Ljósberinn - 01.06.1953, Síða 6

Ljósberinn - 01.06.1953, Síða 6
5 4 LJDSBERINN Þá sá hann allt í einu fyrir sér myndina af mömmu. Hann sá hana fyrir sér, þegar hún var að biðja til Guðs. Morguninn, er hann fór að heiman, hafði hún þrýst honum að sér og sagt: — Já, Andrés minn, nú ferð þú að heiman. En mundu eftir að treysta Guði og biSja hann ávallt. Hann getur alltaf hjálpað þér. Drengurinn tók á árunum af öllum mætti: — Góði Guð, hjálpaðu mér. Góði Guð, hjálp- aðu mér. Góði Guð, hjálpaðu mér. Nú dró dálítið úr rigningunni, og það var ekki laust við, að vindinn lægði ofurlítið líka. Eftir stutta stund kom báturinn að landi — vestan við árósinn! Hann dró bátinn á land, og nú tók hann eftir því, að hann var allur holdvotur. Hvað átti hann nú að gera. Hann hafði aldrei farið þessa leið fyrr. Honum datt helzt í hug að hlaupa niður með ánni. Þetta hlaut að vera sama áin, sem rann fyrir neðan túnfótinn heima. Hann þaut af stað yfir kletta og klungur. Það mátti engan tíma missa. Svit- inn rann í stríðum straumum niður eftir and- litinu. Hann heyrði fugla spretta upp inni í skóginum. Ef björninn skyldi nú vera kominn þar. Hann hryllti við þeirri hugsun. Hann herti enn meir á hlaupunum. Hann festist á grein, reif buxurnar sínar og steyptist á höf- uðið. Hann spratt á fætur aftur og herti upp hugann. Honum kom í hug sálmur, sem mamma hafði kennt honum: Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skarinn fríður. Við það færðist djúpur friður yfir hjarta hans. Nú var hann ekki lengur hræddur við allt það, sem bærðist inni í dimmum skóginum. Það var komið miðnætti, þegar hann loks- ins sá bæinn á Stóra-Hofi. Þegar hann kom heim á hlaðið, langaði hann mest til að fleygja sér niður, svo þreyttur var hann. En hann herti sig upp og barði að dyrum. Hann heyrði einhvern koma fram göngin og dyrnar voru opnaðar: — Nei, er þetta ekki Andrés okkar, sagði bóndinn, um leið og hann sá, hver úti var. Rétt á eftir lögðu þrír röskir karlmenn af stað austur skóginn á leið upp í selið. En lítill drengur lá í einu rúminu inni í baðstofu. Hann var steinsofnaður. Hann svaf með IIGefðu Guði munninn þinnji Munninn má nota bœði til góðs og ills. ■[ Við getum sagt þau orð, sem særa aðra og >\ við getum líka huggað og glatt með munni<\ okkar. í Jakobsbréfi í Biblíunni er sagi, að|! tungan sé ranglœtisheimur, hún flekkii, allan líkamann og kveiki í hjóli tilverunnar. ? Tungan getur sœrt meira en nokkurt'', sverð og misnotkun hennar getur verið'[ háskalegri en nokkur ófriður. Þess vegna'\ er nauðsynlegt að gefa Guði einum vald'\ yfir tungu sinni. ■[ Lœrðu að tala við Guð og þá lœrirðu að<\ j tala við vini þína og félaga um Guð, þá talar ■[ > munnur þinn blessunarorð en ekki bölvun- ■[ S ar. — Hugsaðu um þessar spurningar: ■[ i Segirðu alltaf satt, eða ertu skreytinn ogfi[ [i segirðu ósatt? i[ ? Biðurðu eða bölvarðu? ■[ ^ Kanntu að fyrirgefa eða fordœmirðu aðra i[ i og talar illa um þá? ![ IKanntu að þegja, þegar þú átt ekki að <\ tala? [[ í Sálm. 141, 3. biður Davíð bœn, sem við\\ þurfum öll að biðja: — Set þú, Drottinn,',' vörð fyrir munn minn, gæzlu fyrir dyr vara [' minna. [■ ■.rtArtJWV^W^WWWWWWWWVWWW spenntar greipar, og friðsæl ró hvíldi yfir honum. Um hádegi næsta dag mætti Andrés litli karlmönnunum er þeir voru að koma úr selinu. — Hvernig gekk með Mósa? spurði hann. — Jú, það gekk ágætlega. Það er engin hætta á ferðum, þegar maður hefur svo dug- legan dreng í selinu sem þú ert. Þú mátt eiga heiðurinn af að hafa bjargað Mósa. — Það var nú ekki ég. — Jú, hverjum var það öðrum að þakka? Andrés hikaði ofurlítið. Svo leit hann fram- an í bóndann og sagði: — Það var Guði að þakka. — Það er alveg rétt, Andrés minn. Það var hann, sem hjálpaði þér. En þú átt nú samt skilið að fá tvöföld laun fyrir þetta sumarið! J

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.