Ljósberinn - 01.06.1953, Qupperneq 20

Ljósberinn - 01.06.1953, Qupperneq 20
68 LJDSBERINN Þegar hann hafði lokið máltíðinni, voru hendur hans aftur bundnar aftur fyrir bak. Það var svo sárt, að hann langaði til þess að æpa upp yfir sig. Hann fann, að honum sortnaði fyrir augum, en svo tók hann á öllu, sem hann átti til og tókst að stilla sig. Þegar hann var fluttur niður í indíána- bátinn, sá hann Flemming bregða fyrir. Það hafði uppörvandi áhrif á hann. Hann var þá á lífi. Það var að minnsta kosti von, á meðan lífið var! Hann lá allan daginn og braut heilann um flóttaáform. Þetta fljót virðist aldrei ætla að enda. Ræðararnir strit- uðu í sveita andlits síns klukkustundum sam- an. Hann gat ekki kvartað yfir slæmri með- ferð. Það var nær því eins og hann væri ekki til. Gamall maður, sem réði yfir hinum, var sá eini, sem virti hann viðlits stöku sinnum. í hvert sinn starði Ebbi á hann aftur með þrjózku og uppreisn í augnaráðinu. Þeir máttu umfram allt ekki halda, að hann væri hrædd- ur. Þegar leið á seinni hluta dagsins sá hann frá botni bátsins að hrikalegur fjallgarð-ur kom í ljós úti við sjóndeildarhringinn. Hann taldi, að þeir hlytu nú að vera að nálgast takmarkið. Hann lá illa, og böndin kvöldu hann hræðilega. Hann hugsaði með skelfingu til þess, hvernig Flemming liði. — Fjöllin færðust æ nær. Ebba sýndist Indí- ánarnir knýja bátinn af fullum krafti inn i hamravegginn — en svo sá hann, sér til mikillar undrunar, að fljótið rann inn í gegnum fjallið. Þeir voru komnir inn í göng. f fyrstu var bjart, en smám saman varð dimmara, og loks varð allt biksvart. Tíminn leið hægt. Ebba fannst hamraveggurinn vera við og við fast upp við indíánabátinn, og að þeir gætu með naumindum stjakað sig áfram. Loks sá hann lítið, kringlótt op langt fram undan þeim. Það varð æ bjartara, loks víkkaði það út, og eftir nokkur kröftug áratog var báturinn kominn aftur undir bert loft. Þeir námu ekki staðar fyrr en komið var langt fram á kvöld. Ebbi var borinn í land. Hann fékk rétt aðeins tíma til þess að taka eftir, að þeir hlutu að vera komnir inn í stórt þorp með mörgu fólki. Svo var hann lokaður inni í kofa. Stuna gaf honum til kynna, að Flemming væri þar þegar fyrir. Kofinn var gluggalaus, svo að niðadimmt var inni í honum. — Flemming, ert það þú? spurði hann og reyndi að mjaka sér í áttina til hans. Veik stuna var eina svarið, sem hann fékk. Flemming var svo kvalinn, að hann gat ekki talað, og Ebbi fylltist örvæntingu yfir því, að vinur hans skyldi vera svona illa á sig kominn, og lagði á sig mikið erfiði við að velta sér til hans. — Leggðu þig á hliðina, hvíslaði hann, — þá skal ég reyna, hvort ég get bitið sundur böndin á þér. Böndin voru gegnvot af blóði, en þau voru ekki eins fast reyrð og bönd Ebba, en það vai' erfitt verk að bíta þau sundur þráð fyrir þráð. Hann þakkaði Guði fyrir hvítu, sterku tennurnar sínar. Eftir að hafa stritað af mikilli þrautseygju, svo að hann var nær því orðinn máttlaus í kjálkunum, hafði hann þá ánægju að finna, að síðasti þráðurinn hafði verið bitinn í sundur. Hendur Flemmings voru nú lausar, en þær voru svo bólgnar og hann verkjaði svo í þær, að hann sat stundarkorn alveg sinnulaus. Loks hafði færzt svo mikið líf í þær, að hann gat reynt að skera bönd Ebba í sundur með vasahnífnum sínum. Honum gekk það mjög illa, því að fingur hans létu blátt áfram ekki að stjórn. Ebbi var oftar en einu sinni nærri örvæntingu. Loks var hann einnig laus, og nú leið ekki á löngu, áður en þeir losuðu fæturna einnig. Það var dásamlegt að fá að teygja úr sér aftur, en Flemming var enn veikur og með svima. Erfiðleikarnir höfðu verið honur.i ofraun. Það var ekki fyrr en Ebbi fann skál með vatni, sem þeir drukku fyrst og kældu sár sín með á eftir, að hann hresstist við. — Hvernig heldur þú að fari fyrir okkur' spurði Flemming. — Hugsaðu þér, ef þeh éta okkur! — Við þurfum ekki að trúa því versta ennþá, sagði Ebbi og reyndi að uppörva hann. — Það er ekki víst, að þeir séu svo slæmir, þegar öllu er á botninn hvolft, Við verðum heldur að reyna að sofa svolítið. Við þörfnumst þess sannarlega, og það er betra að vera búinn undir erfiðleika á morgun. Frh.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.