Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 21

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 21
)NNUM Talið frá vinstri: Kona Jóns Helgasonar, rit- stjóra Verzlunartíð- inda, Jón Bjarnason og frú, Sigurður Magnússon, formaður Kaupmannasamtaka íslands, Guðmundur Ingimundarson, form. Félags matvörukaup- manna og frú og loks Ragnheiður, kona Guð- mundar Garðarssonar, formanns V. R. ' i MHH p 3 Hrf >v. ÉPl; 1 m In P|| FALKINN fyrr en varir fá þeir pentudúk á lærin og skemmtunin er sett af Viggó Sigurðs- syni kjötkaupmanni, sem býður gesti velkomna og ber fram ósk um gleði- legt borðhald og góða skemmtun, — gjörið svo vel. Það er hraustlega tekið til matarins, —• grísakambarnir sjálfir í heitri græn- metissósu, en laxinn svamlar í rauðum, hvítum, brúnum og glærum vínum. Guðmundur Jónsson tekur fang brögðum HRAUSTA MENN í BJÓR- KJALLARANUM, og hlýtur frægan sigur og mikið klapp. Ljósin í salnum slokkna. Það er hvíslað, nú koma þeir. Logandi ísjakar knúðir ósýnilegu afli byltast í rökkur- sænum að hverju borði: ESQUALDUNA er skenkt á hvers manns disk. Þökk sé þjónaliði Þorvaldar sem framkvæm- ir þessa ísjakainnrás undir öruggri stjórn framkvæmdastjóra hússins, — jakarnir bráðna og hverfa jafnhljóð- lega og þeir komu, — máltíðinni er lokið. Ómar Ragnarsson skemmtir með gamanvísum og líkir eftir Ragnari Bjarnasyni, — hlykkjast og lengist eins og Jæðan í Húsi málarans. Bessi og Gunnar kom á sviðið. Gunnar: Getur þú sagt mér Bessi minn, hvað líkt er með ljóshærðri stúlku og seglskipi? — Ljóshærða stúlkan hinum megin í salnum roðnar upp og niður. því henni finnst Gunnar horfa á sig. Andlitið á Bessa hleypur í gogg, og hann virðist eiga mjög erfitt með svarið. — Já, hvað er líkt með ljóshærðri stúlku og seglskipi? Það blikar á gogg- inn og hvellandi svarið hljómar úr and- Frh. á bls. 33. Fram að þessu hefur tekist að fá nægilega stórt húsnæði fyrir fagnað- inn, en nú varð að tvískipta skemmt- uninni í Lidó. Við brugðum okkur á ballið fyrra kvöldið, — laugardaginn 27. janúar. Fyrir miðjum sal svignar mikið og fagurlega skreytt langborð hlaðið sæl- gæti og ávöxtum. Þar er frjálst beiti- land allra er skemmtunina sækja. Það er masað og hlegið hvarvetna, og skotist inn á barinn til að vökva þerri- hljóðið og skála fyrir hækkandi sól og bættum verzlunarháttum. Hljómsveit Svava.s Gests leikur af fjöri og smekkvísi. Menn vagga sér eftir hljóðfallinu og hvíla í birkhaut hjá bunandi smálæk, eða skjótast heim í gamla hópinn sinn. Aðrir ímynda sér smámey er krýni þá blómsveigum, en Sigurður Magnússon, form. Kaupmannasam- Valdimar Gíslason, kjötkaup- taka Islands, dansar við konu Guðmundar maður, Langholtsvegi 17. Ingimundarsonar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.