Ljósberinn - 01.06.1953, Page 7

Ljósberinn - 01.06.1953, Page 7
LJÚSBERINN 55 ÆVINTYRIÐ I HELLINUM JJacja e^tir (Jcj^ert, ~JJriitjániit>n Palli og Gunni voru staddir í sumarbústað K.F.U.M. í Kaldárseli. Kvöld nokkurt komu Þeir sér saman um að fara í leiðangur í hella nokkra, sem eru þar norðaustur í hrauninu. •^eir bjuggu sig út með nesti og nú skulu þið fá að heyra um ævintýri þeirra. Þegar þeir komu á ákvörðunarstaðinn Þurftu þeir fyrst að klifra ofan í gjá, en sinn hvorum megin í gjánni voru hellismunnarnir. Palli og Gunni renndu sér nú niður í gjána °g byrjuðu að þreifa sig inn eftir hellinum hsegra megin. '— Oskaplegt myrkur er þetta, sagði Palli. ■ Gunni, því kveikirðu ekki á vasaljósinu? '— Æ, ég mundi ekki eftir, að ég var með Það í vasanum. Gunni tók upp vasaljósið og kveikti á því. Þeir sáu þá betur til, en hell- U’inn virtist nokkuð draugalegur. Þeir fikruðu SlS inn eftir hellinum. Grjótbríkur voru eins °g bekkir með veggjunum, af náttúrunnar ^endi. Eftir að hafa hrasað nærri í hverju sPori, komust þeir inn að gafli hellisins. '— Uff, dæsti Gunni, maður er orðinn dauð- Þreyttur í fótunum á að klungrast þetta. Já, sagði Palli, það kostar oft erfiði að verða frægur og nú verðum við frægir hella- serfræðingar, Gunni minn, mundu það. En sv° ég snl^j mér ag öðru, þá er ég orðinn svangur og mér finnst tími til kominn, að Vlð fáum okkur hressingu. Já, eg er samþykkur því, sagði Gunni. Garnirnar eru farnar að gaula í mér. — Palli iók nú upp mjólkurflöskurnar og bréfið utan af brauðsneiðunum. — Namm, namm, sagði Gunni^ nú fyrst finn ég, hvað ég er orðinn svangur. — Þeir byrjuðu nú að borða og voru Þeldur lystugir. Pn allt í einu kemur óp mikið frá Gunna. ^erst var, að hann var með fullan munninn af brauði og mjólk, og um leið og hann æpti sPýttist þetta allt fram úr honum og munaði ^oinnstu, að það færi framan í Palla, sem átti Se1, einskis ills von og botnaði ekki neitt í Ueinu. — Hvað er eiginlega að, Gunni? Ertu orð- inn eitthvað skrítinn? Gunni anzaði ekki strax, hann stóð upp í ofboði og greip um annað lærið á sér. — Ó, Palli, æpti hann, það hefur mús hlaupið upp undir buxnaskálmina mína. — Vertu ekki svona hræddur, drengur, sagði Palli, haltu með höndunum yfir lærið svo að hún komist ekki lengra upp, ég ætla að leita mér að steini og svo reyni ég að rota hana á lærinu á þér. — Ó, Palli, þetta er svo ógeðslegt. Ég finn, hvernig hún klórar mig, ó, ef hún skyldi nú bíta. Vertu fljótur. — En ég sé bara ekkert til; réttu mér vasaljósið, svo að ég geti náð í stein, sem mér líkar, sagði Palli. — Gunni sleppti ann- ari hendinni af lærinu. Hann var eklti fyrr búinn að því en óp mikið barst frá hon- um og það var nærri gráthljóð í röddinni: — Palli, ég missti hana upp, ó, hún er komin upp á maga. — Ætli hún bíti þig nú ekki á barkann. Gunni minn, sagði Palli stríðnislega. En vertu bara rólegur, Gunni, ég ætla að losa um hálsmálið og svo hleypum við henni þar út. — Nei, æpti Gunni, ertu alveg! Losaðu heldur um beltið. — Gunni var orðinn ná- fölur í framan. — Ég ætla nú bara að biðja þig, Gunni, að fara ekki að láta líða yfir þig, þótt ein mús hreiðri um sig hjá naflanum á þér. Nú skal ég losa beltið, en haltu höndunum vel niður með síðunum, svo hún hlaupi ekki út á bak. Ég held með annari hendinni yfir brjóstið á þér, svo að hún komist ekki þar og svo góma ég hana með hinni. Palli var nú búinn að losa beltið, fór með hendina inn, lyfti skyrtunni upp og ekki leið á löngu, þar til hann kom út með músina í hendinni. — Hvað viltu, að ég geri við hana, Gunni minn? — Ég get nú ekki verið að drepa greyið, því að hún gerði mér ekki neitt. Slepptu

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.