Vikan


Vikan - 12.08.1982, Side 28

Vikan - 12.08.1982, Side 28
Senn líður að því að hægt verði að fara að narta í nýju kartöflurnar og þá er upp- lagt að byrja á þessum megrunarkúr — það er að segja fyrir þá sem geta státað af einhverjum „umframþunga". Ef farið er nákvæmlega eftir honum má losna við 3—5 kíló á viku án þess að finna til sultar og verða meira að segja hressari og sprækari en áður. Það er lögð áhersla á að hafa þessa rétti mjög auð- velda og fljótlagaða svo að fólk sem vinnur úti geti notfært sór þennan megrunarkúr jafnt og aðrir. Ef gamlar kartöflur eru notaðar er hægt að bragð- bæta þær i suðunni, til dæmis með því að setja piparkorn í vatnið, sítrónu- safa og ef til vill eitt lár- viðarlauf. Það þarf oft lítið til að bæta útlitið og gera matinn lystugri og bragð- betri. Það er ekki að ástæðu- lausu að kartöflumegrunar- kúrinn fer nú sigurför um mestan hluta hins vestræna heims. Hann er hollur og ódýr, réttirnir fljótlagaðir og flestum finnast þeir góðir. Eiginlega var þessi megrunarkúr fyrst ætlaður fólki sem vildi aðeins losna við fá kíló en við vitum um fólk sem hefur losnað við 20—30 og allt að 40 kílóum. Það er hægt að nota sér þennan megrunarkúr eins lengi og hver og einn óskar sér vegna þess að nýjar kart- öflur eru mjög vítamín- auðugar og innihalda flest þau bætiefni sem við þörfnumst. Og noti maður hugmyndaflugið er ekkert því til fyrirstöðu að finna sjálfur upp breytilegar upp- skriftir svo kúrinn verði enn ánægjulegri ef nota skal hann lengi. í þessari viku birtum við uppskriftir fyrir fyrstu 7 dagana, góðar og hollar uppskriftir. Og ef þið fylgið þessum megrunarkúr alveg eftir er hægt að losna við 6— 10 kíló á tveimur vikum. Morgunmatur Morgunmaturinn er alltaf sá sami: kaffi eöa te án sykurs og rjóma, 1/2 sneið af grófu brauði sem er smurt en smjörið síðan skafið af að mestu, sneið af 30% osti og 2 dl súrmjólk eða jógúrt. Milli mála Ef þið verðið svöng á milli máltíða getið þið borðað eitthvað af eftir- töldu: tómat, gulrót, salatblöð, agúrkubita, 1/2 greipaldin eða bita af hráu blómkáli. Á meðan þið eruð á þessum megrunarkúr er ráðlegt að drekka ekki bjór eða vín. En þið megiö drekka sykurlausa drykki og sykur- og r jómalaust kaffi og te eins og ykkur lystir. Eins er gott að pressa sítrónu og blanda köldu vatni. Þaö er bæði ódýrt og hollt að eiga kældan sítrónu- drykk í ísskápnum. 28 Vikan 32. tbl. KARTÖFLU LOSIÐ YKKUR Á AÐEINS 14 Megrunarmajónes 2 1/1 dl grænmetissafi er soðinn og jafnaður með 1/2 msk. af maísenamjöli sem fyrst er hrært út í köldu vatni. Síðan er þetta kælt. Þá er 1 egg þeytt með örlitlu salti og 2 1/2 dl af grænmetisolíu (eða annarri matarolíu) hellt smátt og smátt út í og þeytt vel á meðan. Síðan er hinum kælda jafningi einnig bætt smátt og smátt saman við. Megrunar- majónesið geymist vel í kæli. Sósa Venjuleg jógúrt, þynnt meö appelsínusafa eftir smekk. Súrmjólk Súrmjólk, sinnep, sítrónusafi, salt og pipar, allt eftir smekk. 1. dagur Miðdegisverður: 1 sneið gróft rúgbrauð (munið að skafa mesta smjörið af) 100 g kaldar soðnar kartöflusneiðar, laukhringir, tómatsneiðar, saxaður graslaukur og 2 tsk. af megrunarmajónesi. Kvöldverður: 150 g kartöflur (afhýddar ef með þarf, annars þvegnar) rifnar gróft niöur, með lauk, salti og pipar. Látiö þetta í eldfast mót og hellið yfir einum dl af kjötkrafti (gott að nota súputeninga eöa kjötkraftsduft leyst upp í sjóðandi vatni). Látið mótið inn í 200 gráða heitan ofn og bakið í 40 mínútur. Með þessu eru borðuð 100 g af hökkuðu nautakjöti, þurrsteiktu, salatblöö og sítrónusneiðar. 2. dagur Miðdegisverður: 100 g kartöflur, soðnar og skornar í sneiðar, boröaöar með lauk- hringjum, tómatsneiðum, grænum paprikuhringjum, sítrónu, salat- blöðum og 75 g af mögrum osti sem skorinn er í smáteninga. Kvöldverður: 150 g kartöflur, afhýddar (ef meö þarf) og skomar í sneiðar, settar í pott og 2 dl kjötsoð, 150 g hvítkál og nokkur korn af heilum pipar. Látið þetta sjóða. Á meðan eru steikt 100 g af nautakjöti í örlítilli olíu og því blandað saman við kartöflurnar og hvítkálið og látið malla smástund. Að síðustu er hakkaðri steinselju stráð yfir.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.