Ljósberinn - 01.06.1953, Qupperneq 9

Ljósberinn - 01.06.1953, Qupperneq 9
ljósberinn 57 Finnski málarinn Lennart Segerstrále LENNART SEGERSTRÁLE er einn af frcegustu listmálurum Finna. Hann er fœdd- ur árið 1892 og er frœgastur fyrir hin risa- vöxnu málverk sín í Finnlandsbanka úr frelsisstríðinu, auk þess sem hann hefur málað margar og fagrar Krists-myndir. — Grein sú, er hér birtist, er rituð af systur málarans. „Hvað ætlar þú að verða, þegar þú verð- Ur stór?“ var mamma spurð, þegar hún var lítil stúlka. „Ég ætla að verða mamma og eiga 10 börn,“ svaraði hún strax. Þau urðu °g Lennart varð nr. 2. Hann var ótrúlega fjörugur sem barn. Veslings þið, þegar þessi drengur verður að læra að sitja kyrr í skólanum, var sagt Vlð foreldra hans. En drengurinn sá um sig. ^íann varð aldrei neitt ljós í skólanum, en aann tók samt sem áður stúdentspróf 17 ára gamall, 1 ári yngri en aðrir bekkjar- félagar hans. Fyrsta áreiðanlega minningin, sem ég á um hann, er atburður úr sleðabrekku, ósegj- anlegt þakklæti lítillar stúlku yfir að eiga riddaralegan bróður. Við renndum okkur um vetrarkvöld í Símabrekkunni í Wasa. Lenn- art var þá byrjaður í skólanum, ég ekki. Þá kom hópur prakkarastráka og reyndu að rífa sleðann af þessari varnarlausu, litlu telpu. En allt í einu stóð Lennart þarna. — Hættið! hrópaði hann skipandi röddu, Þetta er systir mín. Og drengirnir slepptu þegar takinu. Lennart var stöðugt að nota hendur, fæt- ur og munn. Ég man það frá því nokkrum árum síðar, að einhver hinn eldri frænda hans lofaði honum 50 penníum, ef hann gæti þagað í hálftíma í einu. Ekki veit ég, hvort hann fékk peningana.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.