Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 5

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 5
r Langholtskirkju og mer hreinlega blöskraði. Það tók út yfir allan þjófabálk, þegar sunginn var hinn viðurstyggilegi dægurlaga- texti „Slappaðu af og haltu kjafti“ sem ætti að banna bæði í útvarpi og sjón- varpi. — Hins vegar skal þess getið, að ég hlustaði á svokallaðar Dægurtíðir í útvarpinu um daginn. Þær fóru víst fram í Háteigs- kirkju hér á dögunum, og það var allt annar og miklu manneskjulegri svip- ur yfir þeirri athöfn en pop-messunni. En meðal annarra orða: Hvað er þetta unga fólk að ryðjast inn í kirkjurnar með hávaða og látum? Ef það vill koma til. kirkju getur það gjört svo vel og samið sig að þeim siðum, sem þróazt hafa hér á landi í áraraðir. Ef það vill það ekki, þá getur það haldið sig einhvers staðar annars staðar með allan sinn skít, hávaða og Ijót- leika. Ég segi það alveg satt, að ég er orðin hund- leið á þessu endalausa dekri við táningana og unea fólkið. Eg vil fá að vera í friði —• að minnsta kosti í kirkjunni minni. Með þökk fyrir væntan- lega birtingu. Gömul móðir. Pop-messumar era eitt- hvert umdeildasta fyrir- bæri, sem skotið hefur upp kollinum í þjóSIífi okkar í lengri tíS. ÞaS er í raun- inni ekki nema eSlilegt, þar sem þær snerta það sem mönnunum er helgast — sjálfar kirkjurnar. Við leggjum engan dóm á mál- iS, en okkur hafa borizt mörg fleiri bréf. Þetta er það harðasta á móti. — í næsta Pósti birtum við svo eitt af hólbréfunum. VIZKAN OG BRJÓSTVITIÐ Kæra Vika! Við höfum nú allt að tíu ár lifað lúxuslífi, sem vart þekkist í Evrópu og alls ekki á okkar breiddar- gráðu. Gjöful fiskimið, gott verð fyrir afurðir og ótak- mörkum bjartsýni hafa íleytt okkur áfram, eins og spútnikum stórveldanna á þessum árum. Svo mikil hefur bjartsýnin verið, að jafnvel forystumenn þjóð- arinnar hafa látið blekkj- ast og áttu ekki um tíma nægjanlega sterk orð til að telja fólkinu trú um, hve ríkir við værum, hvað við gætum veitt okkur af mun- aði og hve frjálsir við vær- um til æðis og athafna; þúsundir milljóna í gjald- eyrissjóði og allsnægtir handa öllum. Allt í einu sprakk blaðr- an; gjaldeyrissjóðurinn uppurinn og samdráttur, atvinnuleysi og kreppa framundan. Var þörf á, að svo færi, þótt um tíma kæmi afturkippur, verð- fall og sölutregða? Margir eru þeirrar skoð- unar, að svo hafi ekki ver- ið, ef forsjálni hefði verið ríkjandi hjá þeim, sem héldu um stýrið. Hvað var að? TJm það eru margar meiningar. — Væri nú ekki athugandi að líta um öxl og athuga hvað veldur? Hefði ekki verið skynsamlegra að spyrna við fótum fyrr en gert var og þá hvernig, og er ekki enn hægt að gera það? Væri til dæmis ekki hugsanlegt að ríkisstjórnin leitaði samvinnu við fram- kvæmdamenn þjóðarinnar í stað þess að láta lang- skólagengna hagfræðinga og embættismenn eina um að legg.ia línurnar? Lítil þjóð getur ekki lif- að á vizkunni einni saman. Þar verður einnig að koma til brjóstvitið og reynslan, ef vel á að fara. Get.ur ekki ríkisstiórnin kallað sér til ráðuneytis dugandi framfaramenn at- vinnuveganna, ekki for- ystumenn, — leitað skoð- ana þeirra án skuldbind- inga, kvnnt sér viðhorf beirra til vandamála nú- tímans og framtíðarinnar ocf haft þá til ráðuneytis við hlið hagfræðinga og emhættismanna? Er þetta ekki umhugsun- arvert? A. Jú, þetta er vissulega umhugsunarvert á þessum síðustu og verstu tímum. Við komum hugmyndinni hér með á framfæri. ' u Fæst f öllum apótekum Nú er rétti timlnn fyrir :°UrB Bragðbezta kexið er nú sem fyrr LIMMETS og TRIMETS. LátiS LIMMETS og TRIMETS stjórna þyngdinni. KEILDSÖLUBIRGÐIR: G. dlafsson hf. ™,.. UafiiHiai-h ariir INNI OTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR Jhmi- & Hltihutiit H □. VILHJÁLMSSDN RÁNARGÖTIJ iz SÍMI 19669 V_ 18. tbi. vikan 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.