Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 19

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 19
Frjóvgun á sér stað með þeim hætti, að sæði karlmannsins mætir eggi konunnar í eggjaleiðaranum, sem liggur frá eggjastokkunum til legs- ins. Ekki er enn vitað með fullri vissu, hvað gerist þegar egg og sæði mætast, en nokkuð er þó full- víst í því sambandi. Til dæmis, að eggið hafnar óþroskaðri eða van- skapaðri sáðfrumu. Það er eins og að það viti, að slíkt sæði geti ekki leitt af sér eðlilega sköpuð og þroskuð börn. Ennfremur er talið, að margar sáðfrumur leiti samtímis inngöngu í eggið, en svo lltur út, sem eggið velji jafnaðarlega beztu og heilbrigðustu sáðfrumuna. A leið sinni til eggsins sýnir sáðfruman furðulega skynsemi, hún fer fram- hjá milljónum af öðrum líkams- frumum en veitir engri sérstaka at- hygli, fyrr en kemur að egginu. í tilraunaglösum hefur einnig verið sýnt fram á, að sáðfrumur einnar tegunar virða egg annarrar ekki viðlits, til dæmis lítur sáðfruma hunds ekki við eggi kanínu eða kattar. lok þriðju viku hefur fóstrið kom- ið sér upp vísi að hjarta og æða- slætti, og framleiðir sitt eigið blóð, óháð blóði móðurinnar, og getur verið annar blóðflokkur. Grundvöll- ur hefur verið lagður að taugakerfi, ofurlitlum heila og svo framvegis. Vísir að beinagrind myndast þó ékki fyrr en í lok sjöttu viku. í lok níundu viku er andlitið fullmótað. I lok þriðja mánaðar eru líffærin fullgerð og tekin til starfa, þótt höf- uðið sé enn mjög stórt ( hlutfalli við líkamann. Fæðist barnið á þess- um tíma og sé þá sett í volgt vatn, reynir það að hreyfa sig í vonlausri baráttu fyrir lífinu. Nú hefur það stækkað fimm hundruð sinnum. Um miðjan fjórða mánuð getur það grett sig og nú verður móðirin vör við fósturhreyfingar. Á sjöunda mánuði hefur barnið töluverðar lík- ur til að lifa, þótt það fæðist fyrir tímann. Nokkru fyrir fæðingu snýr fóstrið sér, svo að höfuðið veit nið- ur, hafi það ekki snúið þannig áð- ur. Á þessu lokastigi hefur það töluvert sjálfstæðan persónuleika, kann að kingja og gera öndunar- hreyfingar. Það getur meira að segja fengið hiksta og sogið á sér fingur. Sumar tegundir hávaða geta komið ófæddu barninu til að sprikla hraustlega. Frjóvgað eggið heldur áfram sina leið niður í legið. Þar lætur það fyrirberast án þess að byggja sér sérstakan stað f nokkra daga. Þetta er hættulegur tími fyrir eggið. Geig- vænlega litlu munar, að það noti matarbirgðir sfnar upp. Þá velur það sér blett á sléttum legveggnum, festir sig þar og skýtur þeim rótum sem þarf til að draga til sín nær- ingu. Nú er þetta nýja líf tiltölulega öruggt. Það hefur byggt sér öruggt ból og komist í samband við áreið- anlega fæðulind. Þessi litla kúla er nú full af vökva, en það er meira í henni en það. Nú þegar hefur vef- myndun hafizt. Þessi kúla, nánast blaðra, er f þremur lögum. Yzta lagið verður svo að hörundi, hári og nöglum. Innsta lagið breytist f meltingarfæri og önnur innri líffæri. Miðlagið verður að beinum, sinum, vöðvum og blóðæðum. Engri konu dylst, þegar hríðir hefj- ast, og legið tekur að herpast sam- an og slakna á taktbundinn hátt. Þá hafa miklar breytingar orðið á líkama konunnar til að búa undir hinn merka viðburð, leggöngin víkkað og slaknað á öllum vöðvum á leiðinni. Eftir þvf sem hríðirnar aukast, taka fleiri vöðvar þátt f fæðingunni, en sársauki mæðranna er mjög einstaklingsbundinn. Sum- ar berast varla af frá þvi hríðir hefj- ast, en aðrar virðast lítið finna til, þótt meðalvegurinn sé ef" til vill al- gengastur. Sú kenning er mjög út- breidd, að allar eðlilegar athafnir líkamans séu sársaukalausar, þar með talin fæðing, en óttinn við barnsfæðinguna sé konum inn- prentaður frá fæðingu og valdi spennu, en spennan komi í veg fyrir að konurnar geti slakað eðli- lega á, og við það skapist sársauk- inn. Ráðið sé því þekking á því, sem í rauninni er að gerast, auk æfingar í að slaka á vöðvunum. 18. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.