Vikan


Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 30

Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 30
G ARÐABÆ JARINDÍÁNARNIR SEGJA FRÁ Viðta/ við Jonee-Jonee, frægustu hljómsveit Garðabæjar. I íhaldssömu úthverfi er um það bil ein isjoppa. I hverfinu búa tannlæknar, forstjór- ar og annað millistéttarfólk. Alls um 5000 manns. Þetta er auðvitað Garðabær. Núna er komin önnur sjoppa þarna, eða svo segja meðlimir Jonee-Jonee mér. Þeir kalla sjoppurnar menningarmiðstöðvarnar í Garðabæ. — Við keyrðum alltaf heim í hverjum frí- mínútum, á hundrað, og settum eina plötu á fóninn, annaðhvort Sex Pistols, Sham 69 Rezillos eða Punishment of Luxury. Hlustuðum á eitt lag og fórum svo á hundrað í skólann aftur. — Það er fullt af bílskúraböndum í Garðabæ. Ég held að meölimir Jonee-Jonee hafi verið í þeim flestum. Það er markmið Jonee-Jonee að fá að halda hljómleika í menningarmiðstöð Garðabæjar, á þakinu á sjoppunni. Jonee- Jonee er fyrsta hljómsveitin úr Garðabæ sem verður fræg. í Síðumúla I blaðahverfi borgarinnar er húsnæði sem auglýsingastofa nokkur hefur yfirgefið. Þar er herbergi sem Jonee-Jonee æföi í. Hljóm- sveitin fékk að vera þar til 1. júlí. í húsnæðinu er stórglæsilegt Sonor-trommusett, með verð- miðanum 49.500. Þetta virðist hæfa vel hinum frábæra trommuleikara Jonee-Jonee, Berg- steini, en hann segir mér að hann eigi það ekki. — Við eigum 1/3 af söngkerfinu og búið. Skömmu eftir komu Bergsteins birtist á- kaflega dularfullur maður. Hann er að mestu sköllóttur, nema framan á hvirflinum er síður toppur. Þetta er Garðabæjarindíáninn Þor- var. Hann er söngvari Jonee-Jonee. Hann virðist halda sig í nokkurri fjarlægö frá umhverfi sínu en þegar á líður kemur í ljós að maðurinn er viðkunnanlegur og viðræðugóð- ur, eins og þeir allir. Einhvern veginn finnst mér ég hafi séð manninn áður og þegar hann minnist á að hann hafi verið í hljómsveit Ellu Magg rennur upp ljós fyrir mér. Þetta er gaukurinn með pungbindið og furðulegu hár- greiðsluna! Það var sannarlega furðulegt liðið hennar Ellu Magg. Þriðji meölimurinn er Heimir, bassa- leikarinn. Hann vekur ekki áhygli fyrir útlit en leynir á sér. Einkahljómleikar Jonee-Jonee spilar nokkur lög fyrir mig þarna í æfingahúsnæðinu. Tónlistin er þétt og frumleg, að maður segi ekki frumstæö. Þetta er hálfgerð frumskógatónlist. Auk bassa og tromma notar Þorvar saxófón og svo bregður víða fyrir laglegum röddunum þegar drengimir leggja raddbönd sín saman í kór. I lagasmíðunum er ekki lögð áherslá á grípandi laglínur og þess vegna virkar tónlistin nokkuð þung í fyrstu. En þegar hlustað er á upptökur koma eiginleikar hljómsveitarinnar vel í ljós, þeir eiginleikar sem ég minntist á áðan. Eftir þessa einkahljómleika setjumst við niður og ég spyr hinnar augljósu spurningar: Af hverju bara bassi og trommur? — Bara. Síðar í viðtalinu viðurkenndu þeir fyrir mér að þeir væru hræddir um að mórallinn í hljómsveitinni skemmdist ef bætt yrði við mönnum. Þeir sögöu þó að möguleiki væri á að bæta við öðrum bassaleikara. — Gerir þessi hljóðfæraskipan ekki miklar kröfur bæði til áheyrenda og hljómsveitar? — Til hljómsveitar, jú. Við höfum ekki pælt í hvort þetta gerir kröfur til áheyrenda. Það er líklegt. Þeir upplýsa mig um að mannaskipti hafi orðið í hljómsveitinni í janúar. Einar Pálsson bassaleikari hafi hætt og Heimir tekið við. Einar sé nú hljómborðsleikari hjá Egó. — Einar er óstöðvandi frjór tónlistar- maður. Eiginlega allt of frjór. Hann getur ekki stoppað. Heimir hafði aldrei snert á bassa þegar hann fékk kassettu með lögum hljóm- 30 Vikan 32. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.