Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 4
— Hver er duglegastur í bekknum, Bjössi? — Það er hann Óli. Hann felur sig bák við kortabók- ina og er að éta kleinur, án þess að kennarinn sjái það. —v— — Hve lengi átt þú að sitja inni? spurði fanginn nýja klefafélagann sinn. — 99 ár. Og hve lengi átt þú að verða hérna? — 75 ár, svaraði hann. — Þá er víst bezt að þú takir rúmið, sem nær er dyrunum. Þú átt að fara út fyrst. —v—- Frúin (hefur verið að ríf- ast við bóndann): — Ég er að velta fyrir mér hvort allir karlmenn séu fábjánar! Hann: — Nei, ekki allir. Sumir eru ókvæntir til dauðadags. Hansen er veikur í háls- inum og fer til læknisins. — Kirtlarnir eru bólgnir segir læknirinn, — en það er minnstur .vandi að gera við því. Við tökum þá bara. Og það gerði hann. Nokkru síðar kemur Han- sen til læknisins aftur. Nú var það botnlanginn. — Það er hægast að gera við því. Við tökum hann, sagði lækn- irinn. Og Það gerði hann. Og enn einu sinni kom Hansen til læknisins. — Kæri læknir, segir hann, — ég þori varla að segja yður frá því, en nú hef ég svo afleitar kvalir í höfðinu. — Þetta herbergi hérna getum við notað sem barna- herbergi, sagði nýgifti lækn- irinn við konuna sína. Hann hafði lækningastofuna heima. — En við eigum engin börn ennþá. Svohljóðandi svar kom við auglýsingu um organista og söngkennara:. „Ég hef lesið um lausa stöðu fyrir organista og söngkennara, karl eða konu, og með því að ég hef verið hvort tveggja í mörg ár, leyfi ég mér að sækja um stöðuna.“ Sterkt nýtt vopn í baráttu yöar gegn tannskemmdum HIÐ NYIA * GIBBS FLUOR TANNKREM STYRKIR TENNUR YÐAR GEGN SYRUM OG VERÐUR AHRIFA VART INNAN 21 DAGS: Um leið og þér byrjið að bursta tennurnar með Gibbs Fluor tannkremi verði þær ónæmar fyrir skaðlegum áhrifum munnvatnssýranna. Allir vita að sýrur valda tannskemmdum. Gibbs Fluor tannkrem styrkir glerung tannanna og gefur þeim meira mótstöðuafl gegn skaðlegum sýrum. Eftir þrjár vikur fer að gæta áhrifanna og þá getið þér varið tennurnar betur en nokkru sinni fyrr. Hin leynilega Gibbs formúla sem styrkir glerung tannanna táknar stórkostlega framför á sviði tannvarna, þess vegna er Gibbs Fluor tannkrem sterkasta vopnið í baráttu yðar við tannskemmdum. Þess vegna ættuð þéf að byrja að nota Gibbs Fluor tannkrem strax í dag. Eftir 21. dags notkun Gibbs Fluor tannkrems, kvölds og morgna, hafa tennur yðar öðlast þann styrkleika, sem nauðsynlegur er gegn skaðlegum áhrifum sýranna. Hvernig Virkar Gibbs Fluor? Gibbs Fluor inniheldur efnasamsetningu sem hefur styrkjandi áhrif á glerung tannanna, sem nefnist “stannous fluoride”, sem ekki er hægt að nota í venjulegt tannkrem. Það þurfti fremmstu og reyndustu tannkremaframleiðendur Bretlands til að uppgötva formúlu þá, scm Gibbs Fluor tannkremið byggist á. Um leið og þér byrjið að nota Gibbs Fluor tannkrem virka efni þess á tvennan hátt, til að minnka upplausnarhættu glerung tannanna, svo bæði “stannous” og “fluoride” hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegná. Einfaldar reglur, sem tryggja heilbrigðar tennur Það eru tvœr grundvallarreglur, sem tryggja heilbrigðar tennur: (i) Burstið tennurnar reglulega tvisvar á dag. (2) Farið til tannlæknis tvisvar á ári. Munið að regluleg tannhreinsun er undirstaða heilbrigðra tanna og góms, hreins og fersks mgnns. Með því að bursta tennurnar vel fjarlagið þér mat, scm annars myndar skaðlegar sýrur. Burstið upp og niður, einnig bak við tennurnar, —verið vandvirk. Farið reglulega til tannlæknis, það sparar yður óþægindi og sársauka. Heilbrigðar tennur eru dýrmæt eign: þær auka gott heilsufar, vellíðan og fegurð. Hirðið því vel um tennur yðar. Látið fjölskyldu yðar byrja að nota Gibbs Fluor TANNKREM •]» X-GF 2/ 1CE-8Q4« 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.