefði eitt herbergi laust. Ilvað átti ég að gera? Mér hafði alls ekki komið til hugar að leigja mér lierbergi í Rick- mansworth, en gat ómögulega láið þetta tækifæri ganga mér úr greip- um. Bak við liúsið var svolitil ræma, sem fólk kallaði garð. Eftir miðdag- inn kom ég auga á prestinn þar sem hann kom trítlandi út í garðinn til þess að fá sér frískt loft. Eftir augnablik var ég kominn út til lians. Samtal okkar snerist aðallega um stjórnmál og bókasöfn — nokkuð tormelt fæða fyrir mig, en ég var ánægður mcðan ég fékk tækifæri til að hlusta á hann og athuga röddina. Við settumst á bekk neðst í garð- inuin. Allt i einu opnuðust hús- dyrnar og ung stúlka kom út í garð- inn. Hún var með þvi allra yndis- legasta sem ég hefi séð. Hún var í óbreyttum livítum léreftskjól og var hvorki méluð né máluð. Það var slik ur lireinleikablær og yndi yfir henni að maður hlaút að fara hjá sér. Hún var eins og madonna. — Dóttir mín, sagði presturinn. Eg starði hugfanginn á liana þeg- ar hún settist hjá mér, og í liálf- tíma gleymdi ég alveg að læra föð- ur hennar utanbókar, meðan ég lilustaði á dótturina. Eg fékk að vita hvar Jiann væri prestur og hvers vegna þau væru hér í leyfinu. Eg stamaði ])ví út úr mér að ég væri leikari og sagðist vona að þau mis- virtu það ekki við mig. Og þau fullvissuðu mig um að það gerðu þau ekk.i. Það var fallegt þarna kringum bæinn og við fórum í skemmtileg- ar göngur. Þegar vikan var liðin vorum við saman frá morg'ni til kvölds. Þau buðu mér að drekka te hjá sér á ^kvöldin, og Marion spilaði og söng fyrir okkur. Þetta var svo notalegt og friðsamlegt. Eng- inn getur ímyndað sér hversu ég naut þess. Það var hrífandi að sjá hve vænt þeim þótti hvort um ann- að, feðginunum. Ef leikæfingarnar hefðu byrjað á réttum tíma hefði þetta allt orðið einfaldara fyrir mig. En þeim var frestað, og þegar frá leið var ég farinn að hugsa meira um Marion en hlutverkið mitt. Eg gat talað við hana um allt milli himins og jarðar — um hluti, sem ég hafði aldrei minnst á við neinn nema móður mína. En samt fannst mér þetta allt svo vonlaust. Eg hafði ekki leyfi til að elska hana eins og ég gerði, við vorum sitt úr hvorri veröldinni. Eg sagði við sjálfan mig oft á dag að ég ætti að fara heim undir eins — að það væri vitfirring' að verða þarna áfram. En ég gat ekki slitið mig þaðan. Eg elskaði hana meira en ég liefi nokkufntíma elskað nokkra manneskju •— og stundum fannst mér, að lnin mundi elska mig líka. Og loksins meðgekk hún það. Það var daginrt áður en þau ætluðu heim. Við vorum að tala um „vin- áttuna“ okkar. Eg missti alla stjórn á mér og eftir augnablik lá lnin í faðminum á mér. Eg bað hana um að giftast mér. Sór og sárt við lagði að hún skyldi aldrei iðrast eftir það. Hún hlust- aði á mig með yfirbragði, sem ég aldrei mun gleyma. Hún var hrædd — ekki við sjálfa sig, en við það sem faðir hennar mundi segja. Þau höfðu eiginlega ekki neina andúð á leikhúsunum. En hún hafði bara aldrei verið i leikhúsi og fannst óhugsandi að giftast leikara. Eg fór undir eins inn til að tala

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.