Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 28

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 28
wm LJÚSINU ☆ BE;,£DIK1 viggósson skrifar fyrir unga fólkið ☆ HVAfl SEGJA MU UM HLJÚMAPLflTUM ? Gerður Guðmunds- dóttir stjórnandi þáttarins lög unga fólksins Einar Júlíusson söngvari með Pónik Það sem háir Hljómum, er það, að þeir hafa ekki nógu skýran textaframburð, og er það eina lýtið á flutningi þessara tveggja laga, „Once“ og ,;Memory“. Þó var fjögurra laga platan enn verri að þessu leyti Þeim liggur ekki hátt rómur piltunum, en þeir syngja ágætlega, þess vegna ætti þeim að vera kappsmál að temja sér skýrari framburð. „Once“ er svona þokkalegt, en það fer ekki milli mála, að „Memory“ er eitt af þessum fallegu lögum, sem maður fer ósjálfrátt að raula eftir að hafa heyrt það einu sinni, og það stendur mörgum erlendum lögum fyllilega á sporði. Þessi þriðja hljómplata Hljóma er mjög góð. Að vísu mætti söngurinn vera betri, en undirleikurinn er eins og bezt gerist hér á landi. Það hefur verið talað um, að það sé ekki heppilegt að nota erlenda texta á íslenzkri hljómplötu. En mín reynsla er sú, að ensku textarnir fari betur í munni, og enginn vafi er á því, að það er erfiðara að túlka lög með íslenzkum texta, þó að það sé auðvitað bezt að halda sér við móðurmálið. En hvað um það. Ég vona, að þessi plata eigi eftir að vera góð söluplata, og Hljómum óska ég alls hins bezta Anna Vilhjálms söngkona meft hljómsveit IVIagnúsat Ingimars- sonar Asgeir Guðmundsson hljómsveitarstjóri Dumbó sextetts Strákunum hefur farið fram, á þvi er enginn vafi, bæði hvað söng og undirleik snertir „Memory“ er einstaklega fallegt lag og textinn er haglega gerður. Það er að sjálfsögðu ekki til fyrirmyndar, þegar íslenzk hljómsveit syngur lag inn á hljómplötu með enskum texta. En í þetta sinn er það afsakaniegt á þeim forsendum að platan er gefin út með það i huga. að hún nái vinsældum er- lendis. og eftir að hafa hlustað á plötuna, þá finnst mér ekkert því til fyrirstöðu. En vegurinn til vinsælda í hinum stóra heimi er þröngur og ekki auðrataður „Memory”, titillag plötunnar er einkar gott eins og önnur lög eftir gítarsnillinginn Gunnar Þórðarson. Útsetningin er frábær og nýstárleg að þvi leyti, að þarna má heyra í trompett- um, en þeir gefa laginu tvímælalaust skemmtilegri blæ Hljóðritunin ber þess glöggt vitni. að hún hafi farið fram erlendis. Svona nokkuð er ekki hægt að gera hér heima — því miður. Platan er í heild vel úr garði gerð og Hljómum til sóma, og það er ósk mín, að þeir haldi áfram á þessari braut. »•••••••••••• 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.