Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 8
Iijjól iiiidír Iiílniiiii Skipakóngurinn gríski, Niarchos, er maður sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og lætur sér ekki bregða við voveiflega hluti. Eins og títt er um milljónara. skiptir hann um konur eins og aðrir skipta um hálsbindi, og nú er hann kvæntur í fjórða skiptið, að þessu sinni 24 ára gamalli dóttur Henry Fords yngra. En sagan er ekki nema hálf. Hjónin eyða hveitibrauðsdögunum á hóteli í Sviss, og framkoma eiginmannsins þar hefur vakið á honum allnokkra athygli. Svo er rriál með vexti, að í nágrenninu heldur sig næst- síðasta kona hans, hin undurfagra Eugenie Livanos, og myndi það undir venjuleguin kringumstæðum kosta óþægilegar augnagot- ur á förnum vegi. En um slíkt er ekki að ræða á þessum vígstöðvum, þvert á móti. Hann snæðir á matmálstímum með eiginkon- unni, en hleypur þess á milli á fjöll með þeirri fyrrverandi. Sú núverandi kann sem sé ekki á skíðum. Sagt er að hann leiði þær gjarna báðar við arm, þegar hann lætur sjá sig í veizluni hjá fyrirfólki. Því er ög haldið fram, að karlálftin hafi álíka gott samband við aðrar fyrrverandi eiginkonur sínar. FYRSTA ANDLIT Á SJÖNVARPSSKERMINUM WiIIiam Taynton er ekki sjór varpsstjarna. Hann er ekki einn af þeim, sem sjónvarpsnotendur hafa daglega fyrir augunum, en samt sem áður gegndi hann mikilvægu hlutverki í þróunarsögu þessa merkilega tækis. Það var í októbermánuði 1925, þegar William var 18 ára gamall skrifstofuþjónn. I herbergi við liliðina á honum vann John Logie Baird að nýrri uppfinn- ingu, sjónvarpinu. Dag nokkurn kom hann inn á skrifstofuna til Williams og bað hann að aðstoða sig augnablik. Honum var stillt upp frammi fyrir myndavél og nokkrum upptökuvélum, en uppfinningamaðurinn gekk sjálfur inn í annað herbergi. Skyndilega hrópaði hann upp yfir sig af gleði: — Það tókst, það tókst, og þrem mánuðum síðar sýndi John Logie Baird svö upp- götvun sína opinberlega. í síðustu viku sat William svo til borðs með ekkju Bairds í minningu um 40 ára afmæli þessa merka atburðar. Myndin er af William, þar sem hann situr í nýtízkulegu upptökuherbergi fyrir sjónvarp. Eiginkonan í heimsókn Trúlega er farið að falla á liana Marlene Dietrich, þó ekki sé langt síðan eitt af stærstu flugfélög- um heimsins notaði fæturna á henni í auglýsingaskyni og „amma gamla“ brást hin versta við. En það er farið að halla heldur undan fæti fyrir eiginmanni hcnnar, Rudolf nokkrum Siebert, sem hef- ur rekið hænsnabú í San Fernando dalnum í Kaliforníu öll þau ár, sem eiginkonan hefur verið á þveitingi um heiminn að kippa upp um sig pilsunum og syngja með hásri rödáu um hina frægu Lili Marlene. Það má kannski segja henni til nokkurs hróss, að hún hefur haldið stöðugu síma- sambandi við manninn um árabil, en ást í síma er kannski ekki alveg það, sem venjulegir cigin- menn óska sér af hjónabandinu. Rudolf er nú orðinn sjötugur að aldri og lá um daginn fyrir dauð- anum af þrá eftir sinni heittelsk- uðu. Hún brá sér í heimsókn og vinir þeirra önduðu Iéttara á eftir. Amma gamla var nefnilega betri en ekkert, og karlinn ér að hjarna við. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.