Ljósberinn - 01.06.1953, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.06.1953, Blaðsíða 18
66 LJÚSBERINN meir. Honum fannst öll ábyrgðin hvíla á sér. Flemming var ekki jafnsterkur og hann sjálfur, og þó að hann væri eldri, var hann úrræðalausari. Þeir námu staðar við og við og kölluðu báðir í einu, í von um, að hinir mundu heyra til þeirra. En þeir fengu ekkert svar. Hljóðið kafnaði alveg hér inn á milli trjánna. — Finnst þér þetta ekki vera orðið í- skyggilegt? spurði Flemming og nam staðar. — Það lítur ekkert út fyrir, að við nálgumst tjaldbúðirnar. — Ég er hræddur um, að við rötum ekki til baka, sagði Ebbi hægt. — En prófessorinn leitar að okkur, þegar hann sér, að við erum horfnir, og ef við gætum þess, að villast ekki of langt í burtu, finna þeir okkur áreiðan- lega. í>eir settust niður. Báðum fannst, að það væri það bezta, sem þeir gætu gert. Þeim geðjaðist ekki að kyrrðinni, og Ebbi leit órólegur á úrið sitt. Það var þegar liðið all- langt á daginn, og þeir áttu að> vera komnir aftur til tjaldbúðanna, áður en hitabeltis- nóttin kom yfir þá. Þeir héldu áfram að hrópa og kalla, til þess að hinir heyrðu til þeirra. En þegar tíminn leið og engin hjálp kom, varð þeim þungt um hjartarætur. Loks gátu þeir ekki lengur setið aðgerðarlausir. Þeir tóku aftur að ganga í þá átt, sem þeir töldu rétta. Þá grunaði ekki sjálfa, að þeir bárust æ lengra frá tjaldbúðunum við hvert fótmál. Flemming varð brátt alveg uppgefinn, og Ebbi stakk upp á því hans vegna, að þeir skyldu leita sér að næturstað. Hvorugur þeirra talaði. Þeir höfðu ekki kjark til þess að nefna hlutina réttu nafni. Hvor fyrir sig lét gagnvart hinum, eins og þeir mundu brátt hitta hina aftur. En báðum var ljóst, að þeir voru orðnir villtir og að þeir hefðu mjög litla möguleika til þess að finna hina aftur. Flemming leit skelfdur í í kringum sig. Var það í raun og veru svo, að beinagrind hans ætti eftir að blikna hér? Til allrar hamingju hafði Ebbi skamm- byssuna sína í beltinu. Hann fékk Flemming til þess að leggjast fyrir, og tók sjálfur að sér fyrstu næturvökuna. Hann sat með bakið upp að trjástofni með skammbyssuna í hend- inni. Stundirnar liðu án þess að nokkuð bæri við. Hann heyrði villidýraöskur lengra innan úr skóginum. Það> var eins og það væri bardagaöskur, en hljóðin dvínuðu smáni saman. Annar aðilinn hafði sjálfsagt beðið lægri hlut, og hinn gæddi sér nú á hinum sigraða óvini. Hugsanirnar þyrluðust um í heila Ebba. Möguleikarnir til þess að þeir gætu bjargað sér og komizt aftur til siðmenningarinnar, voru nær því engir. Þeir höfðu svo að segja engan útbúnað — ekki einu sinni flösku til þess að> hafa vatn í. Hann hafði heldur ekki meiri skotfæri en þau, sem voru í skamm- byssunni. En Ebbi var ungur og hafði mikla lífslöngun. Allt hjá honum gerði uppreisn gegn þeirri hugsun, að lífinu væri lokið. Aðrir höfðu bjargazt á undan þeim á furðulegan hátt. Hvers vegna skyldi honum og Flemming ekki takast það líka? Þeir hlytu að geta veitt villibráð með því að setja út gildrur. Ef þeir gætu ekki fengið hita, var líka hægt að eta hrátt kjöt. Og hver veit — ef til vill gætu þeir líka komizt til mannabústaða aft- ur? Teknir til fanga. Flemming varð brátt alveg örmagna, og Ebbi fann einnig, að kraftar hans dvínuðu, af því að hann varð nær því að draga Flemm- ing með sér. Þeir höfðu nú verið á reiki á annan sólarhring. Þeir höfðu fundið litið stöðuvatn, og þar höfðu þeir slökkt þorsta sinn, eftir að þeir höfðu síað vatnið gegnum vasaklút. Ebbi hafði skotið villibráð, en þeir gátu ekki etið mikið af hráu, blóðugu kjötinu. Það var komið kvöld að nýju, og þeir sátu þögulir og störðu út í myrkrið. Báðir voru allniðurdregnir. Þeir skildu, að það var von- laust að reika svona um án nokkurrar áætl- unar, eins og þeir gerðu. Ebbi reyndi að halda stefnunni eftir sólinni, en honum var alveg ljóst, að lítil hjálp var í því. Fyrr um daginn höfðu þeir reynt að hleypa kjarki hvor í annan með því að tala um, að þeir mundu ef til vill bráðlega komast til manna, en nú nefndi hvorugur það. Þeim fannst báðum allt of mikið tómahljóð í því. Það stoðaði lítið að halda sér uppi með lýgi. Ebbi tók einnig nú að sér að halda vör 5

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.