Ljósberinn - 01.06.1953, Síða 10

Ljósberinn - 01.06.1953, Síða 10
58 LJDSBERINN Kirkjuskreyting eftir Segerstrále. Pabbi, sem var guðfræðingur og kennari og sem skírði, fermdi og gifti hann, var ákafur íþróttamaður og K.F.U.M.-skáti. Frá honum hafði Lennart án efa erft þörfina fyrir útilíf og íþróttir. Með óþrjótandi áhuga útvegaði Lennart sér litla byssu, hjól og myndavél og gat legið úti í skógi tímunum saman, já, jafnvel um nætur til að rann- saka daglegt líf fuglanna og komast nær þeim. Lennart var heilsuhraustur, glaðlynd- ur, góðhjartaður, án mikilla heilabrota, drengur eins og drengir eru flestir. Honum þótti ótrúlega vænt um litlu syst- kynin sín. Ég sé enn fyrir mér, hvernig þessi langi menntaskólanemi þýtur inn í barna- herbergið, tekur þá minnstu á herðarnar og dansar um gólfið með hana. í dyrunum stendur álíka langur náungi undrandi yfir slíkri hrifningu. — Finnst þér systir mín ekki bara lag- leg? segir Lennart ljómandi á svip, án þess að fást hið minnsta um þennan skiln- ingslitla áhorfanda. Mamma var málari, og var hún við það starf frá 18 til 79 ára aldurs. Fyrsta hjú- skaparár sitt voru foreldrar mínir í París, þar sem pabbi var að fullkomna sig í 'grein sinni, og mamma málaði á Puvis de Chav- annes málarastofunni. Lennart sýndi sem drengur hvorki hæfileika eða áhuga fyrir listum. 12—13 ára byrjaði hann allt í einu að teikna upp fuglamyndir. Hann málaði og málaði, framleiddi hverja myndina á fætur annarri. Mamma brosti fyrst til að byrja með, næstum öll börn höfðu gaman af að mála, og framleiðsla Lennarts virtist van- þroska í fyrstu. En brátt skildi hún, að í drengnum bærðust miklar uppsprettur. List- in var að brjótast út. Pabbi, sem var sér- stakur fyrir skyldurækni, áleit það réttast, að Lennart tæki embættispróf, því að eng- inn vissi, hversu langt listin mundi bera hann, og ef hann stofnaði einhvern tíma fjölskyldu, varð það að vera við öruggar aðstæður. Svo varð hann skógarvörður. 23 ára gamall stóð hann með hörundsbjartri brúði sinni, Marie-Louise Colliander, frammi fyrir altarinu að loknu prófi, glaður, ungur, hamingjusamur, mikill bjartsýnismaður, er brosti móti heiminum og framtíðinni. Sem ungur stúdent sýndi hann Járnfelt prófessor og miklum listdómara verk sín. — Þér eruð of ungur, sagði prófessorinn til þess, að ég geti sagt álit mitt um list yðar, en ef þér líðið eitthvað síðar meir, þá munuð þér geta málað. Spádóms orð. Lennart eignaðist 4 börn, 2 drengi og 2 stúlkur, en eftir hvorugan drenginn á hann svo mikið sem gröf. Hraust- Listamaðurinn að verki.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.