Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 2

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 2
ísland og EFTA Svo virðist, sem nú eigi mjög af skyndingu að keyra ísland í viðskiptabandalag við nokkrar Evrópuþjóðir, svo- kallað EFTA, og á þetta EFTA að verða okkur hjálpræði til velmegunar á ný. Látið er í skína, að það sé okkur nauð- synlegt meðal annars til að komast í Nordek, verzlunar- bandalag Skandinavíu en þau lönd vilja helzt ekkert af okk- ur kaupa. Fjórir eða fimm áhrifamenn í þjóðfélaginu róa að þessu öllum árum og róa lífróður. Sauðsvartur almúginn getur hins vegar ekki séð gildi þess að ganga í bandalag, sem hef- ur í för með sér niðurfellingu tolla á innflutningi frá háþró- uðum iðnaðarlöndum, land- búnaðarlöndum, og sjávaraf- urðalöndum, sem hvort sem er hafa ekki ýkja mikla verzl- un við okkur. Þessi lönd hafa allt að selja sem við getum framleitt og flest ódýrara en við, þrátt fyrir flutningskostn- aðinn. Að vísu er talað um ,,aðlögunartíma“ fyrir okkur en ungaþörnum er líka rétt snuð, kannski meira að segja með fáeinum sykurkornum, svo þau breki ekki. Við höfum búið við „frjálsa verzlun" í nær áratug með þeim afleið- ingum að landið er svo að segia komið á hausinn þrátt fyrir veltiár, að opna landið enn meira svo sem EFTA að- ild myndi krefjast hlýtur að binda á okkur endahnútinn á tiltölulega skömmum tíma. Hefur bað ekki öru?elega sannað siff, að friálsræði er ekki við okkar hæfi? Þarf það enn að vera mörgum hulið, að þióðfélag eins og okkar bolir ekki takmarkalaust ,,frelsi“ í viðskintum? Er hæet að loka aufunum fyrir því lengur, að þióðinni verður tæpast vel st’órnað með öðru en vel mótuðum sósíalískum kapítal- isma?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.