Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 7

Fálkinn - 02.04.1948, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Klement Gottwald, forsætisráðherrci Tékkóslóvakíu sést hér horfa úr ræðustól yfir vopnaðar lögreglusveitir og sveitir trún- aðarmanna kommúnista í verksmiðjunum. Eins og kunnugt cr, fóru sveitir þessar í göngu eina mikla um Prag, meðan óróinn var sem mestur. Til hægri: Edouard Benesj forseti Tékkó- slóvakíu. Margar sögur ganga nú um hann í heiminum, og illa gengur að fá staðfestingu á því, hvar hann hefir dvalist að undanförnu. Sumir segja hann liggja veikan einhversstaðar utan Prag. Aðrir telja hann vera orðinn valdalausan og hafðan í hálfgerðri geymslu hjá stjórn- inni. Vpplýsingamálaráðuneyt- ið tékkneska hefir þó opinber- lega mótmælt því. ,-isi- -■ Veisla í Finnlandi. — Finnland er nú tíðrætt í heimsfréttum dagblaðanna. Myrnl þessi var tekin í opinberri veislu, sem haldin var nýlega í Helsingfors. Frá vinstri: Savonenkov, sendi- fulltrúi Rússlands í Finnlandi, Paasikivi forseti og Hertha Kuus- inen, dóttir Kuusinens þess, sem frægur varð af leppstjórninni í Terijoki. Hún er nú valdamesta kona Finnlands. Síðustu bresku hermennirnir í Indlandi. — Bretar hafa nú flutt allan liðstyrk sinn frá Indlandi. Voru mikil hátíðahöld, þegar síðasta sveitin kvaddi. Það var léttvopnuð fótgönguliðssveit frá Somerset. Fór hún í skrúðgöngu um götur Bombay, áður en stig- ið var á skipsfjöl. — Á myndinni sést þegar Indland var hyllt með fánum. Gústaf Svíakonungur í Danmörku. — Kaupmannahafnarbúar heilsuðu Gústaf Svíakonungi virðulega, þegar hann kom til Kaupmannahafnar í fyrstu opinberu heimsóknina eftir valda töku Friðriks konungs. Iíér sést Friðrik konungur fylgja Gústaf konungi til „gullna vagnsins", sem bíður á brautarstöðinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.