Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 4
séð & heyrt Svartar fjaðrir Satt er það, mikið er f jaðraskrúðið. Samt sem áð- ur skreytir stúlkan sig ekki svona að ganr.ni sínu. Hún er að fara í Hanastélsboð. Mynd þessi er tekin í Lond- on og maðurinn, sem átti hugmyndina að þessari skreytingu, heitir Simone Mirman, en s/úlkan er sýn- ingardama og heitir Celia Hammond. Slungnir glæpamenn Bandarískir glæpamenn hafa fundið upp nýtt bragð. Þeir ræna eftirlætishundum auð- ugra kvenna. Síðan krefjast þeir ekki minna en 1000 dala fyrir hundinn í lausnargjald og fá það venjulegast. Skotasaga Ríkur Bandaríkjamaður gisti hótel eitt í litlum skozk- um bæ. Veiðar voru hans yndi og honum var þess vegna mjög í mun að hafa veiðihundinn sinn alltaf tiltækan. Morgunn einn hvarf hundurinn og þar sem þetta var mjög dýr hund- ur og góður til veiða, bað hann dyravörðinn að setja auglýs- ingu í eina blaðið í bænum og heita hverjum þeim, sem fyndi hundinn, 500 shillingum að fundarlaunum. Þegar blaðið var ekki kom- ið til hótelsins um fimmieytið eins og vanalegt var, fór Bandaríkjamaðurinn sjálfur niður á ritstjórn blaðsins og spurði, hvers vegna blaðið hefði ekki komið út. — Það kemur ekkert blað út í dag, sagði gamall maður, scm var að bóna gólfið. — Þeir eru all- ir að leita að þessum hundi . . . Rússnesk kvik- myndastjarna Það er næsta óvenjulegl, að kvikmyndastjarna sé ekki með litað hár og farð- að andlit og hafi auk þess aldrei lent í hjónaskiinaði. En Elina Bystritskaya lítur bara út eins cg venjuleg lag- leg stúlka úr íslenzkri sveit. Elina er ein af mestu kvik- myndaleikk. Rússa og hefur leikið í fjölmörgum. mynd- um, m. a. myndinni Lygn streymir Bon. I Sovétríkj- unum er leikkona ekki met- in neitt meira en venjuleg húsmóðir. Elina býr í ósköp venjuiegri íbúð og býr þar með manni sínum í ham- ingjusömu hjónabandi. — Myndin af henni er tekin í London, er hún kom þang- að fyrir skömmu. Jacques Massu hershöfðingi, sem lengi hafði verið í ónáð de Gaulle forseta, hefur ekki alls fyrir löngu ver- ið útnefndur herfor- ingi í Metz, sem er ein af beztu stöðun- um í franska hern- um. Hann er yfirleitt ekkert hissa á fram- ferði franskra hers- höfðingja, ef marka má af þeirri sögu, sem hann sagði nýlega í borðræðu: — Hershöfðingi nokkur fékk beiðni um það frá liðsforingja einum, hvort hann gæti ekki komið því þannig fyrir, að hann hækk- aði í tign. — Sýnið mér sár yðar, sagði 'hershöfðing- inn, án sára engin hækkun í tign. — En hr. hershöfðingi, sagði hinn óheppni liðsforingi. Hvernig hefði ég svo sem getað særzt? í öllum orrustum hef ég haldið mig í návist yðar. Hin glæsilega Lady Norton hélt fyrir skömmu veizlu. Til þessa hófs bauð hún meðal annarra Igor Stravinsky. Þar kom hún fram með hug- mynd, sem ef til vill vekur áhuga ís- lenzkra húsmæðra. Hún tók málverkin niður af veggjunum, en setti í staðinn risastóra mynd af hinu mikla tónskáldi, svo að honum fyndist hann vera heima hjá sér. Menn furða sig á, að Picasso skuli eiga svo mikið af eigin verkum eins og raun ber vitni, enda þótt hann gæti auðveld- lega selt þau fyrir milljónir króna. En menn skilja betur afstöðu hans til þessa, þegar þeir heyra, hvernig hann sjálfur lítur á málið. Meðal hinna mörgu snjöllu orða, sem Picasso sagði á áttræðisafmæli sínu, voru þessi: — í hvert skipti, sem ég sel mynd, líður mér eins og ég sé að ganga undir uppskurð og einhver limur væri tekinn af mér. t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.