Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 31
bezti elskhugi í heimi. Sýnir þú aftur á móti af þér eitthvert hverflyndi, mun hann ekki atyrða þig, heldur blátt áfram læsa þig inni, þegar hann fer í könnunarleiðangra sína. EN GLENDIN GURINN Við fyrstu kynni Englendingurinn lifir í skipulögðum heimi, þar sem enginn (að þér meðtaldri) er fallegur, gáfaður, menntaður, góður né á nokkurn hátt málum mælandi, fyrr en vegabréf hans hefur verið skoðað. Til þess að ná reynsluprófinu, ættirðu að fylgja þessum þrem reglum: Vertu hnyttin í tilsvörum um allt milli himins og jarðar. Talaðu ensku eins og ekkert annað tungu- mál sé til. Berðu nöfn útlendra staða og manna fram á eins breið-enskan hátt og þér er unnt. Og ef þú ert í vafa um eitt- hvað, vertu þá móti því. Af einhverjum ástæðum vekur þetta traust Englendingsins á þér, og þegar það er fengið, er hann reiðubúinn að hefja viðkynningu við þig. Yfir kokkteilnum Ef þú hefur ekki karlmannsfylgd í enska kokkteilveizlu, þá farðu ekki — þú kynnist engum þar. Englendingurinn ályktar, sjálfum sér samkvæmur, að boð séu fyrir fólk, sem þegar þekkist, og þar sem hann hefur enga löngun til að hitta ókunnuga, gerir hann ekki ráð fyrir, að aðrir hafi það heldur. Jafnvel þótt þú sért í fylgd með herra, skaltu ekki búast við neinu dekri. Ef þér er boðið klukkan fimm, er ætlazt til, að þú komir klukkan fimm, drekkir eitt glas, borðir eina eða tvær kartöflu-„chips“ eða kexköku, og farir. Láttu þér ekki bregða, þótt riddarinn þinn leggi til, að þið hittizt í boðinu eða á veitingahúsinu. Enskur hroki og Lundúnaumferðin í sameiningu gera „sækjum og sendum“ þjónustu að lúxus, sem veitist konunglegum gestum einum. Við kvöldverðinn Enda þótt Englendingurinn sé tiltölulega áhugalaus um kokkteilboð, tekur hann kvöldverðinn mjög hátíðlega. Hann er samkvæmislegur hápunktur dagsins, og herrann mun taka vel til matar sins, drekka mikið vín, tala mikið og veita þér óskipta athygli — allt í sömu andránni. Hinn þráláti orðróm- ur um, að enskur matur sé hræðilegur, verður fljótlega kveð- inn niður með einni slíkri máltíð á hvaða sæmilegu Lundúna- matsöluhúsi sem er. Að sönnu flýtur ekki maturinn í krydd- uðum sósum, eins og hjá Frökkum; en ferskur humarinn, ferskt grænmeti, fersk jarðarber og ferskur Devonshire rjóm- inn eru afbragð. Þó kemur ekki til mála að hafa orð á því — slíkt myndi rugla Englendinginn. Ef þú þarft endilega að segja eitthvað, ljúktu þá hraustlega af diskinum og viðhafðu orð um það, hve maturinn hafi verið leiðinlegur. Af þessu tekst honum einhvern veginn að draga þá ályktun, (1) að þér hafi þótt maturinn góður og (2) að þú sért ágæt. Fram eftir nóttu Eftir kvöldverðinn fer Englendingurinn með þig út að dansa. Hann mun dansa vel og kurteislega án þess að halda þér í járngreipum, og tal hans verður ekki rómantískt. „Síðast þegar ég var hérna,“ tautar hann ef til vill í eyra þér, „var þegar sprengjurnar lentu á húsinu. Ég var að fá hælsæri. Skrambans uppákoma." Síðar mun hann svo aka þér heim án þess svo mikið sem muldra í hálfum hljóðum eina einustu formælingu yfir hinni ólýsanlega gífurlegu umferð Lundúna- borgar, — enskir ökusiðir eru hinir kurteisustu í heimi. Við útidyrnar hjá þér mun hann ef til vill — og ef til vill ekki — kyssa þig. Geri hann það ekki, skaltu samt ekki taka það óstinnt upp — það stafar eingöngu af óbeit hans á að flagga tilfinningum í hversu smávægilegum mæli sem er. Ef þú á hinn bóginn hefur einhvern veginn megnað að kveikja dauflega glóð í kuldadjúpum hins enska hjarta, verð- ur þurrlegur, bragðlaus koss allt, sem þú hefur upp úr krafs- inu, eitthvað í áttina við að kyssa General Motors. Og allt til æviloka Það er ekki algjörlega loku fyrir það skotið, að Englend- ingurinn þinn muni, í fyllingu tímans, bjóða þér eiginorð, eft- ir að hafa kynnt sér skýrslu hagstofunnar rækilega fyrst. (Þvi hefur með réttu verið haldið fram, að Englendingur kvænist ekki til fjár, en ást hans getur vaknað, þar sem peningar eru annars vegar). Ef hann biður þín og þú tekur honum. geturðu reitt þig á, að hann mun verða enskari með hverju árinu, sem líður. Hann mun draga sig út úr samneyti við almúgann í æ ríkara mæli. Hreykinn af hinum þrönga kunningjahring, verð- ur hann sífellt háværari í dómum og íhaldssamari í háttum. þar til yfir lýkur og hann flyzt í allra helgasta einkabústað- inn, grafhýsið. Hann mun sýna þér ómetanlegan heiður með því að leyfa þér aðgang að því. SPÁNVERJINN Við fyrstu kynni Til þess að skilja Spánverjann, þarftu fyrst að fá skilning á landi hans. Landfræðilega séð má vera, að Spánn tilhevri Evrópu, en í andanum er hann skyldari Afríku. í einangrun sinni og stærilæti er Spánverjinn tortrygginn gagnvart að- komumönnum, afskiptalaus svo til vandræða horfir og tekur skjalli með varúð. Reyndu aldrei að gefa honum neitt, því þá móðgast hann. Láttu hann heldur gefa þér eitthvað, og þá mun hann dá þig af öllu hjarta. Gagnstætt Don Juan kenn- ingunni er Spánverjinn ekki kvennaflagari af lífi og sál held- ur rómantískt skáld — og gætinn þó. Yfir kokkteilnum Kokkteilstundin í Madrid hefst um tíu-leytið á kvöldin, þegar öllum hefur gefizt tími til að endurnýja krafta sína eftir nautaatið. Spánverjinn elskar nautaatið sitt, hefur yndi af að drekka hvað sem er, svo framarlega sem það er sterkt: en langmesta gamanið hefur hann af að sýna sig með nýrri, útlendri stúlku við kokkteildrykkjuna. Það er áhrifaríkt augnablik, þegar þú heldur innreið þína í vínstúku með Spán- verjann þinn við hlið. Þá standa tugir svartra augna á stilk- um. Munnar lokast í miðjum setningum. Glös stöðvast á lofti; ef ekki væri lágt hringlið í ísmolunum, myndi algjör og lotn- ingarfull þögn ríkja um stund. Allt saman í hæsta máta örv- andi — þangað til næsti Spánverji með nýja, útlenda stúiku gengur inn í vínbarinn við nákvæmlega sömu fjálglegu und- irtektir. Við kvöldver'ðinn Spánverjinn hefur lítinn áhuga á mat, nema að því leyti, sem maturinn hjálpar honum að viðhalda drykkjuvenjum sín- um. Einhvern tíma kringum miðnætti, þegar þú ert að verða aðframkomin af hungri, fer hann með þig á hrörlega veitinga- stofu, sem minnir á leiksvið úr gamalli Warner Baxter kvik- mynd, með víðáttumiklum skrúðgarði, veröndum og patíóum. Og enn færðu ekkert að borða. Hann mun játa þér ást sína, enda þótt hún sé engin, kyssa á hönd þína, biðja um meira vín, kyssa aftur á hönd þína. Og þá fyrst, er þessum forleik er lokið, pantar hann handa þér ljúffenga paella og spergil, svo stóran og safaríkan, að hann getur hvergi hafa vaxið nema í einkagarði einhvers tröllaukins Mára. Þegar smálækur af heitu smjöri hefur læðzt upp eftir handleggnum á þér, kyssir hann á hönd þér enn á ný og sýnir þér réttu aðferðina við að halda á spergilklemmunni. í ábæti fáið þið að líkindum ost, gróft brauð og ávexti fljótandi á ís. Og máltíðina á enda mun hann án afláts drekka vino tinto, þykkt, dökkrautt vín, sterkt eins og gin. Fram eftir nóttu Dans er Spánverjanum ekkert annað en átylla til þess að halda kvenmanni í fanginu. Fætur eru aðeins hreyfðir í þeim tilgangi að breyta um líkamsstellingar og hinir hugmynda- snauðari Spánverjar hreyfa þá alls ekki, heldur standa og vagga sér í sömu sporum. Næturklúbbar eru í niðamyrkri, og það, sem fram fer við næsta borð, verður ekki séð, en mun þó vera nákvæmlega það, sem þig grunar. Ólikt því, sem gerist með öðrum þjóðum, bíður Sjánverjinn ekki með kossana þang- að til kvöldið er á enda. Hann hefur unun af að kyssa, svo Frnmh á bls 31 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.