Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 10
TIZKLSKOLINN af gömlum reikningum frá honum. Og þar sem mér þótti reikningurinn nokkuð hár, þá spyr ég hvaða reikn- ingar þetta séu. Svo ég segi: — Hvaða reikningar eru þetta? Þá svarar ein stúlkan í afgreiðslunni með þessum voða þjósti: — Hvað er þetta, kunnið þér ekki að lesa? Ég var svo gáttaður, að ég gat varla sagt orð, en fólkið í kring var farið að brosa, svo að ég flýtti mér út. — Og í sambandi við svona fram- komu almennt, sagði frú Sigríður, þá veit ég að íslendingar þekkjast víða erlendis á því, hvernig þeir standa upp frá borðum á almennum veitinga- stöðum. Þeir ýta stólnum frá sér og setja hann ekki undir borðið aftur. Ennfremur hef ég tekið eftir því, að kvenfólk er í mjög miklum vandræð- um með töskurnar, þegar það fer að dansa eða bregður sér frá borðinu. — Hvað á það að gera við tösk- urnar? — Það er ósköp einfalt, konurnar eiga að leggja töskurnar á stólbakið, ef það er hægt, annars sitja með hana í kjöltunni. Þegar þær standa upp til þess að dansa, eiga þær að setja tösk- una í stólinn og ýta honum undir borð- ið. Annars fyrst við erum að tala um þetta þá vil ég benda á annað: Það er að karlmenn eiga alltaf að leiða kon- IIIYIMDIIXI: una, en ekki öfugt eins og maður sér hér. Jafnvel þótt karl og kona leiðist ekki á götu úti, á karlmaðurinn að grípa undir arminn á konunni, þegar farið er yfir götu. Þetta gera Banda- ríkjamenn. Annað mál er svo þegar karlmenn bjóða dömu arminn innan- húss. Svo vildi ég benda á annað, enda þótt skoðanir kunni að vera skiptar um þau efni, karlmenn eiga að ganga upp stiga á undan dömunni. Bezt samsíða. Þetta tíðkast erlendis, en ég veit ekki, hvort skal innleiða þann sið hér. Bezt væri auðvitað, að þau gengu samsíða upp. — Hvað segirðu um kveðjur? — Mér leiðist þetta eilífa handaband, fólk gerir allt of mikið af því að þakka fyrir sig með handabandi. Segjum að gestur komi á eitthvað heimili. Hann heilsar gestgjafa með handabandi, hann þakkar fyrir sig með handabandi, ef til vih bæði húsbónda og húsfreyju. Og svo kynnir hann sig ef til vill, þegar hann kemur með handabandi. Síðan kveður hann með handabandi. Þetta vildi ég sameina í eitt gott handaband að lokum. Gestur getur í staðinn þakk- að fyrir sig með því að hrósa því, sem á boðstólum er og hann getur kynnt sig með hneigingu. Annars skortir mikið hér á landi að fólk kynni sig, ef það kemur á heimili, þar sem gestir eru. í Sex stúlkur, sem allar hafa verið í Tízkuskólanum. Þær hafa allar oft komið fram á tízkusýningum og víðar og eru þegar orðnar kunnar. Efri röð (talið frá vinstri): Edda Ólafsdóttir, Kristín Johansen og Sif Huld Sigurðardóttir. Neðri röð: Guðrún Bjarnadóttir, Helga Árnadóttir og Elsa Stefánsdóttir. 10 FÁLKINN Bandaríkjunum var það þannig, að jafn- vel börnin komu inn og kynntu félaga sína fyrir foreldrunum. — Þú kennir snyrtingu hér? — Já, andlitsnyrtingu og yfirleitt meðferð snyrtivara, svo sem ilmvatna og fleiri snyrtivara. Ég hef hér umboð fyrir snyrtivörur frá Beaty Consellors en leyfi til þess að selja þær, fá ekki nema þeir, sem hafa lært hvernig á að meðhöndla þær. Við seljum þessar vör- ur aðeins hér. — Kennirðu göngu? -— Já, ekki veitir af, því að hér ganga margar konur svo álútar, að lýti er að. Ég kenni þeim að ganga fallega og án tilgerðar. Falleg framkoma er án til- gerðar. Annars hef ég orðið var við þann misskilning, að konur þær, sem hingað koma til náms, halda að gangan sé aukaatriði en andlitsnyrtingin sé það eina sem þær þurfi að læra. — Hvernig fara menn með ilmvötn hér á landi? — Það er afar algengt, að fólk noti allt of mikið ilmvatn og á það ekki sið- ur við um karlmenn. Karlmenn þurfa líka að læra meðferð ilmvatna. — Þú kennir ekki karlmönnum enn? — Nei, en það stendur nú til bóta. Þeir þurfa margt að læra í sambandi við framkomu og annað. Þú hefur sjálf- sagt tekið eftir því, þegar íslenzkir karlmenn bjóða upp í dans, þá banka margir í bak dömunnar og sumir toga í handlegginn á þeim og enn aðrir benda og pata út í loftið, þegar þeir vilja dansa. Ég nefni þetta bara sem dæmi. Frh. á bls. 34.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.