Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 9

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 9
f sumt Sikilcyskt siðferði Á Sikiley er siðferðið á svo háu stigi, að ótímabær missir meydóms er metinn til meiriháttar afbrota. Auminginn hún Francisca Viola hefur heldur betur fengið að kenna á þessu. Hrösun hennar var þó ekki nema að mjög tak- mörkuðu leyti henni að kenna, heldur skúrki nokkrum, sem lieitir Fillippo Melodia („Iag“legt nafn). Hann tók stúlkukindina nauðuga og gerði henni það, sem ekki verð- ur aftur tekið. Ekki var hann samt færður í fangelsi að morgni, svo sem sjálfsagt hefði verið, heldur var hann skikkaður til að kvænast dömunni gegn vilja sínum og hennar. Foreldrunum þótti sem hjúskaparmöguleikar dótt- urinnar hefðu verið stórlega skertir, og þó að stúlkan vildi ekkert með ofbeldismanninn hafa og berðist um á hæl og hnakka, var engin miskunn hjá Magnúsi. Til að koma vitinu fyrir barnið fóru foreldrarnir með hana á fund lögreglunnar og fengu þar hjálp til að koma hnapp- heldunni á hin sérstæðu hjónaleysi. Á annarri myndinni sjáum við Melodia fyrir lögregluréttinum í heimaþorpi hans á Sikiley, en á hinni er Viola að grátbiðja föður sinn um miskunn, sem hann þekkir ekki. Ekki alveg bloitk Að því er nýjustu fréttir herma, er Doris Day ríkasta leikkona í Hollywood. Sjóður hennar er talinn nema um 1200 milljónum íslcnzkra króna. Til samanburðar má geta þess, að álitið er að Frank Sinatra eigi ekki „nema“ 300 milljónir. Hins vegar er EIvis Presley sá, sem mest hefur grætt á kvikmyndastörfum, eða um 3600 milljónir íslenzkra króna, og mun það vera heimsmet. NÚ ER VANDALÍTIÐ AÐ VIÐHALDA UNGU ÚTLITI PG AUKA Á FEGURÐ SÍNA EINFALDLEGA MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA SNYRTIVÖRURNAR FRÁ: REYNIÐ ÞESSAR HEIMSFRÆGU GÆÐAVÖRUR DG SANN FÆRIZT UM ÁHRIFAMÁTT ÞEIRRA FÁST í FLESTUM LEIÐANDI SNYRTIVÖRUVERZLUNUM SIMYRTIVÖRUR HF. HEILDVERZLUN SIMI. 11020 - 11021 FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.