Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 30
ÍTALINN Nú vorctr. og þá fer í hönd gullvertíð ferðaskrif- stofa og hvers konar fólksflutningafyrirtœkja. íhinn fjölmenna hóp íslenzkra metorðastritara.semheim- sœkja útlönd í þeim tilgangi aðallega að geta sagzt hafa verið þar, slœðast á ári hverju allmarg- ar ungar (og eldri) stúlkur, sem œtla að finna œvintýri á rómanaskum stöðum. Ekkert er þess- um stúlkum nauðsynlegra en raunhœfar upplýs- ingar um, hvers þœr mega vœnta af rómantíkinni, þegar hún loks birtist þeim í líki innfœdds karl- manns, sem býður þeim út að kvöldlagi. Þessar upplýsingar sœkjum við til rithöfundarins Doris Lilly, sem skrifað hefur a. m. k. tvœr heilar bœkur um þessi efni, og fjallar önnur þeirra eingöngu UM ÁST í ÖÐRUM LÖNDUM Við fyrstu kynni ítalska karlmanninn muntu fyrst rekast á í forsal hótelsins, sem þú hefur ákveðið að gista í. Þarna munuð þið fá gullvægt tækifæri; þú til þess að kynna þér háttalag hans, og hann til að láta i ljós skoðun sína á yndisleik þínum. Flest gistihús Evrópu hafa sinn ákveðna fjölda af forsals-stólriddurum, en í forsölum ítalskra gistihúsa eru riddararnir svo að segja allir á reiki fram og aftur. „Amore,“ hvíslar riddarinn, um leið og hann strýkst fram hjá þér við afgreiðsluborðið. „Amore mio,“ „Divina,“ andvarpar annar farandriddari, reyrður í níðþröng jakkaföt. „Come bella.“ Og þannig heldur það áfram í lyftunni og inn eftir herbergjaganginum. En áður en þú kemst öll í uppnám yfir þeirri athygli, sem þú vekur, er þér betra að horfast í augu við þá kuldalegu staðreynd, að þeir meina ekkert með þessu. Þá langar jafnvel ekkert til að kynn- ast þér. Þeir eru bara að skoða. Eftirlætis innan- og utanhúss- íþrótt ítalans er eltingaleikurinn. Ef þú tekur hann frá hon- um með því að trúa gullhömrum hans eða jafnvel að gefa í skyn, að þú hafir heyrt þá, ertu búin að eyðileggja fyrir hon- um gamanið, jafnvel svo, að honum finnist dagurinn eyðilagð- ur. Yfir kokkteilnum Gistihúsbarinn er bezti staðurinn til að komast að því útúr- dúralaust, hve margir ókvæntir karlmenn séu í umferð og láta þá vita af því, að þú sért komin, svo að þeir geti farið að velta fyrir sér aðferðum til að kynnast þér. Ef til vill mun þér finnast það skrýtið í fyrstu, að enginn virðist setjast niður og varla nokkur drekka neitt. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður og snúast allar um peninga. Ef ítalinn sezt niður, er hann skyldugur til að panta eitthvað. Og tvö glös við barinn kosta jafnmikið og kvöldverður. Ennfremur vei'ður hann að fara úr frakkanum og skilja hann eftir í fatageymslunni. Endur- heimt frakkans hefur í för með sér fimm króna fjárútlát, sem er sama verð og á bolla af espresso eða pakka af ítölskum sígarettum. Það getur orðið heitt í barnum; en sannir borg- arar Via Veneto kjósa heldur að stikna lifandi en að fleygja peningum í fatageymslu. Við kvöldverðinn í Róm eru fleiri rómantískir matsölustaðir en sjoppur eru í New York. Þú skal því ekki bíta þig fasta í Passetto’s eða Capriccio’s; ef hann stingur upp á trattoria, segðu þá já. Trattoria á Ítalíu er það, sem Frakkar kalla bistro og Spán- verjar bodega; nema hvað á ítalíu er það sennilega betra. Þegar þangað kemur, skaltu láta ítalann þinn panta matinn, af þessum ástæðum: (1) Allur matur á Ítalíu er góður — ítalir hafa litlar mætur á vafasömum réttum eins og svölu- hreiðrum, soðnum heilum og steiktum slöngum. (2) Matur- inn er borinn fram, þegar hann er tilbúinn — þar er ekkert verið að bíða eftir, að signora sé búin með súpuna, áður en signore fær steikina — svo þér er betra að borða það sama og hann, ef þú vilt byrja og enda samtímis honum. (3) Hann pantar það, sem hann hefur efni á. Ef þú ert ekki sammála, gæti svo farið, að þú sætir eftir með reikninginn. Fram eftir nóttu Eftir kvöldverðinn ertu ein á báti með ítalanum þínum. Hann dansar þá við þig og heldur þér í slíku hryggspennu- taki, að brot virðist yfirvofandi. Svo ekur hann þér heim, eins og hann hafi í hyggju að drepa þig, og gegnir engu eða heyrir ekki köll þín um að „hægja á ferðinni!" sem drukkna í storm- hvini og hemlaískri. Loks mun hann kyssa þig, eins og þú værir síðasta konan á jörðunni, og ef þið tvö nytuð ekki þessarar nætur, myndi ykkur aldrei gefast nein önnur. Ef þú lætur sannfærast af þessum röksemdum, muntu komast að því, að ítalir eru svo glaðværir á morgnana, að það er næstum óþolandi. Og allt til æviloka Italinn kann jafnvel að vilja kvænast þér. Ef hann gerir það, mun hann halda fram hjá þér, en sjaldan verða afbrýði- samur, þar sem hann stendur í þeirri öruggu trú, að hann sé 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.