Ljósberinn - 01.06.1953, Síða 4

Ljósberinn - 01.06.1953, Síða 4
52 LJDSBERINN Lítill drengur hljóp út eftir raóunum með fataböggul undir hendinni. Á einni þúfunni nam hann staðar og leit aftur heim á litla bæinn sinn. Þar stóð mamma á hlaðinu og veifaði til hans. Þá ætlaði að koma kökkur upp í hálsinn á litla drengnum, og hann fór að flauta, svo að hann færi ekki að gráta. Andrés litli var snemma á ferð í dag. Það var rétt að byrja að rjúka á Stóra-Hofi, þegar hann gekk heim traðirnar þar. Hann átti að fara með búsmalann þaðan í selið í dag, og í sumar átti hann að vera seldrengur fyrir bóndann á Stóra-Hofi. Kýrnar á Stóra-Hofi ruddust út úr fjósinu. Það var nú ágangur í meira lagi og ekki batnaði, þegar tuddinn kom líka. Hann æddi um og rak hausinn í moldarbörðin, svo að rauk úr þeim. Nú fannst Andrési litla hann verða smár. Það var ekki laust við, að hann kviði alvarlega fyrir starfinu. En þá kom María gamla, sem átti að vera með honum í selinu. Hún opnaði hliðið og kallaði á kýrnar með nöfnum. Þær þekktu röddina og fóru nú að spekjast og löbbuðu af stað í áttina til selsins á eftir Maríu gömlu. Nú kom bóndinn á Stóra-Hofi út úr fjósinu. — Þú verður að vera árvakur í sumar, Andrés minn, sagði hann og klappaði drengn- um á herðarnar um leið, Ég verð að geta treyst þér. Þú verður eini karlmaðurinn frá mér í selinu. Andrés leit framan í hann. — Það mátt þú gera, svo framarlega sem mér endist heilsa til, svaraði drengurinn, eins og hann væri orðinn fullorðinn maður. Bóndinn brosti við. Síðan tók hann upp úr vasa sínum belti með vænum skeiðahníf og fékk drengnum. — Þú verður að hafa einhver vopn gegn birninum, ef hann skyldi heimsækja ykkur í selið, sagði hann um leið. Andrés þakkaði gjöfina. Það var ekki laust við, að hann viknaði, svona veglega gjöf hafði hann ekki fyrr fengið á æfi sinni. Búsmalinn mjakaðist nú áfram upp eftir brekkunum. María gamla gekk á undan og fjörugur strákhnokkinn kom á eftir. Veður var dásamlegt, sólskin og hiti. Það var komið langt fram á dag, þegar fylkingin kom loks heim að selinu og brátt tók að rjúka þar. María gamla setti upp kaffiketilinn. Þau fengu sér hressingu, en skepnurnar dreifðu sér um hagana í kring um selið.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.