Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 33
Tlllf hló. Þegar hann gekk til dyra, stóð Tarzan á fætur til að fylgja honum, en Ulf skipaði honum að verða eftir. Hundur- inn lagðist þá niður á gólfið við hlið Marianne. Marianne leið sálarkvalir. Að vera skilin eftir ein með allar þessar þúsundir króna fannst hénni fremur vera refsing en trúnaðarvottur. Hún taldi seðl- ana og smápeningana aftur og aftur, áður en hún þyrði að láta þá niður í umslögin. Hún merkti við á listunum og bar saman hvað eftir annað. Þegar hún loks var búin, tók hún bréfabakkann með umslögunum, opnaði pen- ingaskápinn og lét bakkann inn. Rammgerð járnhurðin gaf frá sér lágt ískur Hííí! þegar hún Iokaði henni. Hún sneri lyklin- um. Tvo hringi, tveir smellir heyrðust inni í þykkum stál- veggnum. — Það er gott að þú ert hjá mér, Tarzan, sagði hún. Mig Skyldi ekki undra, þótt nú kæmi upp eldur i peningaskápnum, fyrst ég er búin að láta pening- ana inn í hann. Hún stakk lyklinum niður i handtösku sína. Skyndilega fékk hún hugmynd. Hún greip um stórt höfuð schaferhundsins með báðum höndum. — Liggðu hér kyrr og haltu hér vörð og hleyptu ekki nokk- urri manneskju inn! Skilurðu, Tarzan? Kyrr hérna! Tarzan leit á hana ásakandi augnaráði og hlammaði sér niður fyrir framan peningaskápinn með óánpegju- umli. Duglegur hundur! Nú get ég verið örugg, sagði Marianne ánægð. Hún stillti símann inn í íbúðar- húsið og læsti mannlausri skrif- stofunni. Gegnum opnar eldhús- dyrnar kallaði hún til Jannis Önnu, að hún myndi ekki koma til kvöldverðar. Heldur skyldi hún svelta í hel en sitja ein inni hjá Louise! Marianne var enn á leið niður að trjágöngunum, þegar síminn hringdi. Louise svaraði. — Góðan dag, sagði karl- mannsrödd. Get ég fengið að tala við ungfrú Bergström? Louise vætti varirnar með tungunni. Átti hún að kalla á Marianne? — Nei, hún er ekki við i augnablikinu. Get ég tekið nokk- ur skilaboð? — Nei, ég hefði helzt þurft að ná í Bergström sjálfa. Vitið þér hvenær hún kemur aftur? — Nei, það veit ég ekki. En það er velkomið að taka skilaboð til hennar... Við hvern tala ég? — Þetta er hjá lögreglunni. Karlsson lögregluforingi. — Áá. Það er líklega ekki við- víkjandi brunanum hérna á Mal- ingsfors? Það var gert ráð fyrir að kviknað hefði í út frá raf- magni. — Jæja. Nei, ég er í allt öðr- um erindagjörðum. Svo er mál með vexti að ungfrú Bergström varð fyrir hörmulegu óhappi, fyrir nokkrum árum, en nú er verið að greiða úr því. Ja, ef ég má biðja yður fyrir skila- boðin... — Sjálfsagt. Sérstaklega ef þetta eru ánægjuleg skilaboð, sagði Louise og lét bros skina í gegnum röddina. — Já, það eru þau reyndar. Berið kveðjú mfna og segið henni, að við séum búnir að hafa upp á Vilhelmsson, sagði lögregluforinginn. Hann hefur að vísu ekki meðgengið enn, en við höfum nægar sannanir gegn honum, og honum mun reynast erfitt að snúa sig út úr þessu. — Á ég að segja henni þetta? spurði Louise hissa. — Þetta voru kynleg skilaboð. — Nei, þau eru ekki svo kyn- leg sem þau kunna að virðast. Allavega mun ungfrú Bergström skilja, hvað um er að ræða. Hver er þetta annars, sem ég tala við? — Ég heiti frú Reiner. Ég er bústýra hérna á Malingsfors. — Þakka yður kærlega, frú Reiner. Ég þarf þá ekki að hringja aftur? — Nei, vissulega ekki. Ég skal koma skilaboðunum til ungfrú Bergström. Louise lokaði augunum og hallaði sér upp að veggnum^ þegar hún hafði lagt heyrnar- tólið á. Hún mátti sannarlega halda á spöðunum. Vonandi væri, að Vilhelmsson játaði ekki alveg strax. Tolvmans Olof stóð á gras- flötinni fyrir framan hús sitt, þegar Marianne fór fram hjá . — Gott kvöld! hrópaði hún. — Gott kvöld! hann bar fing- urinn upp að húfuderinu. Hvert var veiðistjórinn að fara? Marianne gekk inn í garðinn og sagði honum frá, að skógar- eldur hefði brotizt út uppi við Jönshunsberget, og Ulf og Jans- son hefðu farið þangað og skilið hana eftir eina með allar launa- greiðslurnar. — Ég er svo logandi hrædd um, að eitthvað kunni að koma fyrir, sagði hún. Þetta hefði vel getað beðið, þangað til öllu var lokið. Tolvmans Olof dró einnig nið ur hina augabrúnina, svo hvor- ugt augað sást. — Ég get vel skilið, að hann hafi þurft að flýta sér, sagði hann. Það er afbragðs skógur á Jönshusberget. Gengur hún með lykilinn að peningaskápn- um í þessu litla kvenskrauti? spurði hann og benti á hand- tösku hennar. — Já, hvers vegna spyrðu? — Láttu mig hafa hann, þá skal ég læsa hann inni í mínum peningaskáp, þvi hann mun hún ekki ráða við, bannsett ekki sen huldan, sagði hann. Marianne hló. — Þið með þessa huldu ykkar! sagði hún. En ég er fegin að losna við hvort tveggja, lykilinn og ábyrgðina. Hún lagði hann í hönd Tolvmans Olofs. Reyndar liggur Tarzan inni í skrifstof- unni á verði. — Ekki er það verra. Hann dró augabrúnina upp aftur. — Viltu koma með út á vatnið og renna eftir geddu? — Þakka þér fyrir, það þætti mér ákaflega gaman. Marianne fannst, sem sér hefði fallið mik- ill heiður í skaut. Á húsi Tolvmans Olofs var útbyggð forstofa með þykkum, útskornum bekkjum. Allir þrösk- uldar voru háir, að gömlum sið. Röndóttar tuskumottur lágu á breiðum gólffjölunum í forstof- unni og eldhúsinu. Marianne leit snögglega í kringum sig, þegar hún kom inn. Diskar höfðu verið lagðir á kringlótt borð við glugg- ann beint á móti dyrunum. 1 vinstra horninu stóð brúnmálað- ur svefnsófi með útskornar rósir á bakinu. Hann var útdreginn og búið um hand'a tveimur. Grá- bröndóttur köttur, sem hafði leg- ið og sofið á heimaofinni rúm- ábreiðunni, reis á fætur og skaut upp kryppu, stökk niður af rúm- inu, labbaði makindalega yfir gólfið og neri sér upp við fætur Marianne. Lágt malið í hon- um var jafnvinalega heimilislegt og rauðar pelagóníurnar, sem teygðu glaðlega, hnöttótt höfuð- in upp fyrir saumavélarkassa við gluggann á hægri veggnum. Kona Tolvmans Olofs stóð við eldavélina. Ofið, grátt hár gægð- ist framundan rauða ullartrefl- inum, sem hún hafði bundið um höfuðið. Marianne varð forviða, þegar hún sneri sér við. Kona Tolvmans Olofs var jafnfalleg og hann sjálfur var tröllkaria- legur og ljótur. Hún hafði hátt, þunnt nef og stór brún augu með hvelfdum augnalokum. Hún heilsaði Marianne með handa- bandi og dró stól með rimia- baki fram undan saumavélinni. — Gjörðu svo vel og fá þér sæti. Þú verður kyrr og borðar kvöldmatinn með okkur, ef þú getur þá gert þér baunirnar og fleskið að góðu, sagði hún. — Þakka þér fyrir ... en það var ekki ætlunin að valda neinni fyrirhöfn, sagði Marianne. Tolvmans Olof blíndi á hana. — Það lítur ekki út fyrir, að þú fáir mikið í sarpinn þarna uppi á herragarðinum, svo mög- ur sem þú ert, sagði hann. Nú skaltu fá þér dálitinn fleskbita með mér og mömmu! Hann haltraði seinlega inn í litla herbergið inn af eldhúsinu. Gegnum opnar dyrnar sá Mari- anne hann opna hurð á brúnmál- uðum peningaskáp. Hann lagði lykilinn i eina skúffuna og læsti skápnum aftur. — Ég fæ veiðistjóranum lyk- ilinn í fyrramálið, sagði hann. Marianne settist og lyfti kett- inum upp í keltu sína. Hann lokaði augunum og malaði af vellíðan, þegar hún strauk hon- um undir hökunni. Gamla konan bar fram flesk í skál og kartöfl- ur í fallegri, fléttaðri körfu. Fátt var rætt undir borðum. Mari- anne fann á sér, að hér myndi siður að láta matinn stöðva mál- beinið. Þegar Tolvmans Olof var mettur, þurrkaði hann sér um munninn á öðru handarbakinu og kveikti síðan í boginni pípu með járnloki. — Nú förum við, sagði hann. — Ég ætla fyrst að þvo upp leirinn, þá þarf frú Srson ekki... — Hún þarf ekki að kalla mig frú Erson, og enn siður að vera kyrr til að þvo upp leirinn. Farðu með karlinum, þá þarf hann ekki að vera einsamall úti á vatninu. Mér er alltaf hálf órótt, þegar hann rær, vegna þess að hann er svo gamall og sérvitur. Tolvmans Olof sneri sér við og hvessti augun á kerlu sína. — Já, þú skalt ekkert vera að yggla þetta, sagði hún með íbyggnu brosi. Ég er ekki hrædd við þig. Marianne þakkaði fyrir sig og kvaddi aftur með handabandi. Tolvmans Olof tók tvær veiði- stengur niður af trésnaga í veggnum i forstofunni, setti HON HAFÐI VERIÐ DÆMD SAKLAUS FYRIR AÐ HAFA ORÐIÐ MANNSBANI — MUNDI HUN NOKK- URN TlMA FINNA HINN ÖÞEKKTA MANN SEM RAUNVERULEGA VAR VALDUR AÐ SLYSINU? EÐA ÁTTU SKUGGAR HINS LIÐNA AÐ VALDA ÞVÍ AÐ HON FENGI ALDREI MANNINN SEM HON ELSKAÐI ? FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.