Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 45
því að ég hafi þroskazt og bætt mig talsvert með aldrinum. Ég er til dæmis mjög ánægður með mitt tillag til þessarar nýju hljómplötu minnar, og enn ánægðari yrði ég auðvitað ef fólk tæki undir þetta með mér og keypti þessa plötu. Hún hefur ekki verið spiluð mikið í útvarpinu enn. Þetta tekur auð- vitað allt sinn tíma. En meiripartur- inn á henni eru óþekkt íslenzk lög, og þau verða auðvitað ekki þekkt nema þau séu kynnt. Mér er óhætt að fullyrða að þó nokkur þeirra eru mjög skemmtileg. Ég hef haft ógurlega gaman af þessu og þess vegna er ég að því. FULLORÐNA FÓLKIÐ Á EKKI AÐ FORÐAST ÆSKUNA — Þú hefur að sjálfsögðu verið farinn að syngja fyrst þegar þú mundir eftir þér. — Ég var mjög ungur þegar ég tók lagið fyrst. Opinberlega var það v[st fyrst 1938, í Drengjakór Reykjavíkur. rem Jón Isleifsson org- elleikari sticrnaði. Þar var ég þang- að t:l én komst í mútur. — Svo byrjaðirðu á dægurlaga- söngnum á stríðsárunum. — Já, undir lok þeirra. Ég söng þá á flestum skemmtistaðanna sem þá voru, Iðnó, Tjarnarkaffi, eða Oddfellowhúsinu eins og það var þá kallað, og Gúttó, Alþýðuhúsinu, og svo kemur Sjálfstæðishúsið fjöru- tíu og sex. Þá byrja ég þar með Aage Lorange. Var þar eiginlega al- veg í tvö ár. — Nú skiptist fólk talsvert milli skemmtistaðanna eftir ýmsu, til dæmis aldri. Hvernig var það þá? — Sú skipting var ekki fyrir h=?ndi þá og mér er engin launung á því að ég tel mjög miður farið, að hennar skuli farið að gæta nú. Það má kannski segja að elli og æska eigi ekki saman, en til dæmis börn og foreldrar, það er annað mál. Æskumaður, átján ára eða um tvítugt, sem fer út að skemmta sér, hann lærir hegðun á því að vera innan um fullorðið fólk. Þegar hann hins vepar fer út á meðal jafnaldra sinna aðeins, þá þarf aðeins einn ólátabelg til að spllla stemning- unni í nokkur hundruð manna hóp. Hann getur skapað stemningu, sem er óæskileg á slíkum stað. Það er auðvitað ( lagi að til séu sérstakir skemmtistaðir fyrir æskulýðinn, en æskan á ekki að einblína á þá staði, og fullorðna fólkið á ekki að flýja æskuna. Það á ekki að seg:a uss! — eins og það segir — það eru ein- tóm;r krakkar hér. Þetta er della! Mér finnst að nú sé gert alltof mik- ið af þvf að sundra þessu, að skilja að æskuna og gamla fólkið. Við gæt- um minnzt á gömlu dansana í þessu sambandi. Þangað kemur eldra fólk, en þó enn fleira af því yngra, og þetta gengur ágætlega. VIÐ ÞURFUM NÆTURKLÚBBA — En virðist þér fara vaxandi að fólk skiptist á staðina eftir stéttum, 'tarfshópum, og svo framvegis? — Nei, það finnst mér ekki. Stundum hefur verið sagt við mig: Hvernig geturðu unnið á þessum stað eða hinum? Fólkið þar, er sagt, er alveg ómögulegt. Þá at- huga menn það ekki að fólkið, sem það talar um, var að helmingi til á einhverjum öðrum stað kvöldið áður. Og svo er það eitt sem vantar, og sjálfsagt er að sé í Reykjavík, en það eru næturklúbbarnir. Þeir hefðu átt að vera komnir fyrir löngu sið- an og lágmark að þeir séu tveir eða þrír. — Þú ert þá andvígur lokun þess- ara klúbba, sem spruttu upp fyrir skemmstu? — Ég ál(t að klúbbarnir ættu að vera opin hús, opnir öllum. Ekkert pukur. Auðvitað má einnig stofna einkaklúbba, sem eru aðeins fyrir meðlimi, en þeir eru allt annars eðlis en hinir. — Það er oft um það talað að Islendingar séu öðrum mönnum verri við vfn. Hver er þfn reynsla af þvl? — Þegar ég var [ Kaupmanna- höfn um árið og á leið til Finnlands, P sögðu kunningjar mfnir þar, mús- fkantar, nei blessaður, hvernig dett- ur þér í hug að fara þangað, þetta er stórhættulegt, það er svo mikið fyllirí þarna. Ég hef ekki þá sögu að segja af Finnum. Ég hef hvergi unnið þar sem er betri og yndis- legri framkoma. Fólkið glæsilegt, hreinlegt og fágað. Svo að ég get ekki tekið undir allt þetta fvlliriis- og slagsmálatal um Finna, ég hef ekki reynt það af þeim. Sama er sagt um Islendinga, að þeir séu fyllibyttur og slagsmálahundar. — Sama er um Svía, það var sagt að þeir væru með vasapelafyllirí út um allar sveitir, en ekki gat ég séð að þar væru slagsmál eða læti út af drykkjuskap. í Noregi sá ég að þeir voru með vasapela, en ekki voru þar heldur nein læti. — Var það á sveitaböllum? — Já, það var á dansleikjum undir beru lofti, á pöllum. En hvað fyllirtið snertir, þá held ég eitthvað sé orðum aukið með það, hjá ís- lendingum sem öðrum. Það sem mér finnst hvað athugaverðast við okk- ar skemmtanamenningu er að það er of margt í húsunum á föstudög- um og laugardögum. Og það er kannski fólkinu sjálfu að kenna, það vill bara vera þar sem nógu margt er. MIKLU MEIRI SLAGSMÁL ÁÐUR FYRR — Hefur bragurinn á stöðunum breytzt síðan þú byrjaðir? — Já, það voru miklu meiri slags- mál áður fyrr. Svoleiðis er eigin- lega alveg búið nú, sem betur fer. Þetta á líka við úti um land. Við fórum víða um í sumar leið og spil- uðum, en urðum engra illinda var- ir. Þetta á lika við um staðina fyrir austan fjall, þar sem stundum hafa verið hættuleg böll. Ein ástæðan til þessa getur verið hve húsin úti: á landi eru orðin skemmtileg, mörg hver. En þetta var öðruvísi fyrir svo sem tuttugu árum eða svo. Þá gat það átt sér stað að heill hópur manna kæmi á dansleik með það eitt fyrir augum að hleypa honum upp. Þeir komu kannski eins og NÝTT EFNI NÝTT SNIÐ GEFJUN KIRKJUSTRÆTI 18. tbi. vikan 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.