Ljósberinn - 01.06.1953, Síða 16

Ljósberinn - 01.06.1953, Síða 16
64 LJDSBERINN (---------Ör heimi dýranna: ------------------—^ Konungur dýranna fer á veiðar } _______________________________________________> □--------------------------------------□ Ljónið er ojt kallað „konungur dýranna“. Það er af kattaœttinni, og er nœst stœrsta dýrið af þeirri œtt. Tigrisdýrið er eitt stœrra. Ljónið getur orðið meir en tveir metrar á lengd og getur drepið heilan stórgrip með einu höggí. Liturinn er mógulur. Karldýrið hefur stóran makka. Ljónið á heima í eyðimörkum og á steppum Afriku og Asíu. Það getur lík.a ráðið niðurlögum stórra dýra eins og giraffa og úlfalda. Ljónið rœðst helzt ekki á menn nema það sé aðframkomið af hungri. □--------------------------------------□ Ómar, sonur eyðimerkurinnar, hafði reist tjaldbúðir sínar við stóran gróðurblett í eyði- mörkinni. Hann hafði verið á ferð allan daginn með búpening sinn, sauði, úlfalda og naut. Svona lifði hann á sífelldu flakki, fór úr einum haganum í annan. Nú voru menn hans að laga til í tjöldunum. Umhverfis tjöldin reistu þeir girðingu úr trjágreinum. Það var nauðsynlegt til að vernda skepnurnar fyrir ágangi villi- dýra. Fyrr um daginn hafði Ómar og menn hans séð greinileg ljónsspor í sandinum. Ljón gátu því verið á næstu grösum. Konurnar elduðu matinn á hlóðum, á með- an karlmennirnir gengu frá tjöldunum. — Skepnurnar drukku eins og þær lysti í lind- inni, og síðan lögðust þær niður og bjuggu sig til að hvílast til næsta dags. Karlmennirnir voru ekki fyrr búnir að ganga frá girðingunum en myrkrið skall á. Það kom skyndilega, eins og það gerir alltaf í heitum löndum. Nú grúfði myrkur næturinnar yfir eyði- mörkinni. Sumir af varðeldunum í tjaldbúð- unum blossuðu snöggvast upp, er ofurlítil vindhviða kom, en kulnuðu fljótt út aftur. Þúsundir stjarna tindruðu á heiðum himnin- um. í tjaldbúðunum var allt kyrrt. Öðru hvoru heyrðist jarm eða baul í skepnunum. Hálfvilltu hundarnir, sem notaðir voru til þess að gæta hjarðarinnar á daginn, snuðruðu ennþá um tjaldbuðirnar. En her var ekkert grunsamlegt að sjá, svo að þeir hringuðu sig líka saman og fóru að sofa. Fólkið var fyrir löngu búið að taka á sig náðir. Djúp grafarkyrrð eyðimerkurnæturinnar hafði breitt hjúp sinn yfir náttúruna og yfir dýr og menn. Allt í einu rauf ægilegt öskur kyrrðina. Það var eins og öskrið kæmi upp jörðinni, breiddist um allt og endurkastaðist í marg- földu bergmáli frá fjöllunum í fjarska. Hinn voldugi konungur dýranna var að til- kynna, að nú færi hann á veiðar. Öskrið kvað við um allar tjaldbúðirnar og þar með var kyrrðin rofin. Á einu augabragði var allt komið á ringulreið. Úlfaldarnir æddu fram og aftur, frýsuðu og kröfsuðu í jörðina. Nautin ætluðu að tryllast og reyndu að brjót- ast út úr girðingunum. Hundarnir vældu og góluðu, sauðirnir hnipruðu sig saman í þéttan hnapp úti í horni. Karlmennirnir ruku upp, en þeir höfðu ekki einu sinni tíma til að taka vopn sín. Eitthvert mógult ferlíki stökk yfir girð- inguna. Þetta var stórt karlljón. Það réðst á vænan kálf og banaði honum með einu höggi. Síðan lagðist það ofan á bráð sína, veifaði

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.