Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 41

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 41
Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? ! > '■ ^ é ■ „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. Hún breiddi yfir sig, lokaði aug- unum. Enginn þurfti að vita, að hún hefði vaknað. Það þurfti enginn að vita, að hún lá vak- andi undir ábreiðunni. Þegar hún titraði af skelfingu, þegar kaldur hrollur fór eftir baki hennar, þegar hún stífnaði af örvilnun, þá var það aðeins vegna þess að hún hafði tvisvar orðið ástfangin af Jiirgen Sie- bert. Guð minn góður, hvers vegna hefurðu látið þetta verða? Hvers vegna hefurðu valið mig til þessa? Henni fannst einhver bölvun hlekkja sig við hann. Það nægði ekki, þótt hún flygi til Marokko, að jarðskjálfti hristi hana til, að hún missti minni sitt, að hún fengi falska pappíra, bæri annað nafn, alltaf þurfti hún að rekast á hann aftur. Hve hræðilegt að hún skyldi ekki hafa þekkt hann aftur. Að hann var henni ókunnur en þó um leið svo kunnur. Nú fyrst runnu tár örvilnunar niður kinnar hennar. Hann hafði ekki haft neina meðaumkun með henni. Hann hafði notað allar lygar, ekkert hafði verið of níð- ingslegt fyrir hann. Hve orð hans hljómuðu hæðnislega í eyr- um hennar. Þegar hún heyrði allt í einu fótatak, hélt hún niðri í sér and- anum. Dyrnar opnuðust hljóð- lega, ljós féll inn um rifuna. Jan- ine hafði lokuð augun, lék að hún væri sofandi. En hún vissi, að þetta var Jiirgen, og hún fann að hann beygði sig yfir hana. — Nú, og? spurði Gaby, þeg- ar hann kom aftur niður. -— Hún sefur, sagði Júrgen, — en hvað gagnar okkur það? Allar götur í nágrenninu eru sjálfsagt undir gæzlu, sérhver bíll verður stöðvaður, það get- urðu verið viss um. Mér virðist sem þeir hafi um tuttugu hunda meðfram Isaránni og heilan her lögregluþjóna. . . . — Eins og þrjótarnir séu ekki fyrir löngu komnir veg allrar veraldar með feng sinn, sagði Gaby. Hún slökkti taugaóstyrk á sígarettu í öskubakka. •— Þú verður að viðurkenna það, elsk- an, að ef ekki hefði verið þessi þjófnaður hjá gimsteinasalanum, hefði ekkert getað mistekizt. — En það mistókst einmitt, sagði Jurgen þvermóðskufullur. — Og hvernig mun það ganga hér eftir, mér er spurn? Gaby stóð upp og gekk fram og aftur í stofunni. Biðin eftir tækifæri til þess að ryðja Jan- ine úr vegi, hafði gert þau bæði taugaóstyrk. Hann er dásamlegur elskhugi, hugsaði Gaby, en engin hetja. Aðeins óttinn um að missa mig, rekur hann áfram. íSg sé á hon- um, að hann vildi gjarnan gef- ast upp. Framhald í næsta blaði. Daglegt heilsufar... Framhald af bls. 33 Þá er komið að sokkum og skóm: Sokkar verða að vera mátuleg- ir, of litlir sokkar herpa tærnar saman, og of stórir sokkar fara illa í skóm og geta orsakað auma húð. Skórnir þurfa fyrst og fremst að vera vel rúmir. Skólag fylgir auðvitað tizkunni, og við erum ekki ennþá alveg laus við mjóu tærnar og háu títuprjónahælana; en sem betur fer er skótízkan núna mjög hentug.. Flatbotnað- ir inniskór eru ekki hollir til að ganga á, þeir eru aðeins til svefn- herbergisnota. Heilsusandalar eru ágætir innan dyra, en það er bezt að skipta oft um skó. Gang- ið aldrei á götuskóm innan dyra. Ef fæturnir eru illa haldnir t.d. vegna slæmra líkþorna og nið- urgróinna nagla, þá er nauðsyn- legt að leita til fólks sem er sér- menntað í fótsnyrtingu, þá er líka auðveldara að halda fótun- um vel við á eftir. Dregið hefur verið í ann- arri skyndigetraun Vikunnar. Dregið var um tvo vinninga, hártopp og hárkollutösku frá GM búðinni. Vinningar féllu sem hér segir: En ef um sjúkdóma er að ræða, þá segir það sig sjálft, að nauð- synlegt er að leita læknis.... Hártoppur: Jónína S. Lár- usdóttir, Ölduslóð 1, Hafnar- firði. Hárkollutaska: Hrafnkell A, Jónsson, Klausturseli, Jök- uldal, N.-Múlasýslu. ☆ Slgurveganar í skyndi- gefraun 2 18. tw. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.