Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 16
KYNFERÐI BARNA OG KERLINGABÆKUR Frá örófi alda hefur mönnum leikið mikill hugur á að geta fyrirfram sagt um kynferði óborinna barna. Margar aðferðir hafa verið til þess notaðar. Stjörnufræðingar, æðstuprestar og töframenn þóttust sjá og skynja ýmis tákn, sem af mætti ráða kynferði ófæddra barna — nokkuð öruggir í vissu sinni um, að meðaltalslögmálið sæi til þess, að þeir hefðu ekki rangt fyrir sér nema í annað hvert skifti. Auk þess voru þessir menn af öllu sínu starfi orðnir sérstakir snillingar í að haga orðum sínum á þann veg, að sá sem á hlýðir getur ráðið í mál þeirra, sér í vil, og þannig fengu þeir enn hækkaða hlutfallstölu þess, sem rétt var með farið. Meðal þeirra kerlingabóka, sem taldar voru segja til um kynferði ófæddra barna, var það, að piltbörn væru spriklsamari, stúlkurnar væru bornar hærra, piltbörn gerðu það að verkum að hægra brjóstið stækk- aði meira en hitt, en stúlkubörnin yllu verk f vinstri síðunni ... og svo framvegis. Það er ekki á ástæðulausu, að læknar nútímans brosa að þvílíkum staðhæfingum. Lengi vel framan af var engin leið að segja til um kynferði barna, fyrr en þau sáust í þessum heimi og hægt var að gæta að þeim skapnaði, sem segir svo ekki verður um villzt, hvort barnið er piltur eða stúlka. — En þó — fræðilegur möguleiki er á að segja fyrir um kynferði barna með nokkurri vissu, fimm mánuð- um fyrir fæðinguna. Ekki er víst, að slíkur fróðleikur væri þó heppilegur. Hann gæti leitt til sálfræðilegs vanda, sem menn- irnir hafa ekki áður staðið frammi fyrir. Setium svo, að hión eigi fimm syni, en eigi nú von á sjötta barn- inu og óski þess af alhug, að það verði nú dóttir. Undir venjulegum kringumstæðum verður biðin spenn- andi og forvitnileat að víta, hvort k'/nið kemur. En viti þau, að konan gengur með einn drenginn enn, í staðinn fyrir þráða stúlku, er hugs- anleqt, að hún fái ósiálfráða andúð á ófæddu barninu. Og hvaða af- le’ðingar kynni það að hafa? Oq hvaða afleiðinqar kvnni slík forspá að hafa í einveldisríkium, þar sem harðstjóri situr á stóli? Setium svo, að Nazistar í Þýzkalandi forðum hefðu kunnað að spá um kvnferði ófæddra barna. Er fjar- stæða að láta sér detta í hug, að Hitler hefði láhð fyrirskioa evðingu allra þeirra fóstra, sem vissa væri fyrir að væru stúlkufóstur? Astæð- an hefði qetað verið sú, að fóðra ekki fleiri börn en nauðsvnlegt væri- oiltbörn væru nauðsynleg til að viðhalda hinum hreina, bláeyga oq Þóshærða kynstofni oa beriast fvrir hann. en konur til undaneldis mætti síðan flytja inn frá hertekn- um ríkjum. Enn sem komið er hafa sálfræð- ingar og þjóðfélagsfræðingar ekki J6 VIKAN 18- m- fengið slík mál til rannsóknar, en síðan 1942 hafa læknavísindin haft á valdi sínu aðferð til að kanna þetta. Rússar urðu fyrstir til að kyn- greina þannig ófædd börn með blóð- greiningu, þannig að þegar hor- mónið LH er sterkara í blóði móður- innar en hormónið FSH, eru meiri líkur fyrir piltbarni og öfugt. Rúss- ar tilkynntu í upphafi 90% öryggi af slíkri spá, en Bandaríkjamenn, sem tóku upp þráðinn þegar er þeir fréttu af þessu, náðu ekki nema 75% öryggi í spánni — sem kannski er ekki laklegt. En hvernig væri það, að geta fyrirfram ráðið, hvort afkomandi manns verður dóttir eða sonur? Svo virðist, sem fólk hafi um allan ald- ur haft mikla löngun til að ráða þessu og hagræða í hendi sér, rétt eins og þegar verið er að velja húsgagn. Yfirleitt hafa óskir um syni verið til muna eindregnari, kóngar og aðrir höfðingjar hafa viljað geta syni sem taka myndu við af þeim á hásætinu, bændur hafa þurft á sonum að halda til að hjálpa þeim við búskapinn, konur hafa óskað eftir ímyndum eiginmanna sinna, en fyrir hefur þó komið, að foreldri eða foreldrar hafa óskað eftir mey- börnum; meira hefur það þó alla- jafna verið af tilfinningalegum or- sökum en rökvísum. Margslags kerlingarbækur hafa verið uppi um það, hvernig fara skuli að því að qeta barn af réttu kyni. Sagt er, að drengir séu getn- ir nærri fullu tungli. Sömuleiðis, að líklegra sé að drengir komi undir, þegar svalvindar gnauða. Því sé nærri öruggt að geta piltbarn á fullu tungli í nöprum norðangarði. Sumir segja líka, að drengir séu getnir fyrir miðnættl, en stúlkur eft- ir. Vinsæl er sú kenning, að þegar kona sé ástheitari en karlinn komi synir, og öfuqt. Sumir sögðu, að annar eggjastokkurinn framleiddi aðeins mevbarnaegg, hinn aðeins sveinbarnaegg, oq sama skoðun var til um eistun. Ef til vill í samræmi við þessa kenningu var reglan um það. að konan ætti að hvíla á ann- arri hl'ðinni við qetnað ef hún ósk- aði eftir mevbarni, en hinni, vænti hún piltbarns. Vísindi síðari tíma hafa leitt í Ijós, að kvnferði barna er algerlega undir sæði föðurins komið. í sæði karlsins eru karlkynsfrumur, og kvenkvnsfrumur, eða öllu heldur innihalda þær á víxl X krómósóm, sem framleiða meybörn, eða Y krómósóm, sem framleiða piltbörn. Möquleiki er á að aðskilja X sæði oq Y sæði í miðflóttaaflsskilvindum og tæknifrióvga með öðru hvoru, oq fá þannig miklar líkur til annars kynsins. Enn sem komið er, munu þó þessar tilraunir og kenningar vera einkum fræðilegar en ekki not- aðar í praxis Sumir telia sig þó hafa fundið tiltöluipaa örugga og einfalda leið til að ákveða kynferði barna sinna fyrirfram. Hún byggist á þeirri kenningu, að Y sæðið, það sem framleiðir piltbörn, sé ekki eins líf- seigt og X sæðið, en hins vegar ágengara í leit sinni að eggi til að frjóvga. Samkvæmt því á að forðast samfarir nokkurn tíma, ef geta skal meybarn vísvitandi, en hafa þær síðan um tveimur sólarhringum fyr- ir líklegasta egglosdag, og ekki aft- ur fyrr en eggið er annað hvort ör- ugglega úr sögunni eða frjóvgað. Með þessu á það að vinnast, að Y sáðfrumur séu til þess að gera færri í sæðinu, en X sáðfrumurnar fleiri og virkari. Þar við bætist, að þær lifi lengur í líkama konunnar en Y sáðfrumurnar, og séu því nær ein- ar um samkeppnina um eggið, þeg- Getnaðarvarnir eru ekki til að úti- loka barneignir, sem myndi fela í sér útdauða mannkynsins eða þeirra hópa, sem þannig færu að. Getn- aðarvörn er aðferð til að ráða því, hvenær barnsfæðingar er óskað og við hvaða kringumstæður. Hver kona hefur sín sérkenni þungunar. Samt eru viss einkenni eins og rauður þráður allan með- gögnutímann, og hægt að ganga út frá þeim nokkuð vísum. Hér verð- ur reynt að gefa einhverja hug- mynd um það, sem gerist þá níu mánuði, sem líða frá getnaði til fæðingar. Ef til vill hafa sumir les- enda nokkuð aðra reynslu, en það sem hér fer á eftir er talið algeng- ast: Fyrsti mánuður: 1. dagur: Eggið frjóvqast. Það á sér venjulega stað á miðju tíðabil- inu. 7.-9. dagur: Eggið festir sér ból í leginu. 14. dagur: Tíðahvarf í fyrsta sinn. 14,—28. dagur: Fyrstu einkenni þungunnar kunna að gera vart við sig. Venjulega þó ekki fyrr en síð- ar. Annar mánuður: Morgunógleði hefst. Hún er væg og misjöfn, en getur líka valdið verulegum óþægindum. Hún stend- ur veniulega í því nær sex vikur. Ein fyrstu einkenni þungunar eru hrevta. Svefnþörf eykst verulega. Á þeosum tíma getur konan fundið til eins konar þrýstings í brjóstunum og þau kunna að verða viðkvæm. Þvaglát verða einniq miög tíð, þótt þegar hér er komið sögu sé barnið enn ekki farið að þrýsta neitt á blöðruna. Þriðii mánuður: Um þetta leyti taka brjóstin að stækka. Húðin umhverfis geirvört- urnar dökknar. Kviðurinn tekur ögn að stækka, svo lítið þó, að þess verður varla vart. Stækkandi legið verður eins og lftil, hörð kúla. Þreyta getur orðið yfirþyrmandi. Gífurleg matarlyst getur gert vart við sig á fæðutegundum, sem eng- inn áhugi hefur verið á áður. ar það er tilbúið til frjóvgunar. Tiltölulega einfaldara er að stofna til piltbarns samkvæmt kenningu þessari: Til þess þarf aðeins að hafa samfarir sem oftast þá daga sem egglos er líklegast. Þá er ævinlega mikið fyrirliggjandi af Y sáðfrum- um, og þar sem þær eru ágengari (samkvæmt kenningu þessari), verð- ur nær örugglega um getnað pilt- barns að ræða. Okkur er ekki kunnugt um, að þessi kenning hafi verið vísinda- lega hrakin, þótt læknavísindin hafi tekið henni með miklum fyrirvara um raungildi. En þeir foreldrar eru til, sem halda því fram, að þeir hafi á þennan hátt stjórnað kynferði allra sinna barna. Fjórði mánuSur: Á þessum mánuði stækkar legið svo mjög, að þungunin verður aug- Ijós. Hægðatrega getur orðið vands* mál. Fimmti og sjötti mánuður: Fyrstu hreyfinga barnsins verður vart. Fyrst léttra og flöktandi. Lækn- irinn á auðvelt með að greina hjart- slátt barnsins. Ofurlítil útferð getur gert vart við sig úr brjóstum. Sjöundi og áttundi mánuSur: Þennan mánuð spriklar barnið kröftuglega. Rákir, „teygjurákir", koma í Ijós á kviðnum. Mið- lína kviðarins getur orðið blettótt, dökknað. í sumum tilfellum koma dökkir blettir á andlitið. Níundi mánuður: Þetta er tímabil mestu óþægind- anna. Legið hefur stækkað mjög og þrýstir á önnur líffæri ( kviðarhol- inu. Eitt af einkennum þessa þrýst- ings eru tíð þvaglát. Á þessum tíma hættir barnið að hreyfa sig jafn kröftuglega og fyrr, og veldur það oft hræðslu þeirra, sem bera börn í fyrsta sinn. Þær óttast, að eitthvað sé að. En raunar hefur barnið mjög lítið rúm til að hreyfa sig í. Þar að auki hefur komið fram sú kenning, að súrefnisskortur komi í veg fyrir að barnið geti hreyft sig að ráði. Þennan lokamánuð eru konurnar oft að rifna af óvenjulegri iðjusemi og viljaþreki. Þær taka til hendinni og hespa því af, sem þær hafa lát- ið ógert svo mánuðum skiptir, — hreinsa skápa, lagfæra föt, og ann- að, sem viðkemur heimilinu. Um það þil tveim vikum fyrir barnsburð kemur „létting", eins og sumir eldri læknar kölluðu það. Þá sígur legið neðar, og þrýstingur á önnur líffæri minnkar. Þetta gerir konunni léttara fyrir og henni líður betur eftir. Á 280. degi meðaltalsþungunar- innar gera fæðingarhríðir vart við sig og barnsþurður hefst. HVAÐ GERIST Á MEÐGÖNGUTÍMANUM?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.