Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 6
Fálkinn 14. TÖLUBLAÐ — 18. APRÍL 1966. E F IM I SVARTHÖFÐI SEGIR — PÓSTHÖLF 1411 .... 6—7 ALLT OG SUMT ........................... 8— 9 FYRIRBURÐIR, grein og myndir um sérstætt nú- tímafyrirbrigði ...................... 10—13 GEÐRAUNIR OG GEÐRÓT, bókarkafli um geð- veiklun .............................. 13—15 HIÐ LJÚFA RÍKISLEYNDARMÁL, dóttir Banda- ríkjaforseta er ástfangin ............ 16—17 MÓNÓDRAMA ER HEILL HEIMUR f EINNI MANNESKJU. Steinunn S. Briem ræðir við Steingerði Guðmundsdóttur ............ 18—21 LÍF OG HEILSA, BLÓÐFLOKKAR OG BLÓÐ- SKIPTI, eftir Ófeig J. Ófeigsson, lækni... 21 HÖNDIN STYRKA, mónódrama eftir Steingerði Guðmundsdóttur ........................... 22 LJÓSMYNDASAMKEPPNI ......................... 23 ARFUR ÁN ERFINGJA, ný framhaldssaga eftir Eric Ambler .......................... 24—25 FRÁ MÁLAFERLUM TIL MÓGRAFAR, frásögu- þáttur frá 16. öld, eftir Þorstein frá Hamri .... 26—27 f SVIÐSLJÓSINU .......................... 28—29 ÁST f ÝMSUM LÖNDUM, grein................ 30—31 ÉG ER SAKLAUS, framhaldssaga eftir Astrid Estberg .............................. 32—34 STJÖRNUSPÁ ................................. 35 BARNASÍÐAN ............................... 47 ORÐ AF ORÐI — ASTRÓ ........................ 49 KVENÞJÓÐIN .............................. 48—49 FORSÍÐA: Teikning: Gísli J. Ástþórsson. AthYglisverSasta efnið í nœsta blaSi er líklega irásögn í máli og nryndum af skemmtanalífi ungs fólks í Reykjavík eftir Benedikt Viggósson. Enn fremur birtist viStal vi3 hinn unga leikmyndamálara og höfund, Birgi Engilberts, en leikrit eftir hann ver3ur bráSlega frumsýnt í Lind- arbœ. Þá höfum vi5 grein um hund sem hefur lœrt a3 skrifa á ritvél eftir fyrirsögn. Grein verður um kvikmyndaleikarann Charlton Heston og önnur um höfund bók- arinnar „Njósnarinn sem kom inn úr kuld- anum". Ekki er allt þar meS búiS því a8 þa3 er meiningin a3 sýna vortízkuna frá París, segja sögu um þýzkan kvennaflag- ara sem viS köllum „Rósariddarann”. Og svo má ekki gleyma föstu þáttunum eins og „Svarthöfði segir” og „Líf og heilsa” Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson (áb.). BlatSamaSur: Steinunn S. Briem. Ljúsmyndari og útlitsteiknari: Rúnar Gunnarsson. Fram- kvœmdastjúri: Hrafn Þórisson. .Aunlýsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Dreifing: Kristján Arngrimsson. tjtgef.: Vikublaöin Fálkinn h.f. ASsetur: Ritstjðrn, afgreiSsla og augljjsingar: Grettisgötu 8, Reykjavik, Simar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. — VerB i lausa- sölu 30,00 kr. Áskrift kostar 90,00 kr. á mánuöi, á ári 1080,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiöjan h.f. Prentun megln- máls: Prentsmiöja Þjóöviljans. Myndamót: Myndamót h.f. Stofnfundur í Lídó STOFNFUNDUR Alþýðubandalagsins í Lídó á dögunum er mjög athyglisverður atburður í stjórnmálalífinu, einkum þegar það er haft í huga að stutt er til borgarstjórnarkosninga. Að vísu er hér um tæknipólitík að ræða í sinni gleggstu mynd, þar sem mönnum liggur annars vegar á hjarta að losa sig við gamla kommúnista, og yngri kommúnistar vilja fá sér ný spariföt. Þegar auðséð var að stofnfundurinn vildi ekki fá kommúnistafélagið í heilu lagi inn í hin formlegu samtök, gengu fimmtíu rauðliðar af fundi. Þeir sem eftir sátu böggl- uðust síðan við það fram eftir nóttu að semja erfiljóðin um skipulegan kommúnistaflokk á íslandi. Kommúnistaflokkn- um hefur oft verið kennt um illfarir hér á landi. Þar hafa að sjálfsögðu staðið fremstir í flokki þeir stjórnmálaforingjar, sem jafnan spiluðu á hann eins og lútuna sína, og beittu honum eins og böðli á andstæðingana. Þannig hafa allir flokk- ar átt það sameiginlegt að kenna hvor öðrum um „komma- dekur“, og allir hafa nokkuð rétt fyrir sér í því efni. En nú er þeirri sögu að ljúka. í deiglunni eru vinstri samtök, sem geta orðið voldug á næstu árum, ef heppnin er með. Þótt ekki ætlaði að blása byrlega með samkomulag á stofnfundin- um og menn hefðu mjög deildar meiningar um inntökureglur, bjargaði sú heppni samtökunum, að gamall verkalýðsforingi hóf upp raust sína með tóbakspontuna í annarri hendi og snýtuklútinn í hinni, og bað menn að lægja öldurnar og lofa fólkinu að ráða þessu. Þetta var heppni númer eitt, því enginn var nógu fávís í pólitík á þessum stað til að láta sig dreyma um svona lausnarorð. Gamlar hetjur hverfa STOFNFUNDURINN í Lídó boðar m. a., að Einar Olgeirsson muni ekki sjást á þingi meir, þegar þessu kjörtímabili lýkur. Eftirmælið um hann verður á þá lund, að hann hafi gleypt hrá slagorð Komintern um baráttu gegn auðvaldi og beitt þeim í landi, þar sem menn áttu í mesta lagi bárujárns- kofa. Síðan hefur honum haldizt uppi að tala annarlegum tuneum. Þessi grátkona á Alþingi hefur sjaldan miðað mál- ■Önug og skapvond Kæri Fálki, Ég held að það sé eitthvað alvarlegt að mér, ég er orðin önug og skapvond og rýk upp út af engu. Áður var ég alltaf I góðu skapi, leiddi allt rifrildi hjá mér. Ég á góðan og elsku- legan eiginmann sem allt vill fyrir mig gera, en það er sama, skapvonzkan brýzt alltaf út. Hvað á ég að gera? Heldurðu að það geti verið að ég hafi fengið ofnæmi fyrir manninum mínum? Svar: Sumum bréjum veit maSur ekki hvort œtti aO svara í gamni eSa alvöru. Ef hugtir ,*■ fylgir máli í þessari fyrirspurn þá áttu sennilega við það að þér finnist maðurinn þinn fara í taugarnar á þér, eins og kall- að er, og þú skilur að það er ekki manninum þínum að kenna, heldur sjálfri þér. Skap- vonzka og önuglyndi á til að safnast fyrir í manni, og svo finnur maður sér eitthvert til- efni til að vera önugur út af. Hin raunverulega ástæða er eitthvert sálrœnt öngþveiti, óánœgja með sjálfan sig, sem er að verki í undirvitundinni, og það þarf ekki að vera neitt samband á milli þess og til- efnisins sem maður finnur sér, og þannig kemur þetta lielzt niður á þeim sem maður hefur mikið saman við að sælda og er ekki sama um. Þú værir 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.