Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 4
GpStóVEÖ 22 - 24 K3D2ÍM-32ZG2 Gólfdúkur — plast, vinyl og linóleum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7VaxlS, 11x11 og 15x15 cm. Amerískar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningavörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slippfál. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. V_______________________________________________________________________, HJÁTRÚ OG SYSTKINABRÚÐKAUP Kæri Póstur! Við erum hér tveir ung- ir menn, sem langar til að spyrja þig um mjög veiga- mikið atriði. Þannig er mál með vexti, að við erum trúlofaðir tví- burum, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. En sá er gallinn á gjöf Njarð- ar, að þær eru dálítið hjá- trúarfullar og vilja ekki láta gifta sig saman (þ.e.a.s. á sama stað og sama tíma). Eftir því sem þær segja er til gömul trú þess efnis, að ef haldið sé systra-, bræðra- eða systkinabrúð- kaup verði annað parið ó- hamingjusamt. Og nú er komið að spurningunni: Er eitthvað til í þessu? Við biðjum þig, kæri Póstur, að svara þessu fljótt og vel og útúrsnún- ingalaust. Með fyrirfram þakklæti fyrir svarið og beztu kveðj- um. R og H Nei, það er ekkert til í þessu, fremur en annarri gamalli hjátrú og hindur- vitnum. Við þekkjum margar systur og hræður og systkini, sem liafa látið gifta sig saman og hafa lif- að í hamingjusömu hjóna- bandi alla ævi. VESALINGS VEGFARENDURNIR Kæri Póstur! Þið skrifið oft um bíla og bíleigendur þarna í Vik- unni, og er ekki nema gott eitt um það að segja. En nú vill svo illa til, að ekki eru allir bíleigendur á fs- landi enn sem komið er og líklega fer þeim fækkandi á næstunni, ef kreppan heldur áfram. Eg vil ein- dregið, að þið hugsið líka um vegfarendur, sem fara alla sinna ferða fótgang- andi eða i strætisvagni. Þeirra hagsmunir eru að sjálfsögðu allt aðrir en hagsmunir bíleigendanna og þeir vilja oft gleymast, vegna þess að bíleigend- urnir eru í meiri hluta. Ég hef skrifað þér áður um þetta mál og þú birtir bréf mitt fljótt og vel. Hafðu þakkir fyrir það. Hins veg- ar hafa viðbrögðin orðið engin og þess vegna reyni ég að skrifa þér öðru sinni og vekja máls á réttindum okkar, hinnar þjáðu fót- gangandi alþýðu. Ég minnist aðeins á fá- ein atriði að þessu sinni, enda þótt af nógu sé að taka: í fyrsta lagi: Hvað gagnar að hafa þessar svo- kölluðu sebrabrautir út um allan bæ, þegar aðeins einn bílstjóri af hverjum tutt- ugu virðir rétt hins fót- gangandi manns, stanzar og lofar honum að ganga yfir götuna? Mér finnst til- litsleysi bílstjóranna fara stöðugt vaxandi. Maður þarf oft að bíða langalengi til þess að komast yfir göt- ur, þar sem umferð er stöð- ug. Mér finnst það hart, þegar maður á réttinn, að láta fara svona með sig. í öðru lagi: Hvernig væri að hafa biðskýli eða að minnsta kosti bekk við all- ar stoppistöðvar strætis- vagnanna, en ekki aðeins örfáar útvaldar, sem ég fæ ekki séð að hafi neina sér- stöðu. Biðskýlin urðu sum hver alrangt staðsett eftir að hægri umferðin gekk í gildi og enn hefur ekki verið framkvæmt að flytja þau á nýja og þarfari staði. É'g læt þetta nægja í bili og vona að þú styðjir mál- stað okkar. Faraldur. Jú, við styðjum málstað „hinnar þjáðu, fótgangandi alþýðu“ af heilum hug. Ef fleiri vilja leggja orð í belg eða móti, er orðið laust. 'ftfcÍLi2íúíi‘.í:^:. POP-MESSURNAR Kæra Vika! Ég fæ ekki með nokkru móti skilið, hvernig menn, sem eiga að hafa lært til prests og vígðir hafa verið sem „þjónar drottins“, láta aðra eins forsmán viðgang- ast í kirkjum sínum og þessar Pop-messur. Ég var viðstödd eina slíka í 4 VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.