Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 21
3 laginu, og síðast en ekki sízt frábær söngur. Lagið hæfir vel fallegri og óþvingaðri röddu söngkonunnar. Samspil blokkflautu og slag- hörpu í hálfgerðum menúettstíl er líka vel útfært og mætti segja mér, að þar væru að verki Sigurður Rúnar og Karl Sighvatsson. Lag Grétars Ingvarssonar heitir „Æsku- ást“, og það er líka athyglisvert. Erlu lætur greinilega vel að syngja lög í þessum anda, a.m.k. nýtur falleg rödd hennar sín sérstak- lega vel í þessu lagi. Textann gerði Rafn Sveinsson. Hafi aðstandendur Tónaútgáfunn- ar ekki vitað, að á hljómplötu Sigrúnar Harðardóttur, sem kom út fyrir ári, er lag eftir Gunnar Þórðarson, sem heitir „Æsku- ást“, þá vita þeir það hér með. Erlendu lögin tvö heiti „Óskalagið" (I only live to love you) og „Geturðu nokkuð gert að því“ (Sad memories). Fyrenfnda lagið hefur Cilla Black m.a. sungið við góðan orðstír. Útsetning íslenzku útgáfunnar er að vonum talsvert í anda frumútgáfunnar en ekki er þó rétt að gefa útsetjara mínus fyrir það. Af einhverjum orsökum nær Erla ekki jafn góðum tökum á þessu lagi og þeim tveim, sem nefnd hafa verið. Röddin virðist óstyrk á parti og átök- in við hærri nóturnar heppnast ekki sem skyldi. Sjálft er lagið fallegt en orðið nokk- uð gamalt og útþvælt. Það er erfitt að syngja lag sem þetta og þarf mikil príma- donnuhljóð svo að höfundur lagsins, hinn ítalski Colonello, geti unað glaður við sitt. í texta Birgis Marinóssonar segir m.a. á ein- um stað: „Síðan þann dag syng ég mitt lag,“ Þetta er ekki góð íslenzka. Þetta er nánast danska. Hitt erlenda lagið, „Geturðu nokk- uð gert að því“, söng Lulu á plötu fyrir nokkru, en það naut aldrei tiltakanlegra vin- sælda hér á landi. — Lagið er fremur ómerkilegt og Erlu er vorkunn að þurfa að syngja það. Þess vegna er bezt að gefa eng- um einkunn fyrir frammistöðu. Og þó — varst það þú, sem spilaðir á píanóið, Kalli? Iss .... Þessi hljómplata var hljóðrituð hjá útvarp- inu, og sá Pétur Steingrímsson um þá hlið málsins, sem hefur tekizt mjög vel. Tóna- útgáfunni ber þökk fyrir eigulega plötu og vandaða. * BOSSA NOVA MEÐ EINKENNUM ROKKSINS Ipanema er útborg í Rio de Janeiro. Þaðan er sá frægi kvenmaður ættaður, sem um getur í laginu ,,The Girl From Ipanema". Þaðan er líka Sergio Mendes, píanóleikari, söngvari, útsetjari, lagasmiður, hljómsveitarstjóri o.fl. Hljómsveit hans heitir ..Brazil ‘66‘‘ og hann bætir gjarna nafni sínu þar fyrir framan. Músikin, sem þetta fólk flytur, er líka kölluð „Brasil ‘66“. Þessi músik nýtur nú mikilla vin- sælda vestanhafs og ekki er loku fyrir það skotið, að hún eigi eftir að verða vinsæl í Evrópu. Senjor Mendes var nýlega á ferð í London með liði sínu þeirra erinda að kynna þessa nýju tegund dægur- tónlistar — „Brasil “66“. En hvers eðlis er þá þetta nýja tónlistarfyrirbrigði spyrja menn. Senjor Mendes á sjálfur erfitt með að útskýra það, en spakur tónlistargagnrýnandi hefur lýst því sem popp útgáfu af píanóspiluðum djassi með ívafi af blæbrigðum suður Amerískrar tónlistar ásamt með einkennum nokkurra þekktra lagahöf- unda, svo sem Lennon og McCartney, Mancini og Burt Bachararc. Það fylgir sögunni, að músikin sé fremur róleg en með mjög ákveðnum takti. Japanir kalla þetta ,Latin Rock“, þ.e. bossa nova með ein- kennum rokksins. Nánari útskýringa ætti ekki að vera þörf! Ein íslenzk hljómsveit hefur leikið talsvert af þessari músik, svo okkur sé kunnugt. Það er hljómsveitin Musica Prima, sem leikur í Leikhúskjall- aranum. Við spáum því, að þess verði ekki lengi að bíða, þar til fleiri ísl. hljómsveitir taka þessa músik inn á efnisskrána. Þrír brasilískir náungar og tvær bandarískar dömur skipa hina frægu hljómsveit Sergio Mendes. Tvö lög mætti nefna, sem þessi hljómsveit hefur leikið á plötu við góðan orðstír. Annað er ,,Look Around'* en hitt „With a Little Help from my friends'* eftir Bítlana Lennon og McCartney. Þá hefur hljómsveitin leikið inn á fjölda hæggengra hljómplatna, sem margar hverjar fást hér í verzlunum. Ein nýjasta platan er gerð í samvinnu við Herb Albert og heitir hún „Herb Albert presents Sergio Mendes and Brasil ‘66“: Vönduð vinnubrögð einkenna fjögurra laga hljómplötu Erlu Stefánsdóttur, en þessi plata hefur verið í umferð nú um nokkurt skeið. Þetta mun vera í fyrsta sinn að Erla syngur á plötu án Póló og hefur þessi skip- an mála gefið ágæta raun, og er þó engri rýrð kastað á Póló! Slíkt er ágæti þessarar plötu, að segja má með nokkrum alvöru- þunga, að tæpast hafi í annan tíma komið hér út jafn vel heppnuð plata í þessum stærðarflokki. Valinkunnir menn hafa líka lagt hönd á plóginn, og ber þar fyrst og fremst að nefna Sigurð Rúnar Jónsson, en vel unnar útsetningar á plötunni bera hæfi- leikum hans glöggt vitni. Betri helmingur plötunnar eru íslenzku lögin tvö — eftir Magnús Eiríksson og Grét- ar Ingvarsson. Magnús hefur látið mörg ágæt lög frá sér fara á tiltölulega skömmum tíma, og ber vissulega að þakka Tónaútgáfunni fyrir að virkja hans ótvíræða hæfileika á þessu sviði. Lagið, sem Magnús hefur samið fyrir Erlu við ágætan texta Kristjáns frá Djúpalæk, heitir „Við arineld". Þetta er bezta lag plötunnar og ber þar margt til: Falleg laglína, vönduð útsetning og vel út- færð, góður texti, sem fellur sérlega vel að Útsetjarinn — Sigurður Rúnar. ».■& i i8. tbi. VIICAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.