Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 28

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 28
kvenþjóðin ritstjóri KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR Málmhólkar á stól og borðfótum eru bæði hent- ugir og til prýðis. Þeim fylgir bara sá galli, að þeir verða allt of fljótt leiðinlegir á að líta. Gott er að fægja þá með fínni stálull og bera svo á þá málmlakk, þá líð- ur á löngu, áður en þeir láta á sjá á ný. Ef þið eruð sólgnar í að mála í tíma og ótíma, get- ur þetta ráð án efa komið að haldi. Skerið venjuleg- an bolta í tvennt og setjið annan helminginn upp á pensilskaftið sem hlíf, þá streymir málningin að minnsta kosti ekki upp eftir handleggnum. Svona er hægt að nýta skápsrúmið til fullnustu. Komið fyrir lítilli komm- óðu eða hilluröð, þar sem blússurnar og pilsin hanga. Sé þetta fataskáp- ur fyrir karlmann, getur kommóðan komizt undir jakkana. Óvænta gesti ber að garði, franskbrauð er til í búrinu, kljúfið, það að endilöngu, holið það út og smyrjið það með smjöri, bæði að utan og innan- verðu, setið það inn í heit- an ofn, þar til það er gul- brúnt. Berið það fram heitt fyllt með alls konar góðum jafningum. 28 FÁLKINN %4#liA kexkaka 3 egg 150 g sykur 6 msk kakaó 1 msk saxaðar rúsínur 1 msk saxað súkkat 250 g plöntufeiti 1 pk. ferkantað kex. Egg og sykur þeytt létt og ljóst, kakaó blandað saman við, einnig rúsínur og súkkat. Plöntufeitin brædd, kæld svolítið, hellt smátt og smátt saman við eggjahræruna. Klæðið köku- mót að innan með smjörpappír eða málmpappír. Látið súkku- laðibráð og kex til skiptis í mótið, súkkulaði efst og neðst. Geymt á köldum stað, þar til súkkulaðið er strokið. — Tekið úr mótinu, borið fram með kaffi niðursneitt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.