Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 25
um, hurfu skyndilega, og í stað þeirra kom oskiljarileg Íausnartirfinning og áhyggjuleysi . . . Hesturinn hrasaði í snjóskafli og hann kippti í beizlið. Helmingur liðsforingjanna var« fallinn, og honum hafði verið falin forusta hermanna- flokks úti á fylkingararminum. Hann hafði fyrir- mæli um að halda sig vel til hliðar, fjarri vegin- um, og um skeið hafði það verið nógu auðvelt. En nú voru þeir komnir út úr skóginum, og djúpur snjórinn gerði þeim erfitt fyrir. Nokkrir riddaraliðsmenn aftarlega í flokknum höfðu þegar farið af baki og teymdu hesta sína. Ef hann neyddist til að fara að dæmi þeirra, myndi hann ef til vill ekki hafa krafta til að komast í hnakkinn aftur. Hann velti þessu fyrir sér nokkra stund. Eftir tveggja daga örvæntingarfulla bardaga var ekki mikil hætta á árásum franskra riddaraliðssveita. Varzla hans á hinum hörfandi fylk- ingararmi var þess vegna nánast aðeins formsatriði, Það var tilgangslaust að leggja sig í hættu af þeim sökum. Hann gaf stutta fyrirskipun og fylkingin fór að beygja inn í skóg- inn aftur, í átt til vegarins. Hann kveið því engu, að uppvíst yrði um óhlýðni hans við gefin fyrirmæli, en ef svo ólíklega vildi til, myndi hann einfaldlega segja, að hann hefði villzt. Honum yrði varla refsað stranglega1 fyrir að hafa brugðizt liðsforingjaskyldunni. Hvernig sem það færi, voru mikilvægari atriði sem hann þurfti að taka til greina. í fyrsta lagi reið á að útvega matvæli. Sjálfur átti hann nokkrar frosnar kartöflur í hnakktöskunni, en hversu lengi myndu þær endast? Hann fann þegar hvernig kuldinn nísti hann að beini. Ekki yrði um margar klukkustundir að ræða, áður en hita- sóttin og þreytan yfirbuguðu hann. Hann kreppti ósjálfrátt hnén að hnakknum. og á sama augnabliki fékk hann hug- myndina. Hesturinn hafði styggzt ofurlítið við hreyfingu hans. Hann laut áfram og klappaði skepnunni á makkann. Hann brosti ánægjulega, þegar hesturinn hélt aftur rólegur áfram. Þegar fylkingin kom að veginum, hafði hann fullgert áætlun sína. Næstu nótt yfirgaf hann flokkinn undir því yfirskyni, að hann þyrfti að sækja riddaraliðsmann, sem helzt hefði úr lest- inni. og reið suður á bóginn í átt til Lotzen. Áður en dagur, rann. var hann kominn suður fyrir borgina. Hann var einnig að niðurlotum kominn. Gangan frá Eylau til þess staðar þar sem hann hafði strokið, hafði verið nógu slæm Förin yfir hjarnbreiðurnar hefði verið fullkomin þrek- raun, jafnvei ósærðum manni. Nú voru verkirnir í handleggn- um stundum nærri óþolandi, og hann hríðskalf svo af hita- sótt og kulda, að hann gat með naumindum haldið sér upp- réttum i hnakknum. Honum var ljóst, að ef hann fyndi ekki bráð’ega húsaskjól, myndi hann farast. Hann stöðvaði hestinn og rétti sig upp með gífurlegri áreynslu, til þess að litast um. Langt í fjarska til vinstri handar, handan við ísilagt vatn grillti hann í hús. Hann leit betur í kringum sig; gat hann ger.t sér vonir um, að finna annað nær? Nei — hann sá ekkert. Vondaufur knúði hann hestinn áfram í átt að hinu skuggalega, lágreista húsi lan"t i burtu. í sama bili sá hann reykinn. Hann liðaðist upp frá þaki hússins í mjóum taumi, og auenabliki síðar var hann horfinn aftur. En hann var í engum vafa um, hvað hann hefði séð Þetta var móreykur — það þýddi fólk og nýja von fyrir hann. Hann knúði hest sinn sporum. Það tók hann klukkustund að komast til hússins. Þegar hann nálgaðist, sá hann, að þetta var hrörlegt og* niðurnítt býli Þar var aðeins ein löng, lágreist timburbygging, með hlöðu í öðrum endanum og íveruhús í hinum, tómur fjárkofi og ónýtur vinnuvagn, hálfur á kafi í snjó. Ekkert annað. Engar eftirlegur frá nautpeningi sáust á nýföllnum snjónum, ekkert garg í alifuglum. Að undanskildum lágum þyt vinds- ins, var þögnin algjör. Rússarnir höfðu látið greipar sópa. Hann lét beizlistauminn renna úr höndum sér og hesturinn hristi sig. Hringlið í mélunum lét mjög hátt í eyrum hans. Hann leit í flýti til dyranna — og beið. En ekkert hljóð heyrðist að innan. Dyrnar voru lokaðar sem fyrr. Hermanns- eðli hans bauð honum að lemja á dyrnar með byssuskeftt sínu og kalla til þeirra, sem inni voru að koma út eða verða skotin ella. En hann sá sig um hönd. Byssan gæti alltaf komið að notum — fyrst ætlaði hann að reyna með góðu, eins og hann hafði ráðgert. Hann reyndi að hrópa „Hó“ en árang- urinn varð ekki stórum meira en hálfkæfður ekki. Það niðaði fyrir eyrum hans, og honum fannst hann ætla að detta af hestinum. Hann lét aftur augun og barðist gegn þessari hryllilegu tilfinningu. Þegar hann lauk þeim upp aftur, sá hann dyrnar opnast hægt. Konan, sem stóð í dyragættinni og horfði á hann, var svo tærð af hungri, að erfitt var að geta sér til um aldur hennar. Ef ekki hefðu verið flétturnar, hefði varla verið hægt að sjá, að þetta var kona. Tötraleg og fyrirferðarmikil sveita- fötin gerðu hana með öllu ólögulega, og fætur hennar og fót- leggir voru vafin strigadruslum, eins og á karlmanni. Hún hafði starað á hann sljóum augum. Því næst sagði hún eitt- hvað á pólsku og sneri sér við til að fara inn. Hann hallaði sér fram og sagði: „Ég er prússneskur hermaður. Við höfum verið i bardaga. Rússarnir eru sigraðir.“ Hann talaði eins og hann væri að tilkynna sigur. Hún nam staðar og leit aftur upp. Innfallin augu hennar voru alveg sviplaus. Sú kynlega hugsun flögraði að honum, að þau myndu ekkert breytast, þótt hann reiddi til höggs og berði hana niður. „Hverjir eru hér fleiri?“ spurði hann. Varir hennar bærðust, og í þetta skipti mælti hún á þýzku. „Faðir minn. Hann var ekki nógu sterkur til að flýja með nágrönnunum. Hvað vilt þú hingað?“ „Hvað gengur að honum?“ „Hann er tæringarveikur.“ „Ó!“ Hefði það'verið drepsóttin, myndi hann hafa kosið dauðann í snjónum fremur en að vera um kyrrt. „Hvað vilt þú hingað?“ endurtók hún í stað þess að svara, losaði hann um sylgjuna á skikkju sinni og fletti henni frá sér til þess að hún gæti séð særða handlegginn. ,,Ég þarfnast húsaskjóls og hvíldar,“ sagði hann. „Og matar, þangað til handleggurinn á mér er gróinn.“ Augnatillit hennar færðist af blóði drifnum hermannafrakka hans að byssunni og þaðan á úttroðna hnakktöskuna undir henni. Hann gat sér þess til að hún myndi vera að yfirvega, hvort hún hefði krafta til að ná byssunni og drepa hann. Hann greip um skeft- ið, og augu þeirra mættust aftur. „Hér er enginn matur,“ sagði hún. „Ég hef nógan mat — nóg til að gefa þeim. sem vilja hjálpa mér.“ Hún starði á hann. Hann kinkaði kolli sefandi, hélt þéttings- taki um byssuna, lyfti öðrum fætinum yfir hnakkinn og lét sig renna niður á jörðina. Þegar fætur hans námu við iörðu, létu þeir undan þunga hans, og hann hneig niður i snjóinn. Lamandi sársauki frá handleggnum fór eins og eldur nm líkama hans. Hann æpti hástöfum og lá dálitla stund kvrr, án þess að geta hreyft sig. Að lokum tókst honum bó að staulast á fætur, enn með byssuna í hendinni, en altekinn af svima og ógleði. Konan hafði ekkert reynt að hjálpa honum. Hann vtti henni til hliðar og gekk inn. Hann litaðist um með varúð. Ljósbjarmann frá dyragætt- inni lagði í gegnum móreykinn svo grillti í óvandað trérúm með haug af tuskum. Þaðan heyrðist kjökurhljóð. Á frum- Framh. á bls. 41 Hörkusnennandi framhaldssaga um miHiónaarf sem yfir 8000 manns höfðu gert kröfu um. Hver var rétti erf- inginn? Leyndardómsfullir hlutir koma í Ijós, ljósmyndum hefur verið brennt, athugasemdir með dulmálsletri, og hvað um fallhlífarhermanninn sem hvergi var finnanlegur? FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.