Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 11
Á þessu nýbyrjaða ári hefur margt merkilegt gerzt bæði úti í hinum stóra heimi og líka á okkar ástkæra hólma. Undrun og ugg vakti það í heimsmál- unum, að Krúsjeff hafði ekki sézt í ell- efu daga, og setti að mörgum stjórn- málamanninum á Vesturlöndum beyg. Þetta gæti þótt skrítið í fyrstunni, að ógnvaldsins skyldi verða svo sárt sakn- að i ellefu daga fjarveru, en það verð- ur þó að taka með í reikninginn, að Krúsi kallinn er talinn með þeim ró- lyndari og skynsamari af kommum þar austur frá, svo að uggur' kapítalistanna er skiljanlegur, því ekki langar þá að fá einhvern, sem er harðsvíraðri en Krúsi. Eftir ellefu daga kom hann svo aftur í ljós, frískur og fjörugur, og sagðist hafa verið úti við landamæri á veiðum. Ekki var þess getið, hvaða veiðidýr hann var að kljást við, en kaldrifjaður kunningi minn gat sér þess til, að hann hefði verið að skjóta flóttamenn við landamærin. Önnur heimsfrétt snerti ísland og vakti hér nokkurt umtal. Það var stað- hæfing vísindamanna, að heimskúlan væri að klofna í tvennt, og svo hörmu- lega vill einmitt til, að sprengjan ligg- ur endilega um mitt fósturlandið. Þetta voru náttúrulega hin verstu tíðindi, því við verðum að fara að búa okkur undir það, að eyjan klofni í tvennt, og ekki gengur þá betur að varðveita eininguna eftir en áður. Vestfirðirnir og Suðvest- urlandið verður þá sérstök eyja, en af- gangurinn önnur eyja. Við verðum þá að stofna ríkjabandalag, því annars fara hlutarnir að heimta sjálfstæði, þar sem hér er svoddan feikn af mönnum, sem haida, að þeir geti stjórnað landi. Svo slæmt sem þetta er nú, þá verðum við að vona af alefli, að vísindamenn heimsins finni ekki líka sprungu eða brest í alheimsskapgerðinni, því hún væri þá vis til að liggja þvert gegnum skapgerð íslendingsins. Tvær farsóttir eru mjög á dagskrá. Víðtækar ráðstafanir hafa verið gerðar til að önnur þeirra nái ekki til íslands. Landsmenn hafa líka verið ofsahrædd- ir, og lagt það á sig að standa í biðröð- um til að láta bólusetja sig gegn veik- inni. Með hina farsóttina gegnir nokk- uð öðru máli. Þar hefur ekkert verið gert til að hefta útbreiðslu veikinnar, heldur reynt að auðvelda mönnum að taka sýkilinn. Þar hafa þegnarnir, þeir sömu, sem mikið lögðu á sig til að forð- ast hina fyrri, staðið í biðröðum til að komast í sýkingu. Enda hefur veikin breiðzt út sem eldur í flugvallarbrögg- um. Sóttir þessar eru bólusóttin og bingó- farsóttin. Hvar sem bingó er spilað, eru hús fullsetin og meira en það. Verð- laun eru líka svo glæsileg, að fátt er það, sem ekki er hægt að vinna í þessu spili. Svo helteknir verða menn, að undrun sætir. Kunningi minn kom um daginn inn á veitingahús, þar sem bingó var spilað. Hann átti frátekið borð, og kom ekki fyrr en spilið var hafið. Þeg- ar hann kom í salinn, stóðu veitinga- þjónarnir við barborðið og — spiluðu bingó í ákafa! Kunningi minn spurði um borðið sitt, en þjónarnir sussuðu á hann og báðu hann bíða, þar til hlé yrði á spilinu. Loks þegar hléið kom, gaf yfirþjónninn sér tíma til að sinna gest- inum. En ekki fékkst hann til að fara að leita borðsins fyrr en gesturinn hafði lofað að standa við barborðið á meðan og leika bingóið, meðan hann yrði burtu! Nú er talað um það meðal kenni- manna þjóðarinnar, að hér mundi ef til vill vera komið vopnið, sem muni geta tryggt betri kirkjusókn, kirkjubingó. Mun biskup þjóðarinnar snúa sér að al- efli að þessu bráðaðkallandi vandamáli, þegar hann hefur gert út af við vottana hans Jehóvas. Það var annars alveg snilldarlegt, hvernig hann brást við þessum villutrúarmönnum. Það hefði auðvitað verið eitthvað meira bragð að þessu, ef enn þá væri leyft að brenna villitrúarmenn eins og í gamla daga, en það þýðir nú ekki að tjóa um það. Svo var það að lokum hinn hörmu- legi bruni á Reykjavíkurflugvelli. Skelfing var það lúalegt af eldinum, að koma upp í sjálfri slökkvistöð vallar- ins, og alls ekki við því að búast, að þar gæti komið upp eldur. Þetta varð feiknarmikið bál, og bezt logaði í koní- akinu og viskíinu. Margir templarar lofuðu guð í lágum hljóðum, enda var þetta tollfrjálst brennivín, sem þeir fá ekki neinar prósentur af eins og af öllu sem selt er í ríkinu. Flugmálastjórnin vill láta byggja allt upp í grænum kvelli, en ekki eru allir á einu máli um það. Vel er hægt að skilja flugmálastjórnina, því hvað skyldi eiga að gera við nýja flugturn- inn, ef flugvélarnar hætta hér um bil alveg að lenda á vellinum? Dagur Anns. 9 dagAihA öm MINNISVERÐ TÍÐINDI FALKIN N 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.