Vikan


Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 41

Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 41
Höfundur: Margit Sandemo Teikningar Ragnhildur Stefánsdóttir 7. hluti Framhaldssaga Svartí engfflinn Hún lokaði þeim og andvarp- aði, um leið og hún hvíldi höfuðið sem snöggvast við öxl hans. Niku- lás af Ilmen lyfti höndunum til að faðma hana að sér, en hún hvíslaði og bar óttá: — Hreyfið yður ekki! Svo lyfti hún höfðinu aftur, og varir hennar nálguöust vanga hans hægt. Síðan kyssti hún örið hans- ljóta með slíkri ástúð og mýkt, aö hann skalf allur. — Þetta var hin ástæðan, hvísl- aðihún. Svo þaut hún út úr herberginu, áður en hann rankaði við sér. Það var sem hún hefði dáleitt hann. 8.KAFLI. Johnsen var áhyggjufullur. — Ætlið þið virkilega aö fara til borgarinnar núna? Það er allt í uppnámi þar um þessar mundir. Síöan Axel greifi af Fersen var myrtur, hafa verið stöðug upp- þot, og enginn aðalsmaður er óhultur. — Finnst þér ég líta út eins og aöalsmaður, Johnsen? spurði höfuðsmaðurinn, sem var ólíkur sjálfum sér þennan morguninn. Það var líkast því, sem hann ætti bágt með að hafa hemil á inni- byrgðri gleði. — í þessum grófa sauöskinnsjakka og þessum stóru stígvélum? Varla veröur feguröin mér að falli heldur. Auk þess för- um viö í litla vagninum. — Bláa blóðið leynir sér þó ekki, höfuðsmaður, sagði Johnsen. — Hreyfingar yðar og framkoma koma upp um yöur, það fer ekki hjá því. Nikulás af Ilmen hló feimnis- lega og gaut augunum til Tessu, sem stóð við hlið hans hjá vagnin- um og var að kveðja Daniel. Hann var ekki meira en svo viss um, hvernig hann átti að koma fram við hana þennan morguninn. — Engum dettur þó í hug að bendla mig við neinn aðal, sagði hún brosandi. — Þar skjátlast yður, ungfrú Teresa, sagöi Johnsen alvarlegur í bragði. — Fínleg framkoma er yður meðfædd, og í þessari fall- egu, bláu loðskinnsbrydduðu kápu eruð þér glæsilegri en nokkur aðalsmær. — Ég þakka, sagði hún undrandi og lét Daníel aftur í fangið á frú Carelius. — Nei, Daníel, sagði höfuðs- maðurinn og hló. — Það þýðir ekki að biðja mig. Hafi móðir þín sagt nei, þá er það nei. Þú getur ekki komið með okkur núna. En við komum fljótt aftur. Tessu leið ekki alltof vel þessa stundina. Hún iðraðist þess sár- lega að hafa ljóstraö upp um til- finningar sínar gagnvart höfuðs- manninum, en um leið óskaöi hún þess af öllu hjarta, að hann segði sér, að stúlkan skipti hann ekki lengur neinu máli. 0, hvað hún þráði að leita huggunar í faömi hans, finna sterka arma hans utan um sig, leggja höfuöið á öxl hans, eins og hún hafði gert kvöldið áð- ur, heyra hann segja, að... Nei, hvaða draumórar voru þetta eiginlega? Höfuðsmaðurinn lofaöi Johnsen, að þau myndu gæta fyllstu varúð- ar, og svo hjálpaði hann Tessu upp í vagninn. Ekillinn sveiflaði svip- unni, og vagninn ók af stað. Að baki sér heyrðu þau hávær mót- mæli Daníels. Litli drengurinn hennar vissi fátt skemmtilegra en að aka í hestvagni, svo að ef til vill var þaö aöalástæðan fyrir gráti hans. Enn hafði ekki snjóað neitt að ráði, en jörðin var dauð og kuldaleg yfir að líta. Ekillinn hafði hjálpað Tessu aö fela stóran, flatan pakka í vagninum, áður en þau fóru af stað. Pakkinn hafði aö geyma bestu vatnslitamyndirnar hennar og fáein málverk. Fal- legustu myndina sína, myndina af kræklótta trjástofninum í þok- unni, haföi hún ákveðiö að gefa höfuðsmanninum í jólagjöf. Ekki vegna þess, að hún gerði sér háar hugmyndir um listfengi sitt, en hún var ánægð með þessa mynd, og hún vildi gjarna gefa honum það besta, sem hún átti. Hún heföi viljað ramma myndirnar inn, en það hafði ekki reynst unnt, þar eð ferö þeirra var ákveðin af slíkri skyndingu. En hún vonaði, að listaverkasalinn, sem hún kannaðist við, færi ekki aö setja það fyrir sig. Rammar voru alltént ekki aðalatriðið. Sjálfsagt var það mikil dirfska aö halda, að hún gæti selt nokkra af þessum myndum sínum. En hún vildi svo gjarna reyna að hjálpa höfuðsmanninum, endur- gjalda honum að örlitlu leyti allt, sem hann hafði gert fyrir þau Daníel. Þau sátu hlið við hlið í vagnin- um, eins langt frá hvort öðru og framast var unnt, því að hvorugt vissi, hvernig það átti að haga sér eftir atburði næturinnar. Höfuðs- maðurinn sagöi henni nöfn á kennileitum, þar sem þau óku um, og hún naut þess aö hlýöa á rödd hans. — Þú hefur klippt þig, sé ég, sagði hann allt í einu og brosti. — Já, það klæðir þig vel. Ég hefði þó heldur viljað sjá þig meö hárið hrokknara. Þá hefðirðu orðið enn- þá frísklegri og eðlilegri. Tessu sárnaöi. — Var hún með stutt hár? spurði hún stillilega. — Var það hrokkn- ara en á mér? Hann dró andann djúpt og horföi út undan sér til hennar. — Já, reyndar var það svo. Og Tessu sárnaði enn meira. Hún var þannig skapi farin, að hún gat orðið snögglega reið, en nokkrum mínútum síðar var henni runnin reiöin. — Ég biöst afsökunar á, að hár mitt skuli ekki vera ljóst líka, þar sem þér viljiö augljóslega hafa mig sem líkasta henni! — Vil ég. . . ? át hann upp eftir henni og starði á hana undrunar- augum. — Herra minn trúr, hvernig ég hef hagað mér. Ég biöst afsökunar! Jafnskjótt rann henni reiðin, og hún iðraðist orða sinna. Hún reyndi að skipta um umræðuefni. — Höfuðsmaður, sagði hún. — Er það ekki talsvert há gráöa í hernum? — 0, jæja, það er næsta gráða fyrir neðan ofursta. Raunar þjón- aði ég aldrei sem slíkur. Ég var útnefndur höfuðsmaður í stríðs- lok, og nokkru seinna varð ég að biðjast lausnar vegna áverkanna, sem ég hafði hlotið. — Svo þér tókuð þátt í stríðinu við Rússa? Voruð þér þá orönir yfirmaður? — Já. — Komuð þér heim um leiö og Kristján? — Það veit ég ekki. Við vorum að minnsta kosti ekki samskipa. Tessa horfði út um gluggann og hugsaði til ljóshærðu stúlkunnar hans með litlum innileika. Borgin var nær en hún hafði haldið. Allt í einu sáu þau fyrstu húsin, og brátt ók vagninn um kunnugar slóðir. Það var undarleg tilfinning að koma hingað aftur. Ömeðvitaö greip hún um hönd höfuðsmanns- ins og kreisti hana svo fast, að hnúarnir hvítnuðu. Þau óku gegnum borgina milli hárra húsanna, og svo staðnæmd- ist vagninn á aðaltorginu. — Hvert ætlar þú, Tessa? spurði höfuðsmaðurinn. — Get ég ekið þérþangað? — Nei, fyrsti áfangastaöurinn er bara rétt handan viö hornið, og sá næsti er heldur ekki langt undan. Ég get sem best gengið héðan. — Ég þarf að versla lítið eitt, áöur en ég hitti lögfræðinginn. Ég vil gjarna, að þú komir með mér til hans, svo að við getum rætt um Daníel við hann. — Þakka yður fyrir. En höfuðs- maður, það er ekki ofsögum sagt af óróleikanum hér. Menn eru augsýnilega á veröi og jafnvel til- búnir til atlögu, sýnist mér. — Þetta er rétt hjá þér. Viltu, að ég fylgi þér? — Nei, nei, þetta er hérna rétt hjá. Við skulum hittast hérna aft- ur. Eigum við aö segja eftir klukkustund? — Það hentar ágætlega. Tessa horfði á eftir honum, og um leið var henni horfiö öryggið, hlýjan og eftirvæntingin, sem um- luktu þau. Hún fann, að hún skalf. Það blés kalt eftir götunum, öllum virtist kalt, ekki aðeins líkamlega, heldur einnig á sálinni. Hún hafði 3*. tbl. Vlkan 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.