Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 15

Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 15
15 FÁLKINN SÝNING 1 LISTAMANNASKÁLANUM : Bandariki Ameríku, land og þjóð Jörundur Pálsson, teiknari, hef- ir gengist fyrir sýningu í Lista- mannaskálanum, þar sem sýndar eru ljósmyndir og kvikmyndir frá Bandaríkjunum. Sýningin var opnuS kl. 4 e. h. á skírdag, og voru þar samankomn- ir margir gestir. Jörundur Pálsson setti sýninguna og mælti nokkur orð. Gat hann þess sérstaklega, að sýningin væri ekki pólitisks eðlis og ekki til liennar stofnað í því skyni. Hún ætti aðeins að hregða upp i myndaformi svipum af landi og þjóð þar vestra, og væri þetta aðeins hin fyrsta af mörgum slík- um þjóðsýningum, sem hann hefði í hyggju að koma upp hér á landi. — Þá flutti Gísli Halldórsson, verk- fræðingur, erindi um Bandarikin. Drap hann á marga þætti í sögu lands ins og þjóðlifi, en sérstaklega tal- aði liann þó um hina tæknilegu og hagfræðilegu hlið. — Þá voru sýnd- ar tvær stuttar kvikmyndir frá Bandarikjunum. Sú fyrri var af ferðalagi í bíl kringum landið, en liin var frá stáliðnaðarborg'inni Youngstown. Slíkar myndir verða sýndar alltaf öðru hverju, meðan sýningin er opin. Meginhlið sýningarinnar eru Ijós- myndirnar, sem þekja alla veggi Listamannaskálans. Myndir þessar eru svo að segja af öllu milli him- ins og jarðar. Myndir úr svcitun- um, stórborgunum, myndir af merk- um byggingum, frá vinnu í verk- smiðjum, myndasafn úr amerískum skólum, mannamyndir margskonar (þar á meðal forsetar Bandaríkj- anna) og margt fleira. Sýnishorn eru af tímaritum, sem gefin eru út vestra, oog frelsisskrá Bandaríkj- anna. Væri öllum liinn mesti fróðleikur að þvi að sjá sýninguna. --------------------------- Brunabótafélag Islands. vátryggir allt lausafé (nema verslunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuliúsi (sírni 4915) og hjá umboðsmönnum, sem eru í hverjum hreppi og kaupstað. Alla daga fersk sem dögg Sumir kvenmenn minna á allt það, sem ferskt er og ilmandi. Það er unaðslegt að vera í návist þeirra. Þeim er svalt, er öðrum hitnar. En liversvegna að öfunda þær? Allar konur geta notið þessarar vellíðanar daginn út og daginn inn. YARDLEY Lavender í Tilkynning til jeppaeigenda Nú höfum við nýja tegund af heyblásurum til afhendingar fyrir vorið. Blásarar þessir eru þannig gerðir, að jcpparnir geta drifið þá. Blása þeir 12000 kúbikfetum á mínútu við 1250 snún- inga og geta gefið allt að 4)4" þrýsting. Við höfum einnig 18000 kúbikfeta blásara, er kosta kr. 4.200,00, en hinir fyrrnefndu kosta kr. 3.500,00. Afköstin er hægt að auka mjög mikið með auknum snún- ingshraða. Athugið að bláslursloftið þarf að vera með það mikl- um þrýsting, að það fari i gegnum lieyið. Þau afköst sem við gefum upp, eru miðuð við þann þrýsting. Kynnið yður gæði hverrar tegUndar blásara, áður en þér takið ákvörðun um kaup. Athugið, að það besta cr auðvitað dýrast fyrst í stað, en ódýrast þegar fram í sækir. Bændur! — Jeppinn er fyrsta vélknúna tækið, sem hver bóndi á að fá sér. Aðalumboð: Hjalli Djörnsson og Co. — Söluumboð: H.f. Stillir. H.f. Stillir LAUGAVEG 168 . REYKJAVÍK . SÍMI: 5347. YARDLEV • 33 OLD BOND STREET • LONDON Happdrætti Háskóla Islands Oregið verður í 4. flokki 10. apríl. 402 vinningar — samtals 136700 kr. Hæsti vinningur 15000 krónur. Rafvélaverkstæði Halldórs Ólafssonar Njálsgötu 112 — Sími 4775 Framkvæmir: Allar viðgerðir á rafmagns- vélum og tækjum. Rafmagnslagnir f verksm. og hús.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.