Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 18.04.1966, Blaðsíða 39
á meðan hann treinir sér einn einasta apéritif allar göturfram að kvöldverði. Hann mun þó ekki halda fast að þér hverju glasinu á fætur öðru. Það er þáttur í þjóðlegum metnaði hans, að byggja ekki á aðstoð áfengis í landvinningum sínum — einkum ef hann þarf að borga það. Við kvöldverðinn Hann mun bjóða þér til kvöldverðar í litla, troðfulla veitingastofu og færist nú allur í aukana við andríka könnun á sálardjúpum þínum. Þegarhann hefur króað þig af við örsmátt borð með bakið upp að vegg, mun hann hlusta með ákefð á frásagnir þínar um gleðisnauða æsku, skilnaðinn frá eiginmann- inum eða hina þrálátu tauga- gigt (það er allt saman vatn á hans myllu) á meðan hann sporðrennir þegjandi hverjum einasta bita af fimm rétta mál- tíð. Með sjálfum sér er hann að hæðast að vesaldarlegri steikinni og salatinu hjá þér, en mun ekki láta fyrirlitningu sína í ljós. Fram eftir nóttu Eftir kvöldverðinn heldur leikurinn áfram. Frakkinn fer með þig í næturklúbb, enda þótt honum leiðist þar og það gangi í berhögg við sparsemis- skyn hans. Þar mun hann dansa við Jng af öryggi og kunnáttu, BIRGÐASTÖÐ sýnilega með öllu ósnortinn af því að halda þér í fanginu. Síð- armeir fer hann í kossaleik við þig. Eg segi kossaleik vegna þess, að Frakkinn kyssir þig ekki — hann lætur þig kyssa sig. En ekki alveg strax. Með hálflukt augu horfir hann á þig færast nær og svo, þegar þú ert í þann veginn að taka dýf- una — þá kveikir hann sér í sígarettu. Nokkrar lotur af þess- um rómantísku útúrdúrum er nóg fyrir hvaða taugar sem er, og þegar þínar eru að því komn- ar að bresta eins og ofþaninn bogastrengur, lætur annað hvort ykkar undan. Morgun- inn eftir verðurðu enn að brjóta heilann um, hvort ykkar það var. Og allt til æviloka Ef Frakkinn kvænist þér, verður það ekki af ást, heldur vegna þess að honum fellur vel v$ þig. Eins og ítalinn mun hann halda fram hjá þér, en á hinn bóginn mun hann ekki meina þér að krydda lífið með sjálfstæðum ástarævintýrum, svo framarlega sem þú gengur að því með virðuleik og varúð. Sú saga er sögð af de Richelieu hertoga, að hann hafi eitt kvöld komið konu sinni að óvörum með öðrum manni. Hann var upptendraður af réttlátri gremju. „Reynið að ímynda ykkur hvað hefði gerzt,“ hróp- aði hann, ,,ef einhver annar hefði komið að ykkur en ég.“ • Líf og heilsa Framh. af bls. 21. eftir fæðingu. Hvot barn, sem framkvæmd eru á blóðskipti strax eftir fæðinguna verður vanþroska fer eftir því hve langt sjúkdómurinn er geng- inn áður en hægt er að stöðva hann. Ef hann var ekki búinn að valda skemmdum fyrir blóð- skiptin verður barnið eðlilegt. Til þess að sjúkdómur þessi geti átt sér stað þarf 1. móðirin að vera af O-flokki, en faðirinn af A, B eða AB-flokki, 2. þar sem móðirin er Rh en faðir- inn Rh +. Þessir flokkar skipt- ast svo í undirflokka, sem hafa mismikil áhrif hvað við- víkur sjúkdóminum. Mjög lítil hætta er á að fyrsta barn for- eldra með ósamstæða blóðflokka fái þessa veiki, en hættan áger- ist með hverju barni úr því. Þó sleppa langflestir foreldrar með ósamstæða blóðflokka við að eignast böi’n haldin þessum sjúkdómi því hann kemur ekki fyrir nema hjá færri en 4% þess- ara foreldra og þeir eru aftur ekki meira en ca. 15% allra for- eldra, svo sjúkdómurinn er því fremur fátíður. Ráð við sjúkdóminum: 1. bezt væri að fólk af ósamstæðum blóðflokkum eignaðist aldrei af- kvæmi, því þákæmisjúkdómur- inn aldrei fyrir, 2. ef fólk treyst- ir sér ekki til að forðast þetta ættu allar konur, sem geta eign- ast börn að láta rannsaka blóð sitt, hvort þær tilheyri O-flokki eða séu Rh 3. ef þessar kon- ur verða barnshafandi þarf að rannsaka blóðflokk föðurins og ef hann er óheppilegur þá að láta fylgjast með blóði konunn- ar og henni sjálfri. Eins og mál- um nú er háttað væri bezt að sérfræðingur við blóðbankann í Reykjavík sæi um þetta, að kon- an eyddi ca. 4 síðustu mánuðum meðgöngutímans í Reykjavík og æli barn sitt þar. Þessar ráð- stafanir gætu leitt til þess að flýtt yrði fæðingu og með því reynt að bjarga lifi og heilbrigði barnsins. Hvort sem barnið fæddist fyrir tímann eða full- ArshAtíðir BRtJÐKAUPSVEIZLUR FERMIN G ARVEIZLUR TJARNARBLD SÍMI 19000 ODDFELLOWHUSINU SÍMI 19100 SÍÐDEGISDRYKKJUR FUNDARHÖLD FÉLAGSSKEMMTANIR FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.