Ljósberinn - 01.06.1953, Page 23
’-'-JáSBERINN
71
GlIfMR
Vegna sonar hans
Það var einu sinni, þegar borgarastyrjöld-
ln geysaði í Ameríku, að ungur hermaður
^orn inn til dómara nokkurs, sem Arthur hét.
Var hann illa klæddur, og svipur hans bar
v°tt um mikla áreynslu. Mátti sjá, að hann
h&fði þjáðst mikið.
Dómarinn var í önnum og leit varla upp.
Hann vildi ekki láta trufla sig. Var hann í
Þann veginn að segja, að hann hefði ekki
hma til að sinna slíku, þegar hann þekkti
r'thönd sonar síns á bréfi, sem hermaðurinn
retti honum. Sonur hans var í hernum.
— Elsku pabbi! Sá, sem kemur með þet.ta
Þréf, er ungur hermaður, sem er nýkominn
Ur sjúkrahúsi. Hann er að fara heim til að
deyja. Styddu hann á allan hátt vegna sonar
Þíns.
Síðan sagði dómarinn frá þeim tilfinning-
Urn, sem gripu hann, þegar hann las þetta
stutta bréf.
Ég tók hermanninn mér í faðm, sagði
Þann. Ég þrýsti honum að hjarta mér vegna
s°nar míns. Ég lét hann sofa í rúmi sonar
^Uiis 0g gerði allt, sem ég gat fyrir hann
Vegna sonar míns.
Þetta minnir oss á það, sem Guð hefur gert
tyrir oss vegna sonar síns. Hann elskar oss
Vegna sonar síns, fyrirgefur oss vegna sonar
sins og hefur gert oss að erfingjum sínum
Vegna sonar sins.
l\lotað eða ónotað
Kaupmaður nokkur fól vinum sínum tveim-
Ul' tvo kornsekki hvorum til varðveizlu, þang-
ad til hann kæmi aftur að sækja þá. Liðu
n°kkur ár. Þá kom hann og heimti eign sína.
annar vinurinn með hann í korngeymslu
°§ sýndi honum tvo fúna poka, fulla af
^ygluðu og ónýtu korni. Hinn fór með hon-
Uln út á akur og sýndi honum hveitiakra
sProttna og sagði:
Allt þetta áttu.
há sagði kaupmaður: — Fáðu mér tvo
Veitisekki. Hitt geturðu haft sjálfur.
Sá tapar, sem notar ekki, en sá vinnur,
sem notar. —
Þessi litla frásaga minnir á dæmisögu Jesú
um talenturnar í Matt. 25,14.
Hleð tvær hendur tómar
Tveir menn voru að tala saman. Annar var
ungur og óreyndur, en hinn fullorðinn og
margreyndur. Ungi maðurinn var svartsýnn.
Hann kvartaði undan erfiðum tímum, pen-
ingavandræðum og öðru slíku. Fullorðni
maðurinn reyndi að telja kjark í hann.
Þá missti ungi maðurinn þolinmæðina og
hrópaði upp: — Já, en hvað á maður að gera
með tvær hendur tómar?
Fullorðni maðurinn svaraði rólega: — Mað-
ur á að leggja þær saman og biðja til Guðs.
Athygli borgar sig
Útgerðarfélag eitt vantaði loftskeytamann
á skip. Hópur ungra manna kom og gaf sig
fram. Sátu þeir í biðstofunni og ræddust
við hástöfum, svo að þeir veittu því ekki
athygli, að símritun heyrðist úr hátalara í
biðstofunni.
Þá kom inn einn ungur maðúr í viðbót.
Hann settist hjá hinum þegjandi. Allt í einu
lagði hann við hlustina, stóð upp og gekk
inn í skrifstofu forstjórans. Kom hann litlu
síðar fram aftur glaður og ánægður.
— Heyrðu, sagði einn af hinum. Hvernig
getur þú farið inn í skrifstofu forstjórans,
þegar við erum allir komnir á undan þér?
— Það hefði alveg eins getað verið einhver
af ykkur, sem fékk starfann, hefðuð þið
hlýtt á hátalarann, sagði hann.
— Hvað sagði þá hátalarinn? spurðu þeir
forviða.
Ungi maðurinn svaraði: — Forstjórinn
sendi símaboð með honum: Sá, sem fyrstur
heyrir þessa tilkynningu, getur komið strax
inn til mín og þegið stöðuna, því að sá mað-
ur, sem ég þarfnast, verður að vera árvakur.