Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 31

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 31
líta út eins og sjálfsmorö, þé verður sú dauða að hafa vatn í lungunum. Hún verður að anda eftir að hún kemur í vatnið. Annars leiðir rannsóknin í ljós morð. — Þú hugsar fyrir öllu, sagði hann lágt. Síðan tók hann utan um Janine, lyfti henni eins og barni í fang sér og gekk gegn- um dyrnar, sem lágu út í garð- inn. XI. Metropolitanvélin, sem dr. Haller flaug með, lenti á rétt- um tíma í Múnchen—Riem. Hann steig ásamt flestum öðr- um farþegunum inn í farþega- bílinn og ók með honum inn í miðborgina. Nokkrum mínútum yfir tíu stóð hann undir Neonljósunum við brautarstöðina. Blaðasalar hrópuðu háværir dagblöð morg- undagsins til sölu. Leigubílstjór- ar lágu upp við bíla sína og töl- uðu saman. Hann hikaði andartak. En þá ákvað hann að fara fótgangandi. Hann mundi verða í hæsta lagi fimmtán mínútur að hótel Sans- soue. — Gott kvöld, herra læknir. Það var dyravörðurinn, sem heilsaði honum. — Þér eruð óheppinn. Ungfrú Laurent er ekki við. — Nei. — Þér vitið líklega ekki, hvar hún er? — Því miður. Haller hugsaði sig um, síðan fór hann eftir skyndilegri hug- dettu sinni og spurði: Herra Kirn, þér eruð jú þekktur fyrir minni yðar — segir nafnið Sie- bert yður nokkuð? — Það er pylsuverksmiðja í Múnchen með því nafni. — Ég á ekki við hana. — Fyrir nokkrum dögum gisti Berlínarbúi nokkur með því nafni, hérna, en þér eigið lík- lega ekki heldur við hann. — Jú, sagði Haller í flýti. — Það gæti verið hann. Að því til- skildu að hann heiti Júrgen að fornafni. Dyravörðurinn blaðaði í bók sinni. — Já, hérna stendur það. Júrgen Siebert, auglýsingastjóri, hann var hér eina nótt. Það, sem gerði hann miður sín vegna þessara upplýsinga, var í raun og veru aðeins dag- setningin. Þetta var fyrir nærri því viku. Hann hafði hitt Janine oftsinnis síðan. Og hún hafði ekki sagt honum neitt. Ekki nefnt það á nafn, að hún hefði hitt mann sinn aftur? — Takk fyrir, sagði hann vél- rænt. — Á ég að skila einhverju til ungfrú Laurent? spurði dyra- vörðurinn. — Ég verð inni á barnum, svaraði hann: — Og mun bíða hennar þar. Hve hlægilegt honum fannst allt í einu þetta nafn,, ungfrú Laurent. Allt var hlægilegt, falsaða vegabréfið, sem hann hafði útvegað henni, ferðin til Múnchen, dáleiðslutímarnir, bónorð hans . . . allt var hlægi- legt frammi fyrir þeirri stað- reynd að hjónin Siebert höfðu hitzt hér fyrir viku síðan. Haller fór ekki einu sinni úr frakkanum, þegar hann settist á einn barstólinn. Svipbrigði hans hljóta að hafa verið eitt- hvað furðuleg, þar sem bar- þjónninn spurði hann: — Líður yður ekki vel? — Jú, hreytti hann út úr sér. — Færið mér tvöfaldan koníak, þá mun mér líða enn betur. Hann fann sterka löngun til þess að drekka sig fullan. Áfengi gaf manni að minnsta kosti traust um stundarsakir. Og heil- inn hætti þá að starfa. En áður en hann var orðinn drukkinn, að nokkru ráði lagði hann sömu spurningu fyrir bar- þjóninn, sem hann hafði lagt fyrir dyravörðinn: — Þér þekk- ið líklega ekki af tilviljun mann nokkurn að nafni Siebert? — Jú, svaraði maðurinn, — hann er frá Berlín. Hann sat hérna heilt kvöld með ljóshærðu stúlkunni, sem býr hérna á hótelinu. Myndarlegur maður, auk þess. — Já, mjög myndarlegur, end- urtók dr. Haller og var erfitt máls. — Þau hljóta að hafa þekkst nokkuð vel, ekki satt? Svar barþjónsins kom dr. Haller á svipstundu aftur til sjálfs sín: — Nei, þau þekktust alls ekkert. Þau kynntust fyrst hérna. Stephan hristi höfuðið. — Lík- lega eigum við ekki við sömu stúlkuna.... — Ég á við ungfrú Laurent, sagði barþjónninn. Haller beygði sig fram yfir borðið. — Ætlið þér líka að fullyrða að þau hafi ekki þúazt? — Ég fullyrði það ekki aðeins, ég veit það. Maðurinn leit allt í einu með vanþóknun á hann. — Ég læt ógjarnan spyrja mig spjörunum úr um gesti mína. En hvað þeim tveimur viðvík- ur, ef þér viljið heyra það ber- um orðum: þau áttu örugglega ekkert saman. Nú var hann með fullkomlega réttu ráði. En aftur á móti full- komlega úr sálrænu jafnvægi. Hann fann til smákiprings í maganum. Skyldi Janine ekki hafa þekkt eiginmann sinn? Og ef ekki — hvers vegna hafði Júrgen Siebert þá ekki gefið sig fram. Hvað í fjandanum var hér á seyði. Dr. Haller bað um reikning sinn, skildi smápeningana, sem hann fékk til baka, eftir og þaut út í næturmyrkrið. Hann þurfti að flýta sér of mikið til þess að ganga lengur. Hann kallaði á leigubíl, lét fall- ast niður á baksæti hans. — Til Bayerischen Hof, sagði hann. Nóttin var dimm. Engar stjörnur, ekkert tunglskin ... aðeins þungbúinn, skýjaður himinninn. Bakhlið Westphal- hússins var einnig dimm. Enginn ljósgeisli þrengdi sér út í myrkr- ið. — Þú getur ekki villzt, sagði Gaby við hann, — þú gengur meðfram þessu grenigerði al- veg að girðingunni. Þar kemurðu að litlum dyrum, þær eru opn- ar. Fimmtíu metrum beint það- an standa tvær beykihríslur, þar byrj ar stígurinn . . . — Ágætt, tók Júrgen fram í fyrir henni, — ég mun síðan rata. — Stígurinn er frekar sleipur, þú verður að gæta þess að renna ekki til. Fólk getur auðveldlega vaknað úr dái við högg. — Nokkuð fleira? spurði hann með andann á lofti. — Já, hvíslaði Gaby, — láttu ekki rugla þig. Fyrst kemurðu að gamla fljótinu. Þú verður að fara yfir það, þá ertu alveg við árbakkann. Gaby stóð í dyragættinni. En það var svo dimmt, að hann gat með naumindum greint útlínur hennar. — Ég bíð þín hér. Það var hið síðasta, sem hann heyrði. Dyrnar skelltust í lás. Hægt hóf hann göngu sína, skref fyrir skref, með fram grenigerð- inu. Snjórinn var nú alveg bránaður. Breiðar grasspildurn- ar voru gráar og eyðilegar. Vind- urinn þeytti gömlu laufi yfir þær. Hann varð að horfa á andlit Janine, á fölt, sofandi andlit hennar, sem lá við brjóst hans. Á þessari óheillastund vaknaði hjá honum minning: hvernig hann hafði borið hana yfir þrösk- uldinn á fyrstu íbúðinni þeirra. Hann hafði þá haldið henni nærri því nákvæmlega svona í örmum sér. Og ennþá mundi hann orð hennar þá. Hún hafði þá hlegið: Ég er hrædd um, að þetta verði í eina skiptið, sem þú berð mig eitthvert á örm- um þér. Nei, það var ekki eina skiptið. Nú hélt hann aftur á henni. Og hún var ennþá jafn létt og þá. Það var ekki erfitt að bera hana. Alls ekkert erfitt. Þótt svitinn rinni eftir andliti hans í straumum, þótt velgju setti að honum, svo hann var nærri búinn að kasta upp, þá stóð það ekki í neinu sambandi við þunga hennar. En Júrgen beit saman tönn- um sínum, svo blæddi úr vör- unum. Þú getur verið kominn aftur eftir tíu mínútur, hafði Gaby sagt. Og hann mundi vera kominn aftur eftir tíu mínútur. Júrgen byrjaði að hlaupa. Og hann hugsaði: þetta verður að ganga fljótar. Ég verð að vera kominn aftur fyrr. Þegar hann fór gegn um litla garðshliðið út af lóðinni og hafði komið auga á silfraða stofna beykigreinanna, var hann nærri þvi dáinn af hræðslu vegna kattar. Rauðbrúnt dýr, sem réðist að honum og fylgdi honum síðan með glitrandi augum. Alltaf þegar hann sneri sér við, lýstu þessi viðbjóðslegu kattaraugu móti honum. Hann stappaði fæti móti kettinum, en hann lét ekki hræða sig. Skrýtið, að hræðslan hafði þotið um alla limi hans. Hann gerði gys að sjálfum sér í hug- anum. Júrgen, láttu köttinn eiga sig. Skiptu þér ekki af honum. Kettir geta ekki talað, þeir eru engin vitni, þeir eru ekkert . . Einbýlishús Westphals stóð við strönd Isarfljótsins. Stígur- inn, sem hann kom nú á, var mjög brattur niður á við. Gaby hafði varað hann við með réttu. Hann varð að fara mjög var- lega, skref fyrir skref, beygja sig um leið, svo greinarnar rifu Janine ekki í andlitið. Hann yrði að forðast allt, sem gæti vakið hana. Vakna, horfa á hann, spyrja hann — það hefði orðið verst af öllu. Nei, þá hefði ekki verið hægt að útskýra neitt. Því nú Framhald á bls. 39 18. tbi. VIKAN 31 HENDUR HENNAR TITRUÐU EKKI. ÞETTA VAR ALLT í ÁÆTLUN HENN- AR, ÖHAGGANLEGRI MORÐÁÆTLUN, SEM FRAMKVÆMD YRÐI LIÐ FYRIR LIÐ.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.