Vikan


Vikan - 12.08.1982, Síða 23

Vikan - 12.08.1982, Síða 23
Framhaldssaga nokkuð um að vita. Stundum sá hann hana sitja aftan á mótor- hjólum. Hún skrifaði nú, stutt bréf full af upphrópunum. Hann skrifaði löng bréf og hann skrifaði líka oftar og undir stóð „með ástarkveðjum”, nákvæmlega eins og hún hafði skrifað undir sín bréf. Hann fór aö hitta hana í London. Hún var byrjuð að snyrta sig og ganga í síðbuxum. Hann fór með hana í Festival Hall og þau töluðu saman. Hún fór í nýjan háskóla þar sem voru braggar og upprifið land og fáeinir stúdentar sem allir þekktust innbyrðis. Eina helgi þoldi hann þetta ekki lengur. Hann fór til Warwick og svaf hjá henni. Fram til þess tíma hafði hann í huganum vaiið þessum atburði viðeigandi staði — úti í sandflákunum eða við lækinn skammt frá ströndinni þar sem hægt var að heyra niðinn í öldun- um. — I raunveruleikanum gerðist það á mjóum bekknum í heimavistarherberginu hennar á lognmollulegu sunnudagssíðdegi. Það var verið að leika tíu vinsæl- ustu lögin í útvarpinu hinum megin við vegginn og einhver kom og bankaði á hurðina þegar þau voru bara hálfnuð. Þau höfðu þrýst sér hvort að öðru en síðan hafði fótatakið fjarlægst. Hann var síður en svo sá fyrsti. Hún lét í það skína að hún væri með einhverjum öðrum. En hver annar hafði þekkt Christine áður en hún fór að reykja? Hver hafði séð hana í gegnum þrjá sundboli? Hann átti í fórum sínum margra ára minningar um Christine áður en hún fór að flétta hárið í örlitlar fléttur og draga í efa allt í kringum sig. Hún gat ekki blekkt hann. Bernska hennar var þeirra sameiginlega leyndarmál. Fjögur ár liðu þangað til þau giftu sig. Hún hélt áfram að hverfa á brott með hinum og þessum en alltaf kom hún aftur til hans. Hann gerði ekki að jafnaði slíkt hið sama sjálfur. En svo dó faðir hennar. Fljótlega eftir það giftu þau sig. Þau sameinuðust eins og systkini sem höfðu villst í skógi. Þau skildu hvort annað svo óendanlega vel, eða það héldu þau aðminnstakosti. Svo keyptu þau íbúðina í Crouch End. Hún var á annarri hæð, ekk- ert sérstök, en þau áttu hana þó sjálf. Hún var að búa sig undir að verða kennari en fór þó aldrei út í kennslu. Hvenær var það svo sem allt hafði farið að breytast? Var það þegar hún klippti af sér yndislega, þykka, ljósa hárið og fékk í það lambakruUumar, vildi láta kalla sig Chris og komst að þeirri niður- stöðu að það væri þvingandi að láta eiginmanninn sjá fyrir sér? Fyrir kom að honum fannst hann vera að glata henni í sjöunda ára- tuginn og allt sem honum fylgdi. Henni fannst hann vera sá sem fylgdi straumnum en í rauninni var það hún sem lét berast með vindinum. Hann gat þó ekki kennt áratugnum um þetta allt, hversu mjög sem hann langaði til. Hann gat ekki komið orðum að þessu. Hér í Pakistan gæti hann ef til vill unnið aftur hina gömlu Christine og löngu liðinn tíma þegar allt virtist mögulegt. En svo voru líka hin vandræðin. Þau töluðu reyndar ekki mikið um þau. Enda þótt Christine talaði blátt áfram um stöðu sína sem konu var hún sem betur fór heldur fáorð um þetta vandamál. Það gæti varla breytt miklu þótt þau flyttust frá einni heimsálfunni til annarrar. Þau væru hvað sem öllu leið sama fólkið og áður. En hann gat ekki lengur verið raunsær varðandi þetta atriði. Um hádegisbilið varð Christine að viðurkenna að hún hefði beðið ósigur. Hún flutti kvenlega fylgi- hluti sína — Nivea olíu, sígarettur og rakt, hálfskrifað flugbréf til Heitavatnsmaðurinn Nu kamast allirmed AKMBORG Tvö skip í ferðum T/öföld akrein yfir flóann Nú hefur þjónusta í ferðum milli Akraness og Reykjavíkur verið stóraukin yfir háannatímann. Með tilkomu nýju Akraborgarinnar og fjölgun ferða hefurflutningsgetan aukistúr40 í WObíla. Þetta þýðirað ferjurnarflytja um 900 fólksbíla og vöruflutningabíla, stóra sem smáa, á dag. Ferðin á milli tekur aðeins 55 mínútur. Á meðan njótið þér sjávarloftsins á útsýnisþilfari og þjón- ustunnarumborð, ífarþega og veitingasölum. Kynnið ykkur áætlun Akraborgar. Góða ferð. KALIAGRIMUR. Akntborv þjónusta milli hafrn'Simar: Reyki3vík 9,;'6ð5íl;Síms™9'-16420 ° J Akranes: 93-2275 - Sknfstofa: 93-1095 32. tbl. Vlkan 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.