Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 22
HÖNDIN STYRKA (Gömul kona situr við glugga í hlýlegri stofu. Klukka slær sex högg). HVAÐ er þetta — mér hef- ur runnið í brjóst. Bókin mín — hvar er bókin? — Og gler- augun? — Nú jæja — þau sitja þá á sínu néfi. En bók- in? — Ó — hún hefur oltið á gólfið. — Æi — ósköp er maður orðinn stirður — hætt- ur að geta beygt sig nema með harmkvælum. — Ja-hérna, verði mér aldrei verra við! — Ég sá yður ekki. — Það er orðið skuggsýnt hér inni — blómin min blessuð draga úr birt- unni. — Gott kvöld — vildi ég sagt hafa. — Jú, sei, sei, ég get vel staðið upp — ekki er ég nú vön að taka sitjandi á móti gestum — svona, leyfið mér að standa upp. — Nú jæja, jæja, þá, þakka yður fyrir — gjörið svo vel að fá yður sæti — stóllinn þarna hinum megin við borð- ið er þægilegastur — gjörið svo vel — látið fara vel um yður. Heyrnin er farin að sljóvgast og þá vil ég að fólk sé mér sem næst. — Afsakið — ég greindi ekki rétt vel nafnið — hver er maðurinn? — Já, ójá, rétt er það — gamall vinur — ég kannaðist strax við svipinn — en það er orðið hálfrókkið — ég held ég kveiki á lampanum. — Þá sé ég yður betur — ég kann alltaf bezt við að hafa nóg ljós. — — Nú, jæja, ef yður þykir eitthvað notalegra að við röbbum saman í rökkrinu — þá gerum við það. — Ljósa- skiptin eru farin að lengjast — það held ég — það líður að langdegi. Segið mér — er nægilega hlýtt hér inni? Það fer um mig hrollur. — Jæja, það er þá bara ellin. — Þér hafið sótt að mér, góði maður, ég á það að vísu til að smádotta svona annað veifið — en nú hef ég vist sofið æði lengi — það var há-dagur siðast þegar ég man. Æi já, ellimörk eru þetta allt saman — heyrn og sjón að gefa sig, lífsþróttur- inn þverr — annars finn ég lítinn mun á mér, oft finnst mér ég vera ung — ung og sterk, eins og áður fyrr — heilsan er þetta sviþuð, nema hvað maður er burðarminni. — Ójú, sjötíu og átta eru þau orðin, blessuð árin mín. — Nú, hvað ætti ég annað að segja? Blessuð hafa þau verið, þrátt fyrir allt og allt. Ber ekki að þakka erfið- leika sem velgengni? — Jú, að vísu, en sjáið þér til, ég lit svo á, að ef guð leggur mann í raunir, þá treystir hann því jafnframt, að maður eigi andlegt þrek til að bera þær — og bera þær möglunarlaust — með hans hjálp. — Sorgin? — Ójú, ekki hef ég farið varhluta af henni, hún hefur kvatt hér dyra — sveigt hefur hún — en aldrei brotið. — Nei, dauðinn er ekki verstur — þó sár sé. — — Hvers vegna brosið þér, maður minn? — Jæja, slepp- um því. — Þér? Þér þekktuð þá báða, manninn minn og einka- soninn? Það var ánægjulegt — mjög ánægjulegt. Æi, ég er svo gleymin á nöfn — nei, það skiptir ekki máli — ég einhvern veginn þekkti strax andlitið — kannaðist við það — þessar hreinu, skörpu lín- ur — heiðríkt, fölt ennið — ójá, það held ég. Já, ég hef nú verið ein í meira en — látum okkur sjá. — —Já, ja-há, alveg rétt. Þér hafið fylgzt vel með okkur. Það eru rétt þrjátíu ár síðan drengurinn hvarf — og þá hafði faðir hans legið í sinni votu gröf í — í — — Já, rétt er það, í tíu ár. Hvað þér munið þetta allt rétt. — Nei, dauðinn er ekki verstur. Ef ég væri viss um að Denni minn hefði dá- ið, þá hefði allt orðið mér léttara — en þessi nagandi óvissa. — Þessi bið milli von- ar og ótta murkar úr manni lífið. — Dáinn? Hvernig vitið þér það? — Góði maður, það hefur aldrei neitt til drengs- ins spurzt. — Já, það var nú það — hann vildi ólmur í siglingar — enda ungur — ungur og ör — lífsþyrstur eins og oft er um bráðþroska æskumenn. Þeir finna eldinn í æðum sér — og þá er að brenna — leggja ástriðurnar á stóna — og brenna, brenna, en bálið það hefur banað mörgum vöskum dreng sem ekki kunni sér hóf — þeir hafa farizt í eigin eldi um aldur fram — átt svo við öskuna að búa — lifandi dauðir. — En hvað um það — ólgan er ungvið- inu eðlileg — og þannig á það að vera. Annars er mér það vel Ijóst, að móðuraugun, þó glámskyggn séu, blindast af tárum, sorgar — eða gleði. Móðir notar sjaldan sama kvarða á sín börn sem ann- arra. — Ýmist of mild — eða of hörð — það held ég. — En finnst yður það ekki dá- lítið undarleg ráðstöfun ör- laganornanna, að ræna mig, svona hvoru eftir annað — ör- yggi og yndi lífsins? — Oft hef ég um það hugsað — leit- að ástæðunnar innra með sjálfri mér — og þó mér hafi ekki tekizt að finna fullnægj- andi svar, veit ég að þar — í sálartetrinu mínu — hlýtur orsökin að liggja. En ég má ekki kvarta. Tugþúsundir mæðra glötuðu sonum sínum í síðustu heimsstyrjöld — svo ekki sé lengra farið — en þeir drengir börðust fyrir frelsi — fyrir stórri hugsjón. Það er — er þó huggun — finnst mér. — Satt er það — enginn má sköpum renna. — — Nei, guð hjálpi mér, því má ég ekki gleyma. — Denni unni mér sannarlega — á sinn hátt, blessaður drengurinn. Nútímamenn kasta ekki til- finningunum utan á sig. — Þessir ungu drengir vilja all- ir vera hetjur — stríðshetj- ur á orrustuvelli afrekanna. Þeim nægir ekkert minna — og þá er ekki tími til að staldra við og hlusta — eða hafa gætur á smámunum eins og sálarlifi annarra. Nær- gætni og tillitssemi láta svo ósköp litið yfir sér. — Mark- miðið er annað — stórbrotn- ara. Enda eru þessir ungu menn ekki aldir upp við bjarmann frá lítilli kolu — kyrrð og kvæðalestur. Þeir hafa ekki andað að sér ilmi jarðar, blóma og bjarka — kaupstaðadrengirnir. Heims- ljósin tindra skærar í hug- skoti þeirra en kvöldstjarnan á dimmblárri hvelfingu him- insins. Þeim liggur svo á — liggur svo ósköp mikið á. — Um ósýnilega heiminn? Ójú, ekki get ég neitað þvi, hálfur er nú hugur minn orð inn að baki þeim himni sem stjörnurnar prýða — og vel hygg ég til heimfararinnar. — En samt er það nú svo — æi, nei, þetta kemur mér einni við — ekki get ég farið að þreyta yður á hugarvili mínu. — Yður? —Ójú, ég get svo sem trúað yður fyrir því: Það er í mér uggur. — — Já, vitaskuld geri ég það. Ég trúi á annað líf — bjartara og betra — mér þykja öll rök hníga í þá átb ina að allt líf leiti sins upp runa, lifsþróunin sé stað- reynd — en það er hið óþekkta — og þetta — þetta. — — Já, einmitt, einmitt það — að vera ein — eiga alein að ganga í gegnum hliðið mikla — inn í óþekktan heim — ein og óstudd. — Ekki það? Ekki óstudd? — Nei, ekki þegar yfir landa- mærin kemur — en ég hef þá óbifanlegu trú — að skrefið verði ég ein að stiga — ó- studd. — Já, það er nú einmitt Framh. á bls. 38. 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.