Ljósberinn - 01.06.1953, Side 15

Ljósberinn - 01.06.1953, Side 15
LJÓSBERINN 63 lega, og meðulin, sem við höfðum, dugðu. Þú varst heppinn að koma svona snemma. — Það var víst Guð sjálfur, sem leiddi núg hingað, svaraði Ko þakklátum rómi. E ég hefði ekki hitt manninn, sem hafði hlot lækningu hjá ykkur, hefði ég aldrei kom- hingað og þá væri ég dáinn núna. Ég var svo svangur og örvilnaður, þegar hann hitti mig. En bezt af öllu var að læra að hekkja Jesúm. '— Þá muntu heldur ekki gleyma að segja °ðrum frá honum, svaraði kristniboðinn. •— Nei, alls ekki. En ég hefi lært svo lítið sjálfur, að ég á erfitt með að kenna öðrum. ES vildi að ég hefði einhvern til að hjálpa rnér. — Vildirðu að við sendum þér prédikara, spurði læknirinn. Drengurinn ljómaði af gleði og hrópaði UPP yfir sig: — Er það hægt? En hve það Var dásamlegt! Þá mundi ég aðstoða hann eins og ég mögulega gæti. — Hann kemur þá í næsta mánuði, svar- aði læknirinn og svo skildu þeir með mikl- uni kærleikum. Enginn í gamla bænum þekkti Ko aftur, hegar ungur, prúðbúinn maður kom gang- andi inn í bæinn nokkrum dögum síðar. Þeg- ar hann barði að dyrum heima hjá sér, kom Ung stúlka til dyra. Hún heilsaði ókunna ^ennninum kurteislega, því að hún þekkti að Þetta var bróðir hennar. Ejölskyldan sat að miðdegisverði. Húsmóð- lrin var að setja skál með grænmeti á borð- ið. Þegar ungi maðurinn kom nær þekkti hún hann aftur. Hún setti fatið á borðið í shyndi, stökk til hans og vafði handleggjun- Urn utan um hann áður en nokkur hinna attaði sig á hvað um var að vera. Það er Ko! Það er Ko! hrópaði hún hinainlifandi glöð. Hættu! hrópaði faðir hans og dró konu Slna að sér. En sonur hans hló og hélt henni enn þá fastar. Mér er batnað, sagði hann. Sjáðu hérna er vottorð frá lækninum í Taiku. Nú er ég ekki lengur hættulegur. Það var hamingjusöm fjölskylda, sem nú Settist í kring um indæla grænmetisfatið. Blái hellirinn á Capri er ein af dásemdum náttúrunnar. Það er róið inn í hellinn á litl- um bátum og þegar inn er komið opnast víð- áttumikill blár œvintýraheimur. Og heimkomni sonurinn var svo góður og ástúðlegur, að hann minntist ekki einu orði á framkomu þeirra við hann, er þau ráku hann að heiman. — Ég hlaut lækningu á Jesú-sjúkrahús- inu, sagði hann við ættingja sína og nágrann- ana, sem komu í heimsókn. — Hver er þessi Jesús? spurðu sumir. Hann svaraði: — í næsta mánuði kemur hingað prédikari, sem mun segja ykkur allt um Jesúm. Hann mun gjöra það miklu bet- ur en ég. En það er hann, sem hefur lækn; mig og. nú tilbið ég hann og vil elska hann alla mína ævi. Nú í dag stendur lítil kirkja í þessu þorpi. Þar koma saman allir þeir, sem elska Jes- úm. Einn þeirra sagði: — Það var ekki prédikarinn, sem fékk mig til að trúa á Jesúm. Hann var ágætur. En sá, sem hafði mest áhrif á mig, var Ko, pilt- urinn, sem við rákum í burtu með grjótkasti en kom heim aftur. Hann fyrirgaf okkur öllum og sagði okkur frá Jesú, sem hafði læknað hann. Menn eru vanir að hefna sín, þegar þeir sæta slíkri meðferð. En Jesú- kenningin er betri. Ko hefndi sín á þann hátt, að hann flutti okkur þennan góða boð- skap. Hann gjörði eins og Jesús sjálfur hafði gjört — hann fyrirgaf óvinum sínum. Ég trúi á Jesúm af því að ég hefi séð, hvað hann hefir gjört fyrir Ko.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.