Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 38

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 38
SÁ IILÆR BEZT... Frhi ai bls. 36 — Þér munduð hafa farið kænlegar að, Barney? — Einmitt. Og ég skal segja yður livers vegna. Það er af því að ég hef aldrei öðlast neitt án þess að þuría að berjast fyrir því. Strákurinn þarna á myndinni skipulagði ekki ncgu vel. Það mundi ég hafa gert. — Jæja? — Hann hefði átt að gefa sér tíma til að bíða. Hann heíði átt að láta líta svo út, sem hann hefði yfirgefið stúlkuna og væri farinn burt. í millitíðinni átti hann að njósna um gamla manninn og reyna til dæmis að komast að því, hvort hann færi ekki í verzlunarferðir. Síðan hefði har.n átt að veita honum eftirför, dulbúinn jafnvel með fölsku nafni, og þegar tækifærið bauðst gat hann skotið milljónamæring- inn og látið líta svo út sem um ránmorð hefði verið að ræða. Þegar hæfilegur tími væri liðinn og málið tekið að falla í gleymsku, þá hefði hann auðveldlega getað sett giítingar- hringinn á fingur stúlkunni sinni. Barney yppti öxlum og hélt áfram: — Svo einfalt og auðvelt! Hugmyndin hafði lengi verið á sveimi í höfði Gregs. Hann hafði samt aldrei látið eftir sér að gæla við hana. Hins vegar var honum nú Ijóst, að Harry Melton varð að ryðja úr vegi. Það var eina lausnin á vandamálinu. En hrollur hafði farið um hann, þegar honum var hugsað til verknaðarins og þess vegna hafði hann alltaf bælt hugmyndina niður. Hins vegar sá hann nú, að margt var hagstætt við mál hans og Clarissu. Enginn hafði orðið var við kynni þeirra og samveru. Clarissa sjálf hafði gætt þess vandlega, að þau hittust ævinlega á laun. Nú tók gestum barsins að fjölga. Greg fékk sér eina blöndu til viðbótar og virti um leið Barney fyrir sér, meðan hann afgreiddi viðskiptavini sína. Barþjónar búa yfir álitlegum skammti af vizku, sem ekki kemur neinum að gagni. Maður getur lært margt af börnum og barþjónum. Hann varð að hugleiða þetta nánar. Það var þrátt fyrir allt margt, sem hann hafði enga reynslu í á þessu sviði. Það hlaut að vera erfitt að afsanna, að maður hefði slegið mann til bana. En hvers vegna þyrfti hann að gera það? Fjöldi manna framdi afbrot, án þess að það kæmist nokkurn tíma upp. Skyndilega datt honum í hug ofurlítið, sem Clarissa hafði sjálf sagt: Kannski finnum við lausn á málinu . . . Var það kannski þessi lausn, sem hún hafði í huga? Ef til vill hafði hún ekki kunnað við að segja frá þessu í orðum, heldur ákveð- ið að bíða, þangað til hann hefði fengið sömu hugmynd. Það var mjög líklegt. Konur hliðra sér ekki hjá því að hvetja elskhuga sinn til þess að koma eiginmanni sínum fyrir katt- arnef. Hann gat ekki neitað þvi, að hann var dálítið óróleg- ur í hvert skipti, sem hún gaf honum morgunkaffi, eða tók á móti honum með drykk á eftirmiðdögum. Clarissa var hyggin kona. Hún ætlaðist áreiðanlega til þess, að hann fyndi þessa lausn á málinu. í næsta skipti sem þau Clarissa og Greg hittust, sagði hún: — Harry kemur aftur frá Los Angeles á morgun, en stuttu síðar fer hann til Atlanta og verður þar það sem eftir er vikunnar. Nú er það afráðið, að við flytjum, Greg. Harry hefur þegar selt fjölda hlutabréfa, sem hann á í fyrirtækj- um hér, svo að við getum flutzt héðan eins fljótt og hægt er. — Hversu fljótt? Eftir mánuð eða hálft ár? — Sennilega eftir einn mánuð. Hann hefur keypt hús á Miami Beach. Hann segist geta fylgzt með afganginum af eigum sínum þaðan. Greg greip glas sitt og starði viðutan á gylltan vökvann í því. -j- En fyrst fer hann í ofurlitla ferð til Atlanta, er það ekki? — Jú, ég hef sjálf pantað flugfarið fyrir hann og sömuleið- 38 FÁLKINN is hótelherbergi. Hann á að búa á Imperial Plaza og hann fer með vél héðan á föstudaginn klukkan 18.15. Verið gat, að tilviljun ein réði því, að hún sagði honum svo nákvæmlega frá þessu. En hvers vegna sagði hún hon- um svona greinilega nafnið á hótelinu og brottfarartíma vél- arinnar? Var það ekki einmitt af því, að hún hafði nákvæm- lega hugsað sér, hvað hann ætti að gera? Hann tók matseðilinn og virti hann fyrir sér. — Það er sagt, að humar sé mjög góður á þessu veitinga- húsi. Og eigum við ekki að fá okkur eina flösku af Lieb- fraumilch með? Hann vætti varirnar með tungunni. — Var það klukkan 18.15, sem þú sagðir að vélin legði af stað? — Já, 18.15, Delta-Airline — föstudag. Og mér finnst það dásamlegt þetta með humar og Liebfraumilch. Clarissa brosti til hans og ýtti matseðlinum til hliðar. Greg þekkti strax Harry Melton af myndum, sem hann hafði séð af honum í blöðunum. Hann var hár og þrekvax- inn og þótt undarlegt megi virðast var hann alls ekki eins ellilegur og Greg hafði búizt við. Greg hafði pantað sér flugfar undir nafinu Clarence Smith. Hann sat fjórum sætum frá Harry Melton í stórri Super- Constellation flugvél. Strax og vélin var lent í Atlanta, fékk Greg sér herbergi undir sínu falska nafni á litlu gistihúsi rétt við hlið Imperial Plaza. Hann var mjög taugaóstyrkur, þegar hann tók skammbyssuna úr ferðatösku sinni og stakk henni í vasann. Þetta var hið hættulegasta verk, sem hann hafði nokkru sinni tekið sér fyrir hendur. Hann varð að fara mjög varlega. Hann hringdi til Imperial Plaza og fékk gefið upp númer- ið á herbergi Harrys og einnig fékk hann að vita, að Harry væri um þessar mundir í herbergi sínu. Greg flýtti sér til gistihússins, settist í anddyrið og lézt lesa í dagblaði. Þegar Harry Melton gekk nokkru seinna út um hverfidyrnar, stóð hann upp og veitti honum eftirför. Melton gekk hægt eftir götunni og Greg starði fast á bak hans. Nú var það aðeins spurning um tíma . . . Hann varð að bíða þar til hið rétta andartak rynni upp. Og þá beygði Melton skyndilega inn litla og fáfarna hlið- argötu. Nú gekk hann hröðum skrefum eins og maður, sem á sér takmark fyrir höndum . . . Síminn hringdi bak við barborðið og Barney svaraði. — Halló, sagði hann. Hann hlustaði þögull og fullur eftirvæntingar nokkra stund, en kinkaði síðan kolli. — Gott, það hefur sem sagt gerzt . . . Nei, blessuð hafðu ekki neinar áhyggjur af þessu, vina mín. Þú sagðir, að hann hefði sloppið. Ef hann reynir að gera þér erfitt fyrir, þá verður það verst fyrir hann sjálfan. Þá hafnar hann sam- stundis í rafmagnsstólnum. Nei, nei ljúfan mín. Engan grun- ar hið minnsta, að Þið hafið þekkzt. Barney hlustaði aftur á röddina hinum megin við þráð- inn. Hann kinkaði kolli enn nokkrum sinnum, og þegar hann tók aftur til máls var rödd hans þrungin ástúð: — Ég veit að þú elskar mig, Clarissa. Og þú veizt hvern hug ég ber til þín . En það lítur alls ekki vel út svona fljótt eftir lát manns þíns, skilurðu. Strax eftir nokkra mánuði. Já auðvitað. Þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir að við giftum okkur . . . RICHARD HARDWICK. 6. HLUTI 6 • 50 • 65 • 69 • 83 • 87 136 • 178 • 179 • 206

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.